. - Hausmynd

.

áráttu og þráhyggjuröskun

Þetta myndi nú sennilega vera kallaður nýtískusjúkdómur hjá mörgum en ég hef nú grun um það að þetta sé nú ekki mjög nýtt á nálinni.

Dísin mín er með svona áráttu og þráhyggjuröskun og mér finnst hún vera komin á það stig að hún er að verða bæði óbærileg fyrir hana og svo okkur foreldrana. Það snýst allt um reglu hjá henni og ef reglan er brotin gæti allt farið í vitleysu. Hún er að vísu mjög næm fyrir breytingum en maður tekur því bara með jafnaðargeði og spilar úr því sem maður hefur.

Ég hef svo hugsað um þessa röskun og í hverju hún felst. Það er ekki nóg að horfa bara á barnið og segja: "Jahá, svona er þetta já". Nei, ekki alveg. Ég ákvað að líta mér aðeins nær....semsagt bara mig sjálfa. Ég gæti hæglega verið greind með slíka röskun eins og barnið, ég væri samt ekki með alveg jafn slæmt tilfelli og hún þar sem ég get haft stjórn á sjálfri mér ef eitthvað gengur ekki upp. Ef við tökum dæmi.

 þá nota ég ALLTAF sama skápinn í Sporthúsinu, skápur nr 101. Ef hann er frátekinn lít ég í kringum mig og athuga hvort "þjófurinn" sé nokkuð nálægur, ef ekki, þá nota ég þann við hliðina á. Mér finnst það alveg glatað og líður bara bölvanlega ef skápurinn minn er í notkun.

Ég nota alltaf sömu sturtuna í Sporthúsinu líka. Það hefur einu sinni klikkað að ég gat ekki notað sturtuna MÍNA en ég hafði alveg hemil á mér samt og notaði aðra sturtu.

Ég klæði mig ALLTAF eins úr og í fötin mín, alltaf sama röðin, því breyti ég ekki.

Mjólkin VERÐUR að vera á sama staðnum í ísskápnum, ef ég tek eftir því að hún er annarsstaðar þegar ég næ mér í annað en mjólk, breyti ég því umsvifalaust.

Ég nota alltaf sama kaffibollann í vinnunni. Ef minn bolli er óhreinn, þríf ég hann frekar en að taka annan. Ef ég sé hann ekki, þá leita ég hann uppi og tek hann.

Heima vil ég hafa allt í röð og reglu. Ég raða garninu mínu upp í flokka og geymi þannig. Ég vil að bláu glösin séu hægra megin í skápnum. Ég vil að CD diskarnir mínir séu flokkaskiptir í skápnum og hef alltaf haft það þannig en svo fór allt í flækju þar inni og ég hef ekki enn gefið mér tíma til að laga það en fyrir vikið reyni ég að komast hjá því að fara í skápinn.

Svona má lengi telja, ég er ofsalega erfið þegar kemur að skipulagi og röð og reglu en ég lifi með það. Mér hefur aldrei liðið illa með það svo þá hlýtur þetta að vera í lagi.....eða ég hélt það! Ég komst svo að því í morgun þegar ég fór í Gravity tíma með einkaþjálfanum mínum að þetta er kannski aðeins erfiðara en ég bjóst við. Ég er til dæmis ALLTAF með sama bekkinn þar nema að núna var ein búin að "hertaka" bekkinn og mér leið illa allan tíman í tímanum!! Ég var ekki á RÉTTA bekknum (þó svo að það sé ENGINN munur á þeim) og ekki rétta staðsetningin í salnum. Þó svo að ég hafi farið á bekkinn við hliðina á, þá skipti það engu!!

Niðurstaðan er sú að ég skil barnið mitt ótrúlega vel að fara í þunglyndi og fara að gráta ef hún nær ekki að smyrja nestið í skólann kvöldið áður. Þetta hefur hún gert alla tíð að smyrja nestið á kvöldin og það hefur komið 2x fyrir að hún fékk ekki tækifæri til þess en það kostaði það að hún grét sig í svefn!!

Það borgar sig ekki að gera lítið úr áráttu og þráhyggjuröskuninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lofa að nota ALDREI bekkinn ÞINN AFTUR ! Þó mér verði skipað í hann aftur ! 

En ég lofa engu með skáp 101 :) hahahaha 

DA (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 15:04

2 identicon

Er það ekki bara eðlilegt að vilja hafa alt í röð og reglu. Alla vega sér maður það alls staðar í kringum sig. Fólk sest á sama stað í kaffi í vinnunni, er á sama stað í leikfiminni, sest á sama stað við matarborðið heima hjá sér og svo mætti lengja telja. Er það ekki bara eðlilegt?

Elín Gísladóttir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 00:20

3 Smámynd: Helga Linnet

Jú, kannski er það bara þannig. Eins og ég segi, þá hefur mér aldrei fundist þetta neitt óeðlilegt að vilja hafa allt "klippt og skorið". En sumt er kannski aðeins meira en eðlilegt skal kallast og eitt er víst að ég er ekki dómbær á það hvað er eðlilegt og hvað ekki! Ég vil hinsvegar flokka undir óeðlilegt þegar fólk eirir sér ekki við þegar ekki er allt eins og á að vera. Til dæmis eins og myndin "As good as it get", hún segir meira en mörg orð um hvað það er erfitt að VERÐA að hafa allt í röð og reglu

Helga Linnet, 12.5.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 259683

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

240 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband