Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
31.3.2007 | 13:50
óhljóð
Það versta sem ég hef upplifað með börnin mín er þegar þau fá höfuðáverka. Vissulega var það erfitt þegar Dísin var veik og vart hugað líf en þegar maður er með strá-heilbrigt barn, er ofsalega erfitt að upplifa það að barnið gæti verið örkumla alla ævi einungis vegna þess að það slasaði sig í umsjá foreldra . Ég lenti í því þegar Sunna var 7 mánaða að hún sat í Hókus pókus stól og ég var að enda við að gefa henni að borða. Sný mér við til að setja skálina í vaskinn og um leið og ég sný mér við dettur barnið úr stólnum og beint á höfuðið og rotaðist. Hún andaði ekki strax, ranghvofldust augun og ekkert heyrðist í barninu. Skömmu síðar fór hún að kasta upp og með það sama var brunað með barnið á sjúkrahúsið á Selfossi (vorum í sumarbústað þar rétt hjá) Eftir smá skoðun vorum við send heim með skipanir um að hún mætti ekki fara að sofa strax og allt það. Ég var að sjálfsögðu ekkert róleg yfir þessu öllu. Ég ræði svo við lækni sem hefur sinnt Söndru Dís í gegnum árin og hann trompaðist yfir því að við skulum hafa verið send heim, ÖLL börn sem fá svona alvarlega höfuðáverka eru látin liggja inni í sólarhring í gæslu.
Þessi minning poppar reglulega upp í höfðuðið á mér eins og gamall draugur sem vill ekki hverfa. Þetta er líklegasta ein erfiðasta minning sem ég hef. Í hvert skipti sem ég heyri svona dynki og ekkert hljóð, panikast ég um leið.
Í gær ætlaði svo litla skottið að fara í bað. Ég læt renna í baðið og sat svo frammi að glápa á imbann og svoleiðis. Sunna skottaðist fram og til baka að forfæra eitthvað í baðið sitt sem var svosem í lagi nema að við heyrum þungan dynk og ekkert hljóð, Stefán kallar á hana en fær ekkert svar svo hann stekkur upp úr sófanum og hendist inn á bað þaðan sem hljóðið kom, ég hendi tölvunni frá mér og hendist líka og um leið poppar upp gamli draugurinn. Þegar við komum á baðið byrjar barnið að kjökra, við lítum á hana og hún nuddar höfuðið. Hún hafði endasteypst á ennið, hvernig veit ég ekki og hún gefur ekkert upp. Þetta var vissulega sárt og allt það en sem betur fer fór þetta betur en á horfðist...eða heyrðist öllu heldur.
Maður fer víst aldrei of varlega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 13:25
ömmu og afa dagur
Já, það er ömmu og afa dagur í leikskólanum hjá Sunnu. Amma & afi eru á Akureyri svo ég hringdi í pabba en hann var fastur í vinnu upp á Hellisheiði og amma Rósa fyrir vestan svo það var enginn til að fara til dömunnar. Ég var með hnút í maganum yfir þessu öllu saman svo eftir þennan heimsóknartíma ákvað ég að hringja á leikskólann og athuga statusinn á dömunni. Jú, hún var ekkert að spá í þetta og kippti sér ekkert upp við það að enginn kom í heimsókn til hennar . Mér finnst þetta samt svo sárt að hún fái ekki neina heimsókn, það var danssýning í leikskólanum og ég komst ekki til hennar á þessum tíma og hún var rosalega sorgmædd yfir því að ég kom ekki. Ég ræddi þetta við hana þegar við komum heim og ég sagði henni að ég hefði verið ofsalega sár yfir því að hafa ekki komist, hún faðmaði mig að sér og sagðist alveg geta fyrirgefið mér . Hún er svo ljúf......þegar hún tekur sig til
Það er svo komið á hreint að ég fer með fimleikastelpunum út í lok júlí til Svíþjóðar. Þær eru að fara í æfingabúðir og verða í 10 daga. Það var aðeins eitt foreldri búið að bjóða sig fram og ég var spurð hvort ég gæti ekki farið með, ég lét til leiðast og fer með stelpunum. Ég þarf líklega að taka litla skottið með mér út þar sem leikskólinn er lokaður á þessum tíma en það verður bara að hafa það svo þá er bara að redda Dísinni minni, ekki get ég haft hana eina heima allan daginn. Stefán verður reyndar heima en líklega verður hann að vinna í rútubílaakstri og það gæti verið í einhverja daga í senn svo það þarf að finna einhvern flöt á því. Kemur allt í ljós þegar nær dregur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 15:17
Þetta var SAMT vont!
Ég var búin að lofa litlunni minni fyrir næstum ári síðan að ef hún væri ákveðin í því að fá göt í eyrun þegar hún ætti fimm ára afmæli, skyldi ég fara með hana á afmælisdeginum hennar og setja göt í eyrun. Hún hefur tönglast á þessu alla tíð síðan og svo í gær þá var hún enn harð ákveðin í að fá göt svo við skunduðum á Hárgreiðslustofuna á Klapparstíg (eftir ábendingu vinkonu minnar) og báðum um göt. Okkur var afhent spjald með hátt í 60 eyrnalokkum sem barnið mátti velja úr og tók það hana ca 10 sek að ákveða sig. Ég reyndi að testa þessa ákvörðun hennar með því að benda á eitthvað annað og reyna að snúa út úr en daman lét ekki gabbast og benti alltaf á sömu lokkana.
Okkur var boðið sæti fyrir innan þar sem þessi götun fer fram og ég látin kvitta á eitthvert blað um að þetta væri af fúsum og frjálsum vilja og jarí jarí jarí. Svo var merkt fyrir götunum, þau tóku sér stöðu sitt hvoru megin við hana og svo var byssunni mundað og talið niður og á einum skutu þau bæði í einu í sitt hvort eyrað. Krakkinn fraus á staðnum, leit á mig ringluð og heimtaði að fá að fara í fangið á mér. Ég sá að henni leið ekki vel og spurði hvort þetta hefði ekki verið í lagi, hún svaraði með kökkinn í hálsinum: "mamma, þetta var SAMT vont". Það var spurning hvor átti erfiðara, ég eða barnið. Það féllu örfá tár, svo leit hún í spegilinn og varð alsæl að sjá erynalokkana. Í verðlaun fékk hún sleikjó sem hún varð ekki minna hrifin af. Frábær þjónusta hjá þeim á Klapparstígnum.
Heim skunduðum við mæðgur, ég fór að undirbúa afmælisveisluna, hún að leika sér að dótinu sem hún fékk frá okkur foreldrum og systrum. Afmælisgestir tíndust inn einn og einn og ekki leið á löngu þar til allir voru komnir og byrjað að borða. Sunna saknaði samt tvíburanna sem hún var svo spennt að hitta en var lofað að þeir kæmu fljótlega í heimsókn í staðinn. Hún sættist á þá hugmynd.
Afmælið heppnaðist mjög vel og rétt um kl 20 tæmdist húsið og ég ákvað að skella mér í blak þar sem það var æfingaleikur við Aftureldingu úr Mosfellsbæ. Mér finnst þetta svoooo skemmtileg íþrótt, sérstaklega þar sem mér finnst ég vera í hinu fullkomna liði....liðsandinn í okkar hóp er frábær og frábærar stelpur í þeim hóp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 13:54
hollur morgunverður
Ég skellti mér í ræktina í morgun eins og alla aðra miðvikudaga. Eftir ræktina ákvað ég að fara á Wellnes café og láta hræra fyrir mig í morgunmat. Ég bað um eitthvað sem heitir bragðarefur og í honum er eftirfarandi:
2 msk ananas brytjaður
2 msk jarðaber söxuð
2 msk melóna (gul) söxuð
2 msk all bran
2 msk haframjöl (solgryn)
1 msk hörfræ
2 msk rúsínur
1 msk hnetur
1/3 dolla af KEA skyr bananasplitt (stór dolla)
200 ml Sojamjólk
nokkrir klakamolar
allt sett í blandara og mixað. Gosh....þetta var hrikalega gott. Ef maður vill meira prótein er gott að setja 1 msk af hreinu próteini með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 10:48
Ég er í svo miklu stuði.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 20:52
sagan af hafnfirsku ljóskunni
Viktoría hringdi í mig og bað mig ótrúlega fallega um að koma með sér í Kringluna, nánar tiltekið í La Sensa til að kaupa einhvern sérstakan haldara þar sem hún er að fara á árshátíð. Ég gerði smá díl við hana að ef hún myndi sækja litlu systur sína á leikskólann og fara með henni í strætó út í Garðabæ, myndi ég sækja þær þangað og halda beint í Kringluna. Þetta varð að díl og beið ég eftir símtali frá henni um kl 16. Svo hringir daman og þær komnar í Garðabæinn svo ég skellti mér út og sótti þær. Ég vildi endilega byrja á því að fara í HB búðina á Strandgötunni í Hafnarfirði í þeirri von að ég þyrfti ekki inn í Kringlu á þessum tíma. Jú, við fórum í HB búðina og þar var ekkert að finna sem hentaði þessari dramatísku. Þegar ég lít á litlu dömuna sé ég að hún var bara á sokkabuxunum einum klæða undir úlpunni (peysa innan undir). Ég spyr hana hvað hafi orðið af pilsinu sem hún fór í um morguninn og svarið sem ég fékk var einfalt.....bara GLEYMDI að setja hana í pilsið!! Dööööh, ég skammaðist mín ofan í tær að fara með krakkann í Kringluna svona út-lítandi. Ég fór samt og reyndi að draga úlpuna vel niðurfyrir rass. Ég gafst upp og strunsaði í Zöru í Kringlunni og fann þar voða fallegar jogging buxur á 795kr sem ég vippaði henni í. Þar sem þetta er svo mikið písl, varð ég að taka stærð 4-5 ára og þurfti meira að segja að bretta uppá skálmarnar þar sem hún dró þær á eftir sér . Ég sá svo peysu sem var í stíl við buxurnar og lét það eftir mér að kaupa hana líka en hún var á 995kr. Jæja, krakkinn var kominn í föt svo ég gat haldið áfram að versla. Enduðum svo leiðangurinn í Bónus að kaupa inn fyrir afmælið á morgun.
Allt er gott sem endar vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 11:38
Ég er bara fimm ára og kenna á því fæ.....
Við þetta lag vakti ég litla skottið mitt í morgun. Á morgun verður örverpið mitt 5.ára og hún er að deyja úr spenningi yfir þessu öllu saman.
Við vorum að skipuleggja afmælisveisluna og komumst að þeirri niðurstöðu að hún vildi bjóða vinkonum sínum í Veröldina Okkar í Smáralindinni. Við tíndum til nöfnin á vinkonunum og bjuggum til boðskort og keyrðum þau út. Eftir smá ígrundun áttaði hún sig á því að hún hafði ekki keyrt boðskort út til tvíburafrændsystkina sinna og heimtaði að ég gerði annað kort handa þeim. Ég var að reyna að rökræða við hana að þau væru bara eins árs ennþá og þau væru of ung til að koma í Veröldina Okkar. Hún horfði á mig með þvílíkum hneykslis svip og sagði svo: "Mamma, þau verða nú tveggja ára í SUMAR" . Ég átti ekki orð yfir þessu svari þar sem ég hafði ekki hugmynd um að hún vissi hvenær þau áttu afmæli svona yfir höfuð og þess þá heldur að hún áttaði sig á því að þau væru að verða tveggja . Eftir smá rökræður féllst hún á það að fá að bjóða þeim heim á morgun í afmælið sitt. Hún ætlar að hringja í þau í kvöld og bjóða þeim persónulega ásamt hinum frænkunum og frændunum .
Næst fórum við að rökræða hvað hún gæti hugsanlega fengið í afmælisgjöf. Ég hef oft strítt henni á því að hún fái bara nærbuxur frá mér í afmælisgjöf og örugglega frá afa sínum líka. Hún verður alltaf jafn reið þegar ég byrja, þolir ekki þennan nærbuxna brandara . Svo sagði ég við hana: "jæja Sunna mín, hvað heldur þú að þú fáir í afmælisgjöf frá vinkonum þínum eða frænkum og frændum?" Þá kom svarið hratt og hátt: "EKKI NÆRBUXUR, bara pony eða bratz eða barbie".
Nú er bara að undirbúa afmælisveislu annað kvöld. Ég held ég hafi veisluna bara kl 17, hafi þá bara mat. Finnst það vera betra en kökupartý....það er svo fitandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 15:44
GRA 1389
það er svo erfitt að vera ég! og minn maður þarf sko að hafa sterk bein til að geta verið með mér .
Eftir að ég kláraði Frumgreinadeildina í HR um jólin, áttaði ég mig á því að allur heimurinn stendur opinn fyrir mér með þetta nám á bakinu. Smám saman hefur þessi krókur sem ég hef haft í Byggingartæknifræðina, beygst smám saman. Nú er það orðið svo að hann er farinn að beygjast í aðra átt! Ég fór að líta í kringum mig og fór í "naflaskoðun" hjá sjálfri mér og komst að þeirri niðurstöðu að gerast byggingartæknifræðingur er kannski ekki sá "challange" sem ég er að leita af. Ég ákvað að hugsa aðeins frekar og komst skyndilega að þeirri niðurstöðu að kannski ætti ég bara að sækja um í grafískri hönnun hjá Listaháskóla Íslands. Ég fór að lesa mig til í gær og komst skyndilega að síðasti séns til að sækja um skólavist þar var fyrir klukkan 16, föstudaginn 23. mars . Ég ætlaði þá bara að gefa þetta upp á bátinn og hætta þessari vitleysu.
Ég talaði við eina af mínum bestu vinkonum og hún peppaði mig upp í það að gera þessa möppu hratt og örugglega, ég bað hana um að koma og aðstoða mig. Hún kom strax og í sameiningu náðum við að gera þessa ágætis möppu. Svo sagði hún mjög athyglivert við mig sem fékk mig til að hugsa. Hún sagðist alveg geta séð mig í svona námi þar sem ég hef allt mitt líf helgað mig einhverskonar listum. Þetta gæti ekki verið meira rétt hjá henni, ég áttaði mig allt í einu á því. (betra er seint en aldrei). Kannski hef ég lokað þetta frá mér þar sem enginn í fjölskyldunni er eitthvað í listum, ég vildi ekki vera eitthvað afbrigðileg! (ekki það að mörgum finnst ég STÓR skrítin , það er ekkert að marka alla þá sem halda því fram ) En hún amma mín í föður ætt er ótrúlega flink með pensilinn og ég elska allar myndirnar sem hún hefur málað í gegnum tíðina. Hefði gefið heilan helling fyrir að eignast fleiri af þeim en gamla vill ekki selja .
Í dag skrölti ég svo með svarta A2 möppu og upp rúllaðar model-myndir úr Myndlistaskólanum í Reykjavík í LHÍ. Þegar ég kom þangað sá ég að ég var MJÖÖÖG aftarlega á merinni. Það var biðröð eftir að komast að borðinu og þegar ég fór að líta í kringum mig, sá ég að þær sem voru að skila inn höfðu gert ALVÖRU möppu...semsagt, tekið ljósrit af öllu því sem þær ætluðu að tjalda, skalað niður/upp á A3, sett forsíðu, plast með einhverskonar mynd og látið gorma allt inn . Mér leið eins og ég hefði mætt í gallabuxum á galakjólakvöld . Ég reyndi að halda höfði og á möppuna mínu "fínu" var skellt hvítum miða og á hann skrifað: "GRA 1389" sem er númerið mitt.
Ég geri mér ekki miklar vonir um að komast inn. Mér skilst að einungis 10% þeirra sem sækja um, komast inn í skólann. Hverjar eru líkurnar á því að ÉG komist inn? . Ég gæti kannski komist inn á þeim forsendum að hafa verið með "frumlegustu möppuna".......eða EKKI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 10:43
Þar af leiðandi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2007 | 13:47
gleraugnaglámur
Það var hringt í mig úr leikskólanum í gær og sagt að barnið hefði brotið gleraugun sín. Ég ákvað að anda með nefinu og beið eftir að mínum vinnudegi myndi ljúka og fara svo og ná í stelpuna.
Sótti hana og sá gleraugun hennar. Hún hafði brotið spöngina sjálfa, hún var þannig brotin að ekki var séns að gera við þau. Ég ákvað að fara samt með þau í Sjónarhól og láta kíkja á þau þar sem gleraugun hennar eru ekki einu sinni orðin 3 mánaða gömul . Þar fengum við þær fréttir að ekki væri hægt að gera við þau. (Ekkert sem ég ekki vissi...en vildi samt láta á reyna). Þau áttu eina spöng eftir sem er alveg eins og hennar. Ég varð að láta slag standa, ekki var hægt að hafa krakkann gleraugnalausan . Ég vissi það alveg að þetta er ekkert fríkeypis svo ég tjaldaði kortinu mínu á borðið og beið eftir upphæðinni. Konan sem afgreiddi mig fannst þetta jafn súrt og mér og ákvað að ég fengi veglegan aflsátt af þessu öllu, þurfti einungis að borga 2900kr . Ég borgaði með GLÖÐU, þakkaði fyrir og fór út....með NÝ gleraugu. (þau settu reyndar gömlu glerin í) Mæli hiklaust með þeim í www.sjonarholl.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín