. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

mikill vill meira!

Enn slær maður metin hjá sjálfum sér. Nú fór ég í morgun í ræktina sem var bara frábært. Svo skellir maður sér í blak á eftir....sem er ekkert annað en frábært líka en nú langar mig svo hrikalega til að spila bæði badminton og prufa skvass!! Ég hefði sko gjarnan vilja spila þetta....bara til að prufa.

Litla dýrið mitt fór í afmæli í dag. Það var haldið í Smáralindinni, nánar tiltekið í Ævintýralandinu. Þar skilaði maður krakkanum og sótti svo tveimur tímum síðar og á meðan hljóp hún sælgætisátið af sér og kom poll-róleg og löður sveitt til baka Grin. Þetta ætla ég að gera þegar hún á afmæli. Laus við krakka skarann af heimilinu og láta þau hlaupa sig út í Ævintýralandinu Wink


afmæliskveðja

Sæta frænka mín hún Ólöf Helga á afmæli í dag. Hún er tvítug stelpu rófan. Ég vil óska henni til hamingju með daginn. Hún á allt gott skilið. Hún hefur hjálpað okkur svo ótrúlega mikið í gegnum tíðina og alltaf verið jafn óeigingjörn.

Til Hamingju Ólöf Helga Wizard


of seint að iðrast

Ég borgaði árskort í Sporthúsið (en það gefur mér aðang í öll hin ".....húsin" og borgaði mr. privat trainer FootinMouth svo nú er ég NEYDD til að halda áfram og leyfa manninum að pína mig aðeins í tækjunum. Blush

Ekki það að þessi drengur er algjört yndi og er bókstaflega á jörðinni og mjög fróður um hin ýmsustu mál. Alveg laus við þessa "gúmmítöffarastæla" sem ég bókstaflega þoli ekki. Hlakka strax til á mánudaginn Grin. þá tekur við ný vika með nýjum tækifærum. Eins og máltækið segir: Við upplifum sömu hlutina á mismunandi hátt eftir okkar eigin líðan.

Eigið góða helgi Smile


heilsuátak dauðans!!

Ég er búin að vera nett brjálæðislega dugleg í ræktinni. Mætti í gærmorgun og tók vel á því...eða þar til mér var orðið óglatt Sick. Hentist í vinnuna, vann þar eins og MF...svo heim að taka til og ganga frá. Skellti mér svo í blakið um kvöldið......úúú....ekkert smá dugleg Smile.

Skellti mér svo á vigtina.....og viti menn....hún er ENN á niðurleið Grin. Nú eru farin alveg 8 kíló frá því 20. janúar. En betur má ef duga skal, maður þarf bara að halda áfram. Vera duglegur svo maður líti flottur út í haust Halo

Eins og er á ég í pínu basli með strengina.....spurning um að nota þá og fara að spila Tounge.


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband