19.4.2007 | 22:27
Löng helgi
Ég komst skyndilega að þeirri niðurstöðu að ég gæti sko alveg vanist því að vinna "bara 3 daga vikunnar og fríi í 4!! Leikskólinn er lokaður á morgun svo við mæðgur ætlum að vera í "fríi" á morgun saman. Hún hefur verið óskaplega erfið að fara á leikskólann á morgnana og viljað bara vera utan um hálsinn á mér. Ég veit ekki hvað hljóp í barnið, henni hefur alltaf þótt óskaplega gaman á leikskólanum fram til þessa. Vonandi er þetta eitthvað sem rjátlast af henni fljótlega, ég þoli allavega ekki mikið lengur við sjálf!
Ég mætti að sjálfsögðu í ræktina á miðvikudag og þegar ég hitti þjálfann var hann með "pakka" til mín. Ég fékk semsagt verðlaun fyrir góða mætingu og öflugt hugarfar . Ég gæti alveg vanist því að fá verðlaun sko
Hjólreiðadagur fjölskyldunnar fór fram í dag. Í stað þess að fara í einhverjar þröngar og leiðinlegar skrúðgöngur, skelltum við okkur á reiðfákana og fórum í nettan hjólreiðatúr. Reyndar var þetta 100% gluggaveður....en það er jú SUMARDAGURINN FYRSTI!! Við klæddum okkur bara samkvæmt veðri og hjóluðum smá spotta með famiíuna og að sjálfsögðu voru allir "löggildir" með hjálma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 11:46
Fokk after mí!
Ég fór á leiksýninguna með Ladda, 6-tugur. Frábær sýning, þar komu fram allar persónurnar hans Ladda ásamt Ladda sjálfum. Ég dáðist að því hvað hann var fljótur að skipta um gervi. Við hjónaleysin fórum með Viktoríu á sýninguna, sátum á fremsta bekk nánast í miðju og vorum með allar persónurnar beint í æð
Ég hef nú oft verið talin algjör ljóska en ég viðurkenni það bara, ég ER ljóska og ekkert við því að gera nema að ljóskuhátturinn náði held ég hámarki þegar ein persónan kom fram á sviðið. Karakterinn var semsagt Guide, hann var með "hóp" útlendinga sem hann var að draga á fornfrægar söguslóðir. Þessi "hópur" útlendinga átti að fara þessa leið á hestum. Guide-inn blandaði mjög skemmtilega saman íslensku og ensku og það var mjög fróðlegt að hlusta á þetta bull. Guide-inn skellti sér á bak og snéri sér að hinum útlendingunum og sagði svo hátt og skýrt: "fokk after mí" og tölti áfram á sviðinu með 4 útlendinga á eftir sér. Skyndilega snar-stoppaði Guide-inn með þeim afleiðingum að hinir 4 klesstu aftan á hann, við það öskraði Guide-inn: "dónt fokk só klós"!
Ég lít á Viktoríu og Stefán og sá að þau voru um það bil að detta úr stólnum af hlátri, ég náði allavega ekki sambandi við þau á þessu stigi máls en ég bara gat ekki skilið það afhverju þau hlógu svona mikið AKKÚRAT þarna!! Ég ákvað að halda höfði og spáði ekki meira í Því. Næst fer Guide-inn að tala um sögufrægar slóðir eins og "barbeque Njál". Þá andaðist ég úr hlátri. Fannst þetta skemmtileg þýðing á Brennu-Njálu.
Í hléinu ákvað ég að herða mig upp í það að spyrja Stefán út í það afhverju þetta "fokk after mí" var svona fyndið. Þegar ég bar upp spurninguna, missti bæði Viktoría og Stefán sig gjörsamlega úr hlátri . Ég fékk svo útskýringuna þegar þau voru búin að jafna sig á ljóskunni. Auðvitað var þetta "ríðið á eftir mér"....þau voru jú á hestum!!
Ljóska ársins 2007 segir að Laddi 6-tugur sé alveg peninganna virði að sjá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 09:09
montin

![]() |
Einar: Körfuboltinn hefur færst upp á annað stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 13:32
allt er gott í hófi....og samkvæmi
Ég fór í opnunarpartý hjá Bræðrunum Ormsson á föstudagskvöldið. Vinnuveitandi er aðal innanhúsarkitektinn hjá þeim og ég og Anna teiknuðum svo innréttingarnar. Þetta var allt saman ljómandi fínt og flott og mjög vel heppnað. Þeir veittu líka vel í þessari veislu og sökum heilsuleysis á laugardeginum var ég ekkert að blogga neitt sérlega...
Það stöðvaði mig ekkert í því að fara og keppa í blaki á Selfossi á laugardagsmorgun. Ég hefði alveg vilja hafa þessa keppni aðeins síðar um morgunin en við þurftum að leggja af stað frá Álftanesinu rétt uppúr átta. Ég harkaði þetta af mér, enda kom ég mér SJÁLF í þetta skjálfskaparvíti.
Við spiluðum í þriðju deild og enduðum í sjöunda sæti....af tíu...svo það sé á tæru . Það verður spennandi að fara á öldung, við erum enn að slípa okkur saman í okkar liði enda eru 2 splunku nýjar í liðinu sem aldrei hafa komið við blakbolta áður svo þetta verður ekkert annað en fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 14:51
Ég hef komist að einu....
það er að ég hef ENGAN tíma . Það er svo mikið um að vera hjá mér þessa dagana að ég hef bara engan tíma!
Í kvöld er æfingaleikur við Stjörnuna í blakinu. Ég mæti þangað að sjálfsögðu, svo á laugardaginn er Kjörísmót á Selfossi sem ég er skráð á líka. Um kvöldið fer ég, Stefán og Viktoría á leiksýninguna með Ladda. Sunnudagsmorgun fer ég á smá fund milli 10-12 og svo æfingaleikur í blaki um kvöldið.
Það er svooo erfitt að vera ég
Annars fengum við góðar heimsóknir um páskana. Málfríður og Siggi komu með börnin sín tvö í kaffi á laugardeginum. Það var voða gaman að spjalla aðeins við þau. Þau ætluðu svo keyrandi vestur aftur annan í páskum.
Á mánudeginum komu Eyrún og Jobbi með krílin sín tvö. Þau komu með síðbúna afmælisgjöf handa Sunnu, æðisleg náttföt sem hún fór í strax um kvöldið og neitar að leyfa mér að þvo þau . Sunna var búin að hlakka svo til að fá tvíburana í heimsókn en svo þegar á hólminn var komið fannst henni þau full miklir óvitar ennþá! En hún þver-neitaði að viðurkenna það.
Fannst þau bara sæt....sem þau eru að sjálfsögðu
Við fjölskyldan fórum svo í hjólatúr á páskadag, svona til að viðra liðið aðeins. Sunna hjólaði eins og herforingi og alveg ákveðin í það að nú væri hún nú sko orðin FIMM ÁRA og hún þyrfti ekki nein hjálpardekk á hjólinu. (Maður getur nú verið stór þó svo maður sé ekki nema 103cm á hæð) Hún á frekar lítið hjól en hún er það smá að hún veldur því ekki hjálpardekkjalaus. Sjáum hvað hún verður dugleg í sumar. Við foreldrarnir fundum nú alveg fyrir því að hafa ekki hjólað mjög lengi....allavega treysti ég mér ekki á hjólið daginn eftir....og heldur ekki daginn þar á eftir
. Gjörsamlega komin úr allri æfingu....en ég stefni á að breyta því hratt og örugglega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 11:37
samviskan
Gosh hvað hún getur verið stór partu af lífi manns!
Ég keypti mér páskaegg....eins og ég gaf börnunum, ein ríkisstærð á alla, svo fékk ég óvænt egg frá vinnunni, eitthvað sem ég átti alls ekki von á svo ég eignaðist TVÖ egg þessa páskana. Ég held að það hafi ekki komið fyrir síðan ég var 7 ára eða eitthvað álíka.
Einkaþjálfinn minn sagði við mig í síðasta tímanum fyrir páska að ég ætti að fara heim og NJÓTA páskanna. Ekki stíga á vigtina heldur bara að njóta þess að vera til, við tækjum afleiðingunum eftir páska. Mér hlýnaði mikið um hjartarætur við þessi orð og ætlaði svo sannarlega að njóta þess að vera til með fjölskyldunni minni. Á páskadag vaknaði ég hinsvegar upp við skríkina í krökkunum við að finna eggin sín og þá rifjaðist upp draumurinn um nóttina. Þetta var hálfgerð martröð um að páskarnir gætu farið illa ef ég passaði mig ekki á súkkulaði átinu. Með þennan draum á bakinu fór ég fram að aðstoða börnin við að opna eggin sín. Ég horfði á Stefán opna sitt egg og byrja að smjatta á því. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði fyrst að fá mér hálfan prótein sjeik áður en ég færi í óhollustuna. Ég mixaði mér drykk, settist niður með fjölskyldunni við matarborðið og þegar ég horfði á þau smjatta á sínum eggjum, langði mig ekkert sérstaklega í páskaegg. Ég opnaði hinsvegar minna eggið og las málsháttinn, nartaði eitthvað aðeins í það og pakkaði því svo niður í poka og þar hefur það verið óhreyft síðan.
Mér fannst alveg nóg "svindl" að borða góðan mat bæði á laugardagskvöldið og sunnudagskvöldið að mig langaði bara alls ekki að fá mér meiri óhollustu.
Til að bæta aðeins þessa samvisku, ákvað ég í morgun þegar ég vaknaði að ég færi beina leið á hlaupabrettið í skúrnum og myndi ekki hætta á því fyrr en treyjan yrði það blaut af svita að það væri farið að leka af henni líka. Ég stóð við það, fór á brettið og skokkaði nokkra kílómetra, skellti mér svo í yndislega sturtu og fór og hrærði mér morgunmat.
Mér er búið að ganga allt of vel til þess að eyðileggja prógrammið sem ég hef verið í undan farna 2 mánuði.
Ætli það endi ekki þannig að ég geymi eggin, brýt þau svo niður í mola og býð gestum og gangandi upp á kaffi og súkkulaði með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2007 | 18:54
tónleikar - afmælisgjöf



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 12:40
ég hef komist að einu....

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 260766
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
78 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín