. - Hausmynd

.

leyst út með gjöfum

Fyrir nokkrum mánuðum var hringt í mig og ég beðin um að aðstoða mann við AutoCad teikningar. Þessi ágæti maður kepptist við að klára tvo áfanga í forritinu og þeir sem þekkja AutoCad, vita að það er með erfiðari forritum að læra á. Margir fídusar sem maður þarf að leggja á minnið og ef maður situr ekki og teiknar á forritið í smá tíma er ótrúlegt hvað margt gleymist á skömmum tíma.

Mér fannst alveg sjálfsagt að aðstoða manninn við teikniforritið, sérstaklega því þetta var eiginmaður kunningjakonu minnar. Ég segi það ekki að ég eyddi ansi mörgum klukkutímunum með honum en ótrúlega fáum miðað við að þetta voru tveir samliggjandi áfangar sem hann var að taka. Eins miðaði honum rosalega vel og var fljótur að átta sig.

Þegar fyrsta áfanga lauk var hann orðinn ansi góður svo ég bjóst ekki við því að þurfa að koma mjög oft aftur að aðstoða hann, kannski 2-3 í viðbót. Hann bauð mér greiðslu fyrir sem ég afþakkaði en staldraði við og skaut því að, að hann gæti bara gefið mér eina rauðvínsflösku og málið væri dautt.

Ég er nú ekki mjög langt komin í rauðvíninu svo 1100kr rauðvín smakkast fyrir mér ekki verra en dýrt rauðvín (ef ekki bara betra) svo ég átti ekki von á öðru en að hann myndi skella sér og kaupa rauðvín fyrir 990-1200kr.

Ekki leið á löngu þegar hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri heima. Jú, þau voru velkomin í kaffi ef þau vildu. Þau gerðu sér hjóladag með börnunum og komu við hjá okkur og afhentu mér 2 flottar rauðvínsflöskur (sennilega dýrari en 1500kr flaskan því þetta var 2005-2006 árgerð af víni) og innpakkaðan pakka. Þegar ég opnaði pakkann kom í ljós þessi forláta karafla frá Rosendahl. Ég átti ekki til aukatekið orð og sagði við þau að þau yrðu að hjálpa okkur að drekka rauðvínið. Bauð þeim í staðinn í heimsókn á laugardagskvöld með loforð um osta og kex.

Þessi ágætu hjón komu til okkar í fyrsta skipti tvö ein og sátum við og áttum notalega kvöldstund, drekkandi frábært rauðvín og góða osta.

Svona getur góður vinskapur myndast. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 259743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

224 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband