Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
18.3.2010 | 14:02
óborganleg svör yngstu dótturinnar
Þessi yngsta á heimilinu á það til að svara þannig að við foreldrarnir vitum ekki hvort við vorum yfir höfuð að koma eða fara.
Í gær átti daman að þrífa búrið hjá naggrísnum sínum og óx það henni svo í augum að hún hafði sig ekki í það. Í raun er þetta snögg gert og einfalt ef maður á annað borð veit hvar maður á að byrja.
Inn í bílskúr fer daman vopnuð gúmmíhönskum og plastpoka.
tæpum 2 tímum seinna kíkti ég inn í bílskúr til að kanna stöðuna en þá var hún gjörsamlega óbreytt. Daman sat á gólfinu, enn í gúmmíhönskum og klappaði grísnum ásamt því að sveifla "skítaskóflunni" yfir höfði sér. EKKERT hafði gerst í hreinsunarmálunum.
Ég kalla á dömurnar í mat og ræði svo við Sunnu mína um þetta mál að hún verði að herða sig upp og gera eitthvað í málinu. Benti henni á að það væri einfaldlega best að hún tæki annan endann á blöðunum í búrinu og rúllaði því upp með öllu tilheyrandi og henti þessu í einni rúllu ofan í plastpokann.
Daman var nú ekki lengi að svara þessu og bað mig vinsamlega að koma og sýna sér hvernig ÉG gerði þetta og klára málið sjálf.
Svo í morgun var árshátíð í skólanum hjá henni og áttu foreldrar að koma og sjá einhverja sýningu sem þau voru með. Börnin áttu að mæta í fyrirfram ákveðnum "búningum" og voru það blómabolir eða sumarlegir kjólar.
Í fyrsta sinn í morgun greindi okkur mæðgum á í hvað best væri að fara. Hún dró fram bláan gallakjól með bangsa framan á en móðirin dró fram bleikan stuttermabol með blómum framan á og brúnt flauelspils við.
Hún var alskostar ekki sátt við það fataval svo hún dró fram hvítan kjól með bláum blómum og grænar buxur við.
Ekki fannst móðurinni þetta mikið til koma svo samningaleiðin var tekin á þetta. Úr varð hvíti kjóllinn með bláu blómunum og bláar kvartbuxur við.
Til að toppa það kom hún með BRÚNA teygju í hárið....en það sætti mamman sig ekki við og náði í bláa teygju. Ég er bara nokkuð viss um að krakkinn sé LITBLINDUR...hef aldrei séð annað eins litaval!!!
Eftir að hafa greitt, pússað og klætt þá var strunsað út í bíl og þar ætlaði ég að setja bílinn í gang. Eitthvað var hann tregur til að fara í gang og heyrðust bara skruðningar í startaranum þegar ég reyndi að starta. Ég reyndi nokkrum sinnum og var alveg handviss um að nú væri ég að skemma eitthvað svo ég var að því komin að labba með hana í skólann.
Þá heyrðist í aftursætinu:
Mamma, snúðu bara lyklinum lengra og haltu honum inni þar til bíllinn fer í gang.
Ég benti henni á það að ég þyrði það ekki því ég gæti skemmt eitthvað. Ákvað að prufa svona einu sinni (þar sem bíllinn er hvort eð er enn í ábyrgð) og enn héldu óhljóðin áfram í bílnum en bíllinn hrökklaðist svo í gang.
Þá heyrðist í aftursætinu:
Sko mamma, ég SAGÐI þér það
Mig langaði helst að skutla krakkanum út úr bílnum og láta hana labba
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 10:52
Gangur lífsins
Það er nú ekki oft sem ég leggst í dvala en ég hef alveg verið á jaðrinum samt undanfarna daga. Stoðkerfið er eins og dómínó og þegar eitt "hrynur" er eins og keðjuverkun fari í gang og eftir smá stund er allt farið!
Eftir áreksturinn 2007 fór öxlin eitthvað í "burtu". Ég hef verið sprautuð reglulega til að halda henni í skefjum en það er að verða ljóst að ég þarf líklega í aðgerð þar sem mér verður flett eins og banana og skrapað af axlarbeininu. Hugguleg tilhugsun...eða ekki. Bakið hefur heldur ekki verið stöðugt og sífelldir verkir í hálsinum eru að æra mig í bókstaflegri merkingu. 3 hálsliðir skemmdust við áreksturinn og er efast um að þeir lagist nokkurn tímann.
Síðustu daga hefur góður "vinur" verið hjá mér en það er hann Parkódín Forte. Hann hefur náð að lina verstu verkina og gert mér kleyft að sofa á næturnar, allavega að hluta.
Það hefur samt ekki aftrað mér að sinna ástríðu minni en það er myndastússið mitt. Ég er alveg að fíla þessa iðn og er því ekki frá skotið að ég fari og læri þetta og nái mér í réttindi svo ég geti auglýst sjálfan mig eitthvað.
Ég hef aldrei auglýst mig en það hafa verið þónokkur símtöl og mér sendur tölvupóstur til að kanna hvort ég sé tiltæk í myndatöku. Ég leigi stúdíó í Reykjavík og hef fengið marga þangað.
Viktoría mín kom svo til mín um daginn (að ósk mömmu gömlu) í listræna bumbumyndatöku og var þetta frumraun mín í slíkri myndatöku. Það var eins og maður hafi aldrei gert annað því þetta heppnaðist frá fyrstu mynd.
Auðvitað dró ég Ólöfu Helgu frænku með mér í þetta svo við gætum lært saman og hjálpa hvor annarri. Hún er með ólæknandi ljósmyndaáhuga eins og ég (enda nöfnur) en hún er meira fyrir tískuljósmyndun en ég í þessu listræna "stöffi".
Hér kemur svo árangur okkar í myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
251 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Bjarkey Olsen til liðs við Fjallabyggð
- Ljúga hreinskilnislega um hlutina
- Síðasta norðurljósadýrðin í bili
- Nafn mannsins sem lést á föstudag
- Sex hópnauðganir á þremur og hálfum mánuði
- Andlát: Jónas Ingimundarson
- Einn Íslendingur hreppti 1,5 milljón
- Við höfum ekki fengið svar
- Réðust á trans konu fyrir utan World Class
- Steindór Andersen látinn
Erlent
- Lögsækir Maine vegna ágreinings við ríkisstjórann
- Dómari hótar að kæra Trump fyrir að óhlýðnast
- Seldu ónýta bíla sem nýja
- Spotify liggur niðri
- Orðið kona vísi til líffræðilegs kyns
- Hleypa ekki neinni aðstoð inn á Gasasvæðið
- Læknar segja Gasasvæðið að breytast í fjöldagröf
- Höfnuðu tillögu um vopnahlé á Gasa
- Trump hótar Harvard-háskóla
- Sex ára fangelsi vegna umfjöllunar um Navalní
Fólk
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
- Féll fyrir eigin hendi aðeins 54 ára
- Dóttir Perry fylgdist spennt með geimskotinu
- Ung íslensk stúlka vekur heimsathygli