. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Stór og sterkur

Þessi börn eru náttúrulega bara yndisleg. Það sem dettur ekki upp úr þeim þegar þau reyna að spjalla á fullorðins nótum.

Við fórum í sumarbústað í Fljótshlíðinni um helgina. Þar var hátíð á vegum SKB og létum við okkur ekki vanta.

Það var 10-15 mínútna rölt að bústaðnum þaðan sem hátíðin sjálf var.

Eitt skiptið þegar við vorum að labba heim að bústað þá sagði litla skottið við pabba sinn:

Sunna: Pabbi, þegar við nálgumst bústaðinn, þá máttu halda á mér.

pabbi: ha! nú! afhverju?

Sunna: (eftir smá hik) nú....svo þú verðir sterkur og getir lyft bílum!

Hér eru svo nokkrar myndir frá ferðalaginu.

Sunnuskott

.

stórfjölskyldan í Þakgili

.

Þakgil

.

Sandra Dís

.

pabbi að fljúga með krakkana

Svo eru mun fleiri myndri á flickr síðunni minni http://www.flickr.com/photos/hlinnet/


Mér er nóg boðið!

Í bústaðnum var yndislegt að vera. Einn gallinn var reyndar sá að það var eitthvað bilaður blöndunarlokinn af vatninu inn í húsið. Skyndilega breyttist kaldavatnið í sjóðandi heitt svo við stöllur vorum mjög smeykar með börnin ef þau voru í sturtu. Þetta var dálítið vandamál og við reyndum að kvarta yfir þessu en án árangurs.

Við Helena sátum úti að prjóna í blíðunni þegar ég heyri skyndilega þrumuraust hjá Sunnu og hún þrammaði eins og lítil tröllskessa fram og hvæsti á milli samanbitinna tanna að nú væri henni nóg boðið.

Með það sama þaut hún framhjá okkur, klæddi sig í gúmmítútturnar og strunsaði eins og sannkallað ráðskonurassgat frammhjá okkur og sem leið lá upp í þjónustumiðstöð.

Við vinkonurnar litum hvor á aðra og skildum hvorki upp né niður hvað hefði gengið á.

Eftir smá stund kom daman til baka með mann í eftirdragi og var hann með þunga verkfæratösku meðferðis og spurði vandræðalegur hvort eitthvað væri bilað hér!

Helena vinkona lét sig hverfa og ég varð voðalega vandræðaleg og viðurkenndi það svosem fúslega að þetta væri ekki nokkrum manni bjóðandi að geta ekki treyst vatninu hérna.

Inn í geymslu fór maðurinn og reyndi sitt besta en aldrei komst vatnið í almennilegt lag. Shocking

Enn skemmti ég mér yfir skottunni minni sem er ákveðnari en allt sem ákveðið er. Enda dálítið lík nöfnu sinni og ömmu Kissing


Rjómablíða í Munaðarnesi

Óhætt er að segja að það sé rjómablíða í Munaðarnesinu. Ég og Helena vinkona erum búnar að sóla okkur í "drasl" og það eina sem ég fékk út úr því var sólbruni, sólstingur, ofnæmi, en óskaplegt letilíf og hamingja.

Sitjum vinkonurnar saman og prjónum út í eitt.

Svo má sjá afrakstur okkar hér.....bara gaman... Grin

Helena vinkona

.

Helena vinkona

.

Sunnuskott

.

Sunnuskott


skemmtilegt stelpuskott

Fórum í mat í gær til kokksins. Að venju klikkar ekki maturinn hjá honum og fengum við agalega góðan mat.

Þegar leið á kvöldið voru þeir félagar (kokkurinn og minn elskulegi) búnir að smakka dálítið af þessu dýrindis koníaki sem hann bauð uppá eftir matinn.

Eitthvað fór minn maður að hafa móral yfir því að vera ekki búinn að þrífa bílinn "minn" og á endanum fór sonur kokksins út og fór að þrífa bílinn.

Honum innan handar var sunnuskott sérlegur aðstoðarmaður og stóð sig með prýði...sér í lagi við að sprauta köldu vatni á kokksson!

það var mikið hlegið og skemmt sér við bílaþvott og tók þessi stutta uppá því að blása framan í sig með loftpressunni. Mér fannst þetta óborganlega fyndið og náði þessu videoi af henni við slíka iðju.

Að sjálfsögðu endaði heilt klapplið á að koma út og hvetja hana til dáða LoL


Komin á flug!

Nú ætlar maður aldeilis að gleypa allan heiminn!!

Búin að vera meira og minna verkjalaus undanfarna daga og ræð mér ekki af kæti. Ákvað að skella mér í prjónana...sjá hvernig það gengi og viti menn...ég virðist geta prjónað án vandkvæða Grin

Sat heila kvöldstund við að reikna út nýja uppskrift af peysu á dömuna mína og eftir heila kvöldstund í útreikninga tókst mér að koma öllu heim og saman og náði að fitja upp.

Ég get ekki annað sagt en að þessi útkoma hafi farið fram úr öllum vonum og get ekki annað sagt en að ég sé ánægð með útkomuna.

Tók nokkrar myndir til að sýnast en ætla að taka góðar myndir þegar vel viðrar og skottan mín tilbúin í myndatöku.

Kaðlapeysa Helgu

.

Kaðlapeysa Helgu

.

Kaðlapeysa Helgu

.

Kaðlapeysa Helgu


Sól og sumar ylur

Óskaplega er þetta búið að vera ljúft undanfarið. Börnin í góðum gír. Framkvæmdagleðinni fer bráðum að ljúka á heimilinu, styttist óðum í að allt fari á sinn framtíðar stað í húsinu.

Fyrsta sinn í að verða tvö ár er ég nánast verkjalaus!!! Geri aðrir betur. Mér líður eins og ég geti gripið allan heiminn í einu :)

Fórum norður til Akureyrar í byrjun júní og þar fórum við að grafreit ömmu í Sunnuhlíð í fyrsta sinn síðan hún lést.

Sunnuskottið mitt vildi sjá um að vökva blómin á leiðinu og þegar við vorum búin að ræða um allt á milli himins og jarðar kvaddi skottan ömmu sína mjög innilega. Þau eru svo hreinskilin þessi grey.

Hlúð að ömmu í Sunnuhlíð
systur

Tók þessar myndir af skottunum mínum fyrir norðan.


hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband