. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

HRÓLFUR OG ERLA

Hrólfur og Erla voru vistmenn á geðsjúkrahúsi.  Dag einn, er þau voru á gangi við sundlaugina kastaði Hrólfur sér útí og sökk til botns.  Erla stakk sér útí laugina og bjargaði Hrólfi frá drukknun.

Þegar yfirlæknirinn frétti af björgunarafreki Erlu ákvað hann að útskrifa hana af sjúkrahúsinu, þar sem hún væri greinilega búin að ná snerpu og andlegu jafnvægi á ný.

Daginn eftir fór hann til fundar við Erlu til að boða henni fréttirnar og sagði þá; " Erla mín, ég hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér! Góða fréttin er að ég ætla að útskrifa þig af spítalanum þar sem þú hefur sýnt merki um bata, sem sýnir sig í því að þú bjargaðir honum Hrólfi frá drukknun.  Slæma fréttin er hins vegar sú að hann Hrólfur er dáinn. Karlgreyið hengdi sig í beltinu sínu í gærkvöldi eftir að þú hafðir bjargað honum.?

Þá sagði Erla; "Hrólfur hengdi sig ekki.  Ég festi hann upp til þerris í gærkvöldi.  En hvenær má ég fara heim sagðirðu ??  

sannleikskorn dagsins í dag

We all get heavier as we get older because there´s a lot more information in our heads. So I´m not fat, I´m just really intelligent and my head couldn´t hold any more so it started filling up the rest of me!

That´s my story and I´m sticking to it!

553_Garfield4


að gefnu eða af gefnu

Ég hef velt því fyrir mér undan farna daga þegar ég hef verið að lesa tilkynningar eða athugasemdir á "korktöflum" fyrirtækja þegar einhverskonar tilkynningar eru á töflunum. Annarsvegar hef ég séð Af gefnu tilefni...... og hinsvegar gefnu tilefni..... hvort er réttara að nota??

ribbalda ræningjar

Það er með eindæmum ótrúlegt hvað fólk leggst lágt við suma iðju. Mér finnst þetta ömurlegt. Aumingja foreldrarnir GetLost
mbl.is 3 daga gömlu barni rænt á sjúkrahúsi í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óboy!

ef ég EINHVERNTÍMAN lít svona út, í guðanabænum pikkið í mig og biðjið mig um að fara í ÖGN smekklegri föt Shocking

image5

Þetta er nett svakalegt


Ósk um betri laun!

Ég vinn oft á miklu dýpi.
Ég tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í.
Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum.
Ég vinn við rakamettaðar aðstæður
Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu.
Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu.
Ég vinn við mjög hátt hitastig.
Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi.
Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur.
Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp.
Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum.
Virðingarfyllst:

Hr. Typpi


 


SVAR FRÁ STJÓRN:


Kæri Hr. Typpi
Eftir að hafa metið beiðni þína og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni afeftirtöldum ástæðum:

Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt.
Þú fellur iðulega út af og sofnar í vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur.
Þú hlýðir ekki alltaf skipunum stjórnandans.
Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði.
Þú tekur aldrei frumkvæðið, það þarf iðulega að troða þér
inn á vinnustaðinn til að þú farir að vinna.
Það hefur oftar en ekki komið fyrir að þú átt í erfiðleikum með að
komast í gang í vinnunni, og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda.
Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna.
Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á
hálskraganum.
Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur.
Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum eins og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu.
Það vita það allir að þú munt láta af störfum löngu áður en þú verður 65 ára.
Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir.
Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur
lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt.
Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífelldu rápi inn og út af vinnustaðnum, berandi tvo mjög grunsamlega poka.
 

Virðingarfyllst


allt að fara í hundana

Þetta er nýjasta gotið í fjölskyldunni. Sumum gengur betur en öðrum að fjölga sér Tounge

Ég er allavega búin að segja "pass", Sunnu til mikillar ama Frown

daisy

daisy4

daisy3

daisy2


klofnar upp að herðarblaði, kafloðnar og kiðfættar

Ég passaði mig sko VEL þegar ég pakkaði ofan í íþróttatöskuna mína í morgun. Fór og setti nærbrók í töskuna svo ég gleymdi henni pottþétt ekki, fann hrein föt og setti í töskuna. Skellti mér í íþróttafötin og var á leið í ræktina í morgun. Leit yfir töskuna til að fullvissa mig á því að ég gleymdi ENGU. Fór aftur yfir töskuna en fann það alltaf á mér að ég væri pottþétt að gleyma einhverju. Tók allt upp úr töskunni og endurraðaða ofan í hana enn einu sinni. Fann ekki neitt sem gæti hafa gleymst. Tek til nestið mitt, börnin mín og bruna út. Pottþétt með íþróttatöskuna.

Skelli mér í ræktina, tók vel á því með þjálfanum mínum sem leist bara mjög vel á árangurinn. Skellti mér svo í sturtu og klæddi mig..........................Undecided Í þetta skiptið gleymdi ég HALDARANUM W00t Maður getur verið svoooooo dofinn stundum að það hálfa væri nóg!

Sem betur fer er ég að vinna á fámennum vinnustað og ég get sökkt mér í vinnu án þess að neinn taki eftir þessum óskunda Blush


nú er úti veður vont

Ótrúlegt að hugsa til þess að það sé allt að verða vitlaust fyrir vestan og norð-vestan. Hér er nánast blanka logn og frábært veður og svo koma endalausar aðvaranir um ófærð og vonsku-veður. FootinMouth

Kannski veðurguðirnir finnist nóg um veðráttuna í pólitíkinni. Ég er löngu hætt að fylgjast með hver var með hverjum, hvers vegna eða til hvers eða hver gekk inn eða út.....úff.... Ég vona að þessir pólitíkusar-spékúlantar nái einhverju samhengi í þessar inn/útgöngur hægri manna sem fara yfir til vinstri og vinstri manna sem fara á miðjuna og miðju manna sem splitta sér í tvo ólíka hópa, vinstri og hægri og vita ekki hvort þeir séu að dansa tangó, ræl eða skottís!!!

ég ekki skilja Sideways


mbl.is Óveður á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Incredible woman

Það gekk nú kannski ekki allt upp í gær sem átti að ganga upp Pouty. Ég átti að hitta einkaþjálfann minn kl 8:30 og vera þá búin að hita upp í 15-20 mín. Ég kepptist við að koma liðinu út á réttum tíma svo ég fengi ekki refsingu fyrir að mæta of seint. Tók til í töskuna mína, leikskólatöskuna hennar Sunnu og var með auka poka líka. Passaði upp á hádegisnestið mitt og svo frv. Henti öllu út í bíl og þar með talið krökkunum og brunaði af stað. Var orðin of sein svo ég vissi það að ég þyrfti að taka út refsingu hjá þjálfanum en hún felst aðallega í því að taka róður á sem skemstum tíma. GetLost

Ég legg fyrir utan Sporthúsið og hentist afturí til að ná í töskuna mína.......en þar var ENGIN taska W00t. Í hamagagninum gleymdi ég að setja mína tösku í bílinn....hún var ENN í fortofunni Frown. Ég sendi þjálfanum SMS og sagði honum hvað hefði gerst og ég LOFAÐI að bæta þetta upp. Ég sný við súr yfir þessum ósköpum en ég var í í þróttafötunum en vantaði bara skóna. Ef ég hefði verið með skóna mína hefði ég skellt mér í ræktina og farið svo bara heim í sturtu og mætt fersk í vinnuna en auðvitað voru skórnir í töskunni. Crying

Stefán minn lenti svo í útkalli þessa nótt svo hann svaf sínu græna heima og ég vildi ekki hringja í hann og vekja hann þar sem ég hafði ekki hugmynd um það hvenær hann kom svo aftur heim. Þessi elska hringir svo um tíu og ég bið hann um að koma með töskuna mína í vinnuna þar sem ég var enn í íþróttafötunum. Ég ætlaði þá bara að skella mér í ræktina eftir vinnu (þó svo að ég hati að fara á þeim tíma). Í hádeginu var ég svo beðin um að færa bílinn minn þar sem flutningabíll þurfti að komast að. Ég greip þá bara töskuna mína og skellti mér í ræktina í hádeginu. Ég fór og puðaði eins og brjálæðingur og hætti ekki fyrr en það mátti vinda hverja flík utan á mér Joyful. Var semsagt ótrúlega dugleg. Svo skelli ég mér í sturtu og þegar ég fór að klæða mig, uppgötvaði ég að ég gleymdi hreinum brókum W00t. Ég varð NETT pirruð yfir því og ég segi það sko EKKI hvernig ég tæklaði málið Angry.

Endur nærð fór ég aftur í vinnuna og lagði pirringinn á hilluna, alsæl yfir því að hafa drattast í ræktina þrátt fyrir mótlæti. Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 259714

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband