15.5.2009 | 10:23
Gler sófaborð til sölu
Ég er með þetta fína gler-sófaborð til sölu.
Sér ekkert á því og er rosalega flott. Glerplatan er 8mm massíft hert gler og er alveg svakalega þungt og solid.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2009 | 19:06
Gangurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 22:38
Margt komið...en vantar slatta...
Nú fer að síga á seinni hlutann í þessu flísa-ævintýri.
Flísararnir farnir eftir að hafa þurft að taka upp slatta af flísum. Einhverjar voru gallaðar og aðrar hafa kvarnast og ekki þýðir að vera með flott granít-gólf og ekki hafa það 100% !!!!
Veggurinn fyrir sjónvarpið er kominn upp og verið að leggja rafmagn í hann. Þessi veggur skilur að borðstofu og sjónvarphorn og svo stofan við hliðina sem samtengir svæðið. Glerskápurinn er í smíðum og panta ég glerið í hann á morgun. Vonandi verður þetta komið fyrir vikulok...það bara VERÐUR að vera komið fyrir vikulok!
Hér eru nokkrar myndir teknar í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 22:34
Vinnuglaðir flísarar.
Við höfum verið heppin með flísarana okkar sem eru ótrúlega nákvæmir í sínum verkum. Stoppa ekki...eru eins og jarðýtur þegar þeir byrja.
Komu klukkan 7:30 í morgun. Ég átti ekki von á þeim og var á brókinni að koma úr sturtu þegar þeir æddu inn. Man það bara næst að vera ekki að strippa
Þeir eru búnir að vera í 2 1/2 dag að flísa og eru ótrúlega langt komnir. Hlakka rosalega til þegar þetta klárast og verður aftur að HEIMILI.....úff....
Hér eru svo nokkrar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2009 | 08:51
Vissir þú að:
Fékk "lista" lánaðan hjá Jónu bloggvinkonu
Vissir þú að:
- Það tekur matinn 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.
- Hár af höfði manns getur haldið þrem kílóum
- Lengdin á lim mannsins er jöfn lengd þumalsins, margfaldaðri með þremur.
- Lærbeinið er hart sem steinsteypa.
- Hjörtu kvenna slá hraðar en hjörtu karla.
- Á hverjum fæti höfum við þúsundir baktería.
- Konur blikka augunum tvöfalt oftar en karlmenn.
- Við notum 300 vöðva, bara til að halda jafnvægi meðan við stöndum.
- Konur eru nú búnar að lesa allan listann
- Karlar eru enn að skoða á sér þumalinn!.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2009 | 22:52
Á breytingaskeiðinu
Á þessu heimili er allt á fullu. Búið er að mála allt húsið í hólf og gólf, húsgögnum komið fyrir í geymslum og sum hver seld og iðnaðarmennirnir koma næstu helgi til að setja gólfefnið á húsið.
Það þarf að endurskipuleggja sjónvarpskrókinn svo ég settist niður til að fara á hugarflug og hanna sjónvarpseyju og endurskipuleggja húsið.
Þetta er niðurstaðan. Þeir sem þekkja til vita hvernig þetta var en hinir verða bara að láta þetta duga
Svo er bara spurning hvort maður fái einhver viðbrögð við þessu frá lesendum!
Svo er nærmynd af sjónvarpseyjunni:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bráð myndarlega "mamma" mín kom um síðustu helgi í bæinn til að fara á ball. Við ÓH hjálpuðum henni að taka sig til, ÓH þó aðallega í að sparsla upp í hrukkurnar. Ákvað að smella mynd af þeirri "gömlu" til að minna hana á hvað það getur nú verið flott að punta sig svona mikið upp einstaka sinnum.
Þess má geta að hún keypti þennan kjól á sig þegar hún fór til Póllands fyrir nokkru. Rosalega flottur kjóll og smekklegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2009 | 15:41
Matur er mannsins meginn!
Ég var fengin til þess að mynda í fermingarveislu um síðustu helgi. Veislan var haldin heima hjá fermingarbarninu og fór ég þangað að mynda. Það er alltaf jafn skrítið að fara í heimahús að mynda, einhvernvegin þægilegra að fara í veislusali. En burt séð frá því þá heppnaðist þetta ljómandi vel. Ég missti mig alveg yfir matnum sem var einn sá glæsilegasti sem ég hef séð. Smellti af nokkrum myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 260534
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
143 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín