. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

fokið út í veður og vind

þetta er akkúrat það sem gerðist fyrir framan okkur á Teiknistofunni. Við vorum í mestum makindum við að teikna þegar samherji minn segir við mig að þakið á húsinu við hliðina á sé að koma í heilu lagi inn til okkar W00t. Við nánari athugun út um gluggann sáum við þar sem þakið var í bókstaflegri merkingu var að fjúka af. Þetta er hús sem brann í síðustu viku eða þar-síðustu og voru smiðir byrjaðir að laga þakið sem þurfti að rjúfa til að ná að stöðva vaskan framgang eldsins. Þeir höfðu ekki lokið þeirri vinnu og fóru frá húsinu hálf kláruðu. Það kom þeim aldeilis um koll núna. Við ákváðum að best væri að hringja í lögregluna áður en mikill skaði skeður. Klukkustund síðar var byrjað að reyna að negla niður þessar þakplötur sem eftir voru.

Við vorum ósköp fegnar því á stofunni að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af þaki nágrannans Wink

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1257363


mbl.is Skjólborð fuku af vörubíl á tvo fólksbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

breytingar

Ég tók hana blogg-vinkonu mína hana Evu Sigurrós til fyrirmyndar og fór á "breytingaskeiðið" inni hjá Sunnu.

Setti inn myndir fyrir og eftir Cool

http://hlinnet.blog.is/album/breytingar/


Windows Vista

Mér finnst þessi mynd hrikalega góð Grin

vista


fólk er fífl!

Dagurinn í gær var einfaldlega ekki minn dagur Pinch. Ég var að vinna til kl 19, hentist svo að sækja eldsneyti á Yarisinn minn sem minn elskulegi eiginmaður skildi eftir handa mér einni bensínlausum GetLost. Fór á AO Kaplakrika og ætlaði að koma við í Nóatúni og grípa eitthvað í gogginn handa hungruðum ungum heima (þar með talinn minn maður). Ég fer í hringtorgið sem tengir saman Kapplakrika, Keflavíkurveg og Flatahraun. Þar sem ég er að koma frá Kaplakrika og þarf að fara út úr 3 beygju er ég að sjálfsögðu á innsta hring, gef stefnuljós um leið og ég fór framhjá beygju nr 2 og þar inn kemur annar smár bíll sem fór á ysta kant, hann gaf stefnuljós greinilega út á sömu beygju og ég en ég að sjálfsögðu sá ekki það stefnuljós þar sem það snýr frá mér í hringtorginu. Ég held mér fast við mitt og beygji út úr á 3 opnu en hinn bíllinn gaf sig ekki og ætlaði LÍKA út á sömu "opnu" svo það endaði þannig að ég fór í veg fyrir hann, hann þurfti að hemla niður (en ég átti réttinn í öllu falli). Ökumaðurinn varð brjálaður og lagðist á flautuna (sem ég þóttist ekki taka eftir, enda í nett pirruðu skapi sjálf eftir erfiðan dag) og ekki vildi það betur til en að fíflið elti mig alla leið út í Nóatún, staldraði þar við, ég skelli Jörunni minni í stæði, strunsa út úr bílnum og gersamlega tilbúin til að halda fíflinu fyrirlestur um umferðarlög og hringtorg, en þegar hann sá hvurslags SKASS steig út úr bílnum ákvað hann að það væri ekki gott að abbast upp á mig og lét sig hverfa Joyful.

Ég hélt mínu striki, verslaði í matinn og fór heim Smile. Þar var hann Stefán minn búinn að setja saman þessa fínu græju í bílskúrnum og málið var að fara að prufa græjuna. Wink


bréf frá elskandi eiginkonu

Hæ hæ elskulegi eiginmaður.

Áður en þú kemur heim úr viðskiptaferðinni vil ég bara láta þig
vita um smá óhapp sem varð hér heima.

Ég vil samt   taka fram að það er allt í lagi með mig og ég er
alveg ómeidd, svo þú hafir ekki óþarfa áhyggjur.

Málið er að þegar ég var að koma heim úr búðinni í gær á stóra
pallbílnum og var að beygja inn í innkeyrsluna varð ég fyrir því
að, í stað þess að stíga á bremsuna, steig ég óvart á
bensíngjöfina.

Bílskúrshurðin beiglaðist dáldið en það sem verra var að antik-
Ferrariinn þinn, sem ég veit að þú heldur svo mikið uppá,
beiglaðist dáldið mikið þegar pallbíllinn stoppaði uppá honum.

Ég ætlaði að reyna að rétta hann aðeins og eina sem ég fann til
þess voru nýju flottu golfkylfurnar sem þú lést sérsmíða fyrir
þig.

Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því hvað væri veikt í þeim,
en þær bara beigluðust líka.

Þá hugsaði ég með mér að reyna að bæta fyrir þetta allt með því
að hafa allavega allt hreint og fínt þegar þú kæmir heim svo ég
ákvað að þvo öll nýju sérsniðnu jakkafötin þín.

Þú manst, þessi gráu voru með oggolitlum sósublett á innanverðum
jakkanum og þessi grænu voru pínu krumpuð á innanverðu fóðrinu.

Því miður tókst ekki betur til en svo að ég setti þvottavélina
óvart á suðu svo öll fötin þín hlupu um tvö númer.

Elsku vinurinn minn, ég bara vona að þú fyrirgefir mér þennan
klaufaskap, þetta var bara röð óhappa.

Hlakka mikið til að fá þig heim,


þín eigikona XXX


kiss



 
 P.S. ... Ó, já og kærastan þín í Frakklandi hringdi.... 

Grimmd

Ótrúleg grimmd getur heltekið fólk stundum. Það er alveg í lagi að verða reiður, en ekki að drepa kornabarn Frown. Ef ég væri illa stödd og væri ófrísk, myndi ég frekar vilja gefa barnið heldur en að fara í fóstureyðingu Undecided
mbl.is Nýfætt barn myrt í Hamborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vigtar-blogg

ég var í mælingum á föstudaginn hjá einkaþjálfanum mínum. Vigtin fór ekkert rosalega mikið niður og ég fékk eiginlega þunglyndi yfir því en hann hamraði á því að ég væri að bæta á mig vöðvamassa sem svosem kætti mig ekkert rosa...en samt. Svo seinna um daginn fékk ég meil frá honum þar sem hann var búinn að fara yfir mælinguna 2 vikum áður og þetta sagði kappinn:

"Jæja, þetta er nú bara frábær mæling. [...]að fara niður um heilt % á 2 vikum er frábært, vanalega er ég sáttur við hálft og mjög ánægður með 1...á heilum mánuði!!!   Og svo skv. fitumassanum þá er farið 1,5 kg af fitu...sem þýðir 10.000 he eða svo...á bara 2 vikum!!!  Sem á nú ekki að vera hægt reyndar."

Ég kættist við þetta og ákvað að halda ótrauð áfram Grin

fat lady


Karlmenn!

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa.  Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?" "Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig. 
jeep-hurricane2

á lífi.....

en tæpast þó Undecided. Vefjagigtin er að fara með mig þessa dagana og ekki skánaði það þegar litla skottið skreið uppí til okkar í nótt og hertók MITT rúm GetLost. Hún og Stefán sömdu um að ef hún kæmi uppí, þá tekur hann við henni og hefur hana hjá sér svo prinsessan á bauninni geti sofið í friði svo vefjagigtin hangi á réttu róli.

Þrátt fyrir alla þreytuna skellti ég mér í ræktina og hitti uppáhalds vin minn þar Joyful. Hann er svo frábær þessi strákur. Fór í fitumælinguna og vigtunina, vigtin var ekki alveg my best friend í þetta skiptið en fitumælingin sagði sitt og allir voru mjög ánægðir þar Happy. Nú er bara að halda ótrauður áfram og stefna hátt....eða altso lágt Tounge.

Nú langar mig að prufa skvassið......mig vantar mótherja......hver býður sig fram?? Whistling Völlurinn kostar 400kr, leiga á spaða 100kr stk og boltinn er til eignar og er á 400kr. Allt "under controle" Cool

Strympa, mega-prinsessan Sideways


AÐ gefnu tilefni

vil ég biðja alla þá sem eru áhugamenn um íslenska tungu að hafa það á hreinu að maður segir AÐ gefnu tilefni.....

Ég heyrði í einni góðri vinkonu minni sem sagði mér þessar fréttir. Hún er ekki bara áhugamanneskja heldur MJÖG góð í réttritun Kissing

Nú kemur þetta til með að fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mér ef og þegar ég sé þessa "smáu" villu. Auðvitað sá ég þetta í búningsklefanum og innan á öllum skápunum, þar var þessi villa AF Pinch en svo frammi var auglýsingatafla, þar var það AÐ....Pouty

Ég enda á því að fara með svartan túss með mér í ræktina á föstudaginn og laga þennan eina staf innan á skáphurðinni "minni" Whistling 


« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 259658

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband