. - Hausmynd

.

Ab-mjólk með kanilsteiktum eplum

kanilepli

 

Lærði þennan rétt í gegnum vinkonu mína sem hefur verið með mér í hóp hjá mfm miðstöðinni.

Hann er rétt samansettur miðað við upplýsingar frá www.matarfikn.is

Uppskrift:

1 1/2-2 epli kjarnhreinsuð og skorin í bita

2-3 tsk kanilsykur (ég nota Xylitol-sykur í stað venjulegs)

1 msk smjör

2 tsk sojahakk (eins og það kemur í pokanum) 

240 gr AB mjólk

Aðferð:

bræðið smjörið á pönnu, setjð eplin skorin í bita á pönnuna, steikið smá stund og stráið svo kanilsykrinum yfir og karamellið það á pönnunni.

Setjið AB-mjólkina í skál og stráið steiktum eplum yfir mjólkina og að lokum  stráið sojahakkinu yfir til að fá smá "krispy" í máltíðina.

Njótið Wink 

 


Eldamennska og prjónaskapur fara seint saman

Einhvernvegin datt kvöldmatur uppfyrir á þessu heimili og úr varð skyrboost á liðið...þetta sem var heima altso.

Ég sest niður með prjónana, kallinn farinn að vinna aftur, Sunnuskottið mitt heima og Dísin fagra að vinna svo við mæðgur urðum bara tvær eftir einar heima.

Í sjónvarpinu var sjónvarpskokkurinn hann Jói Fel og var bara alls ekki laust við það að maður hefði slefað yfir þessum girnilegu réttum sem maðurinn var með. Skyndilega mundi ég eftir því að ég átti svínapuru inn í ísskáp og datt það snilldar ráð í hug að elda kvikindið.

Ég fer inn í eldhús, græja puruna sem ég hef aldrei eldað áður og gerði bara ráð fyrir að þetta væri bara ekkert mál. Skelli ofninum á 265°C og fer svo inn að prjóna....já og horfa á Jóa Fel. Eftir ekki langa stund uppgötva ég það að það er komin alveg svakaleg þoka....INNI...svo ég HENDIST fram úr sófanum, inn í eldhús og þurfti bókstaflega að þekkja leiðina að ofninum til að geta slökkt á honum.

Ég kalla til Sunnu um að opna allt út eins og hún mögulega getur og hún hljóp að öllum hurðum og opnaði þær upp á gátt. Ég barðist við að slökkva í purunni í ofninum....BLINDANDI en í þeirri sömu andrá fer reykskynjarinn í gang með þvílíka hávaðanum.

Hann er beintengdur í Securitas svo ég vissi að síminn myndi hringja innan fárra sekúndna....en hávaðinn var svo mikill og reykurinn svo þéttur að það var ekki ein einasta leið að heyra hvar fja#$%&/ heimasíminn var!!!!

Hljóp um eins og hauslaus hæna að finna eitthvað til að búa til "vind" til að "ýta" reyknum í áttina ÚT því ekki var mögulegt að slökkva á skynjaranum öðruvísi þar sem hann er í hátt í 5 metra hæð.

Einhversstaðar heyri ég inná milli í símanum baula ásamt skynjaranum að væla svo ég leitaði vel að símanum, fann, hljóp út til að geta svarað. Securitas var á línunni...held ég...og ég sagði að ég væri að reyna að reykræsta sjálf...héldi að að ég væri búin að slökkva í ofninum en enginn eldur.... Gaurinn á línunni var ekki alveg sannfærður og vildi senda slökkviliðið til að reykræsta en ég náði að blíðka hann til....með adrenalínið í botni og allt á fullu.... Hann sagðist myndi senda slökkvilið ef skynjarinn þagnaði ekki innan x-margra sekúndna.... Þá fyrst hófst kapphlaupið við að þagga niður í HELV"#$%&!!!!!!

Með tómar töskur, handklæði og fleira lauslegt á fullu og allar hurðar notaðar sem viftur náðum við að þagga niður í skynjaranum.

Jói Fel búinn og Amazing Race byrjað.....en engin purusteik!!!!!

Er þá ekki bara málið að halda áfram að prjóna? 


Svakalegt ljóskumóment

ð er hreint ótrúlegt hvað maður kemur upp um sig reglulega með ljóskuhættinum.

Bíllinn minn er búinn að lifa á gula bensínljósinu í rúma tvo daga og ég vissi það fyrir víst að ég myndi ekki hafa það lengra en á næstu bensínstöð.

Fingurnir voru krossaðir og lagt var af stað á bensínstöð.

Þar sem ég var á leiðinni inn í Kópavog var hentugast að koma við á bensínstöðinni við Hagkaup í Garðabæ.

Ég renni upp að næstu lausu dælu (af þeim fjölmörgu sem voru þarna) og ætlaði að vippa mér út til að dæla á kadiljálkinn en í því kemur gallaklæddur maður og býst við að munda byssuna í tankinn og ég spyr hvort þetta sé þjónusta, jú, vissulega var þetta full þjónusta svo ég spurði um dælu þar sem ég gæti nú bara leikið Villta Villa í vestrinu og þá benti hann mér á það að það væru ALLAR aðrar dælur!!

jæja, ég bakka bílnum um eina 4 metra, stekk út úr bílnum og ætlaði að grípa kortaveskið mitt en greip í tómt. W00t Ég hafði náttúrulega GLEYMT kortaveskinu heima.

Ekki þýddi að bruna heim eina 15 kílómetra eftir kortaveskinu svo ég ákvað að leita eftir KLINKI í bílnum. Jú, ég fann klink upp á 1500kr (sem segir ekki mikið á bíl í dag) svo ég ætlaði að grípa byssuna en ég hafði bara möguleika á að borga með korti!

Ég lít í kringum mig og fannst þetta orðið frekar neyðarlegt, með klink í vasanum til að borga bensínið og gat ekki dælt klinki í sjálfsalann....sennilega ansi fáir sem borga bensín með klinki...og hvað þá kaupa 6 lítra á bíl sem eyðir 12-14 á hundraði!

Ég játaði mig sigraða og labbaði inn á stöðina og spurði hvort ekki væri hægt að borga við kassa eða hvort ég yrði að kaupa fulla þjónustu.

Mér var einfaldlega bent á það að ég yrði að ýta á START-hnappinn úti!!! OMG hvað þetta var neyðarlegt.....

jæja....ég byrjaði að dæla bensíni og reyndi að gæta þess að fara ekki uppfyrir 1500kr svo ekki þyrfti að kalla til lögreglu því ekki var ég með krónu á mér.

1385......1396......1430......1447.....1466....1501 W00t

nú voru góð ráð dýr....inn í bílinn aftur leitaði ég lifandi ljósi að EINNI KRÓNU..og fann hana að lokum.

Gekk inn á stöðina og afhenti 1501 krónu í klinki, þakkaði fyrir mig og flýtti mér út áður en afgreiðsludaman hringdi á klepp til að tilkynna væntanlegan strokufanga! Blush 

3232921004_a9577916c7

Enn og aftur verður pabbinn orðlaus

Vinafólk okkar er mjög duglegt að bjóða okkur í heimsókn. Þau hafa gjörsamlega "ættleitt" þessa stuttu með hinum ýmsum gjöfum svo ekki sé talið allt sælgætið sem hann laumar að henni svo lítið beri á.

Stefáni mínum finnst þetta orðið ágætt...reyndar fyrir löngu og sama hvað hann tuðar í "kokkinum" vini okkar þá laumar hann bara til hennar svo lítið beri á meira gotterí.

Sunnu finnst hann náttúrulega ÆÐI svo ekki sé meira sagt því um daginn kom hann með fartölvu handa henni og gaf henni.....eða réttara sagt seldi henni og verðmiðinn var 30 kossar.

Við matarborðið í gær var umræða eins og svo oft áður og sagði Stefán við Sunnu að næst þegar við færum til "kokksins" og hann gæfi henni svona mikið nammi með heim þá myndi hann láta hana LABBA heim.

Þessi stutta svaraði hratt og örugglega;

þá borða ég bara meira hjá honum og þá þarf ég ekki að labba Tounge

sunnuskott

 


pabbinn keyrður í kaf

Litla "villidýrið" okkar á það til að svara á skemmtilegan hátt þegar verið er að atast í henni.Í morgun var það engin breyting.

Stefán hefur heilaþvegið Sunnu á því að það sé alltaf svo hlýtt og gott veður á Akureyri. Hann er að reyna að fá barnið í lið með sér svo hann geti flutt norður.

Hann fær lítinn hljómgrunn frá eiginkonunni og mið-dótturinni en öðru hvoru segist Sunna vilja flytja norður en í dag segir hún að það sé ekki að RÆÐA það að fara.

Auðvitað reynir hann að blikka hana með allskonar gylliboðum og þar með talið að hún geti fengið skíði og farið að skíða fyrir norðan ef hún vill flytja með honum.

Sunna horfði á pabba sinn í örfáar sekúndur og sagði svo hneyksluð;

"Bíddu nú við....þú ert ALLTAF að segja að það sé svo hlýtt og gott verður fyrir norðan að snjórinn hlýtur þá að bráðna um leið og hann lendir svo það GETUR EKKI VERIÐ SNJÓR Á AKUREYRI!"

Stefán minn átti ekki hálft svar við þessu W00t 

Sunnuskott 


....Hún deyr ekki ráðalaus!

Yngsta dýrið mitt deyr seint ráðalaus.

Henni var skipað að þrífa búr dýranna inn í bílskúr en þar eru 2 naggrísir og ein kanína. Jú, hún samþykkti það og vippaði sér í hanska, greip viðunandi útbúnað sem hentar til þrifa á dýrabúrum og svo vissi ég ekki meira.

Skömmu síðar kemur hún fram og bardúsar eitthvað og ég spáði bara ekkert í því svo ég lét það eiga sig að athuga málið.

Svo kemur hún fram og segist vera búin að því sem hún átti að gera og var ég bara nokkuð sátt við það og hrósaði henni í hástert.

Daginn eftir þá er komið að því að ryksuga húsið og þegar Ólöf frænka kveikti á ryksugunni þá gaus upp þessi gríðalega skítafíla!!!!!!!!!!

Ef þetta heitir ekki að "redda sér" þá er sennilega ekkert sem fær það heiti W00t

sunnuskott 

 


Kryddbrauð á 10 mínútum

Ég fékk að smakka kryddbrauð um daginn sem var ótrúlega gómsætt. Það vakti hinsvegar undrun mína þegar húsmóðirin sagði þetta taka einungis 10 mínútur í bakstri og það í örbylgjuofni.Auðvitað fékk ég uppskriftina hjá henni og sannreyndi hana sjálf og lukkaðist hún mjög vel.

Ég ætla að deila þessari frábæru uppskrift.

Kryddbrauð

3 dl hveiti

3 dl haframjöl

2 dl púðursykur

1 tsk matarsódi

1/2 tsk negull

1 tsk kanill

1/2 tsk engifer

1 msk kakó

3 dl mjólk

Öllu hrært saman og sett í eldfast mót/örbylgjupott með loki og bakað í 650w örbylgjuofni í 10 mínútur.látið standa í 3-5 mínútur í pottinum eftir að brauðið er bakað.

Neytið og njótið  :)


Afsakið hlé!

Eitthvað hefur bloggletin gert var við sig undan farnar vikur...tja eða mánuði.Eins og kannski síðasta færsla lét í ljós þá VAR Viktorían mín ófrísk og eins og gefur að skilja þá hefur krílið litið dagsinsljós. Stúlkan lét sjá sig eftir tveggja vikna "framyfirgöngu" þann 8.7.2010 og var orðin ansi þreytt og næringarlítil sökum vannæringar og var hún einungis 10 merkur (2570gr) og 48cm.þann 22.8.2010 fékk hún svo nafnið Ásdís María og kom það öllum skemmtilega á óvart nafnavalið en þau skötuhjú hafa eflaust einhverja merkingu að baki nafnsins.

fyrsta klukkustundin í nýju lífi 

fyrsta klukkustundin í nýju lífi 

Viku gömul prinsessa 

Viku gömul prinsessa hjá ömmu og afa

Ásdís María 

3 vikna prinsessa að fara í fyrsta baðið sitt heima hjá ömmu & afa

Auðvitað eru allir á þessu heimili sem og á fleiri heimilum alveg að rifna úr stolti af litlu prinsessunni sem er ótrúlega vær og góð. Ekki til eitthvað gubbu-vesen, sefur allar nætur, lætur aldrei í sér heyra og hefur ótrúlega þolinmæði þegar kemur að matartímanum.

Ef öll börn væru svona vær og góð þá yrði sprenging í fjölgun barna í öllum heiminum.

Svo eignaðist vinkona mín barnabarn degi á undan sem fékk nafnið Birna Lára og var hún um 15 merkur við fæðingu. Auðvitað gat maður ekki stillt sig og smellti nokkrum myndum af þeim saman.

Á þessum myndum eru þær 4 vikna og báðar farnar að brosa út að eyrum.

Ásdís María og Birna Lára 

Frekar alvarlegar en pínu stærðarmunur....ekki mikill...bara aðeins :)

Ásdís María og Birna Lára 

Skælbrosand stöllur

Við Viktoría heimsóttum svo lítinn frænda sem fæddist 13.8.2010 og var 2 vikna og Ásdís María þá 7 vikna.

H. Hill Hansson og Ásdís María 

Frændsystkina veif. Ungi herramaðurinn er 2 vikna og Ásdís María 7 vikna. Hann fæddist 17 merkur.

Ásdís María og Hansson 

Það er nú ekki annað hægt en að brosa út í bæði yfir svona krúttlegum börnum. 

Hans Ingi og Laufey Svala eignuðust þennan prins en hann er 3 strákurinn á því heimili. 

Þann 22.8 var svo litla daman skírð. Aldrei heyrðist í dömunni sama hversu mikið var hnoðast með hana. Hún vakti nánast alla skrínina sína og þegar gestir fóru að tínast út þá pakkaði ég henni í mjúkt teppi og með það sama sofnaði hún vært.

Ásdís María 

Brosmild ung dama

Ásdís María 

í skírnarkjólnum sem ég prjónaði 2002 þegar Sunna fæddist.

Birgir Steinn, Viktoría Rós og Ásdís María 

Hamingjusöm lítil fjölskylda

Viktoría Rós og Ásdís María 

Fallegar mæðgur

Ásdís María 

6 vikna prinsessa í Baby Born kerru Sunnu.

Bjútí 

Bjútíbollan hennar ömmu sinnar

já, við erum öll voðalega stolt af litlu fjölskyldunni sem hefur hreiðrað um sig í lítilli stúdíó íbúð með litla krílið sitt. Birgir er í góðri vinnu, Viktoría nýtur lífsins í fæðingarorlofinu með Ásdísi Maríu og er dugleg að fara út að labba og heimsækja mömmu "gömlu".

Það er gaman að vera amma Joyful 

 


Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

34 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband