6.4.2007 | 13:16
hvolpar
Við skruppum í gær í heimsókn í Mosfellsbæinn. Þar enduðum við eins og svo oft áður í kaffi, mat og kvöldkaffi! Það voru bara 5 hvolpar eftir af 10 og Viktoría fékk það verkefni að bursta einn hvolpinn og gera hann sætann áður en nýr eigandi tæki við. Hún bað um símann minn að láni til að taka myndir og fyllti símann af myndum....ég er enn að bíða eftir kortinu mínu í símann svo maður geti farið að nota hann almennilega.
Í kvöld ætla þau svo að koma yfir til okkar í mat.
Hér er myndasería með hvolpinum sem fór í gær til nýs eiganda, 8 vikna gamall og alger rúsína....eins og allir hinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 11:07
bruðl!
Ég fór og bruðlaði aðeins alltaf gaman að eyða aðeins peningum. Í þetta skiptið keypti ég mér Kitchen Aid blandara og það rauðan. Ég var orðin svo þreytt á þessum gamla sem kom bara brunalykt af ef hann var í gangi í smá tíma og svo var hann ekki nógu duglegur að mixa.
Ég er búin að prufa þennan nýja en það á eftir að koma betri reynsla á hann. Ég ætla rétt að vona að hann hafi verið peninganna virði þessi nýi nóg kostar þetta!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 00:37
páskar!
Það voru heimsspekilegar umræður við matarborðið í kvöld. Sunna var að velta ástinni fyrir sér sem henni fannst taka á sig ýmsar myndir. Svo bað Stefán mig um að skenkja sér í vatnsglasið og lauk setningunni á "elskan". Þá lítur þessi litla upp og spyr: "pabbi, elskar ÞÚ mömmu??". Hann lítur á hana og segir við hana að hann elski mig svo sannarlega. Hún hugsar smá stund og segir þá: "ég líka!". Ég var ekki viss hvert þessar samræður myndu enda, en hún hætti að velta þessu fyrir sér svo.
Seinna um kvöldið var Stefán kallaður út á bakvakt og ég var á leið á blak æfingu og enginn til að passa svo ég býð henni með mér á æfingu gegn því að vera rosalega góð. Hún jánkar öllu og með það förum við svo út. Hún stóð alveg við sitt........þar til undir lokin en þá hvarf hún. Ég var farin að ókyrrast þar sem ég hafði ekki séð hana í einhverjar 2-3 mínútur og fór þá að leita að henni. Þetta var í lok tímans sem þetta var svo ég var svosem ekkert að stinga af frá blakinu. Þegar ég kem fram, sé ég hana koma inn frá sundlauginni. Ég fékk nett sjokk yfir þessu og sérstaklega þar sem ég sá að hún var talsvert blaut. Ég varð ofsalega fegin að sjá hana koma en kraup á hné og tók í hendurnar á henni og benti henni á að nú væri ég sko ofsalega vonsvikin að hún skuli hafa farið út á sundlaugarbakkann. Hún laut höfði og faðmaði mig og sagðist elska mig rosalega mikið. Hvað er hægt að segja þegar þau bræða mann svona?
Þær systur (yngri) háttuðu sig og tannburstuðu og komu svo og báðu um að fá að gista saman (byrjar snemma!) Ég sagði að þær mættu sofna saman með EINU skilyrði....að það myndi ekki heyrast MÚKK frá þeim. Þær urðu ofsa kátar og hlupu inn í rúmið hennar Söndru Dísar og það heyrðist ekki boffs frá þeim meir. Ég kíkti svo á þær klukkustund síðar og þar sváfu þær eins og litlir englar .
Við mæðgur, Sunna og ég fórum að versla páskaegg á línuna. Auðvitað fengu þær "hæfilega" stórt egg...annað var nú ekki hægt. Ég er ákveðin í að leyfa mér "örlítið" eggjaát um helgina....þó svo að ég sé í aðhaldi er ekki þar með sagt að lífið sé búið!
Mikið afskaplega ætla ég að njóta þess að vera í FRÍI næstu daga, og ofsalega er ég fegin að vera bara heima hjá mér til tilbreytingar. Nú tekur bara slökun við næstu 4-5 dagana. Ekki veitir af að hlaða batteríin smá ætla samt að baka eitthvað smá ef við skyldum fá einhverjar skemmtilegar heimsóknir um páskana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 16:11
hetja gærdagsins
er ég . Mér finnst það allavega. Það var mikið rugl á mataræði fjölskyldunnar í gær. Fékk til mín gesti í hádegis mat og svo hringdi Jóhann bróðir og boðaði sig og sína ásamt barni í kaffi. Ég veiddi fram konfekt og kökur til að hafa á boðstólnum. Freistaðist í 2 mola og svo 1 kökusneið. Fékk gríðarlegt samviskubit yfir þessu öllu og var ákveðin í að hafa sheik í kvöldmat. Svo var eitthvað svo mikið að gera að ég gleymdi kvöldmatnum og kl 20:30 áttaði ég mig á því að ég hafði ekki fengið mér neinn kvöldmat og mér fannst það allt of seint að fara að hræra einhvern drykk svo ég fór inn í eldhús eins og hungraður úlfur. Skar niður melónu og át hana, var ekki sátt og ákvað að fara aftur fram að leita að æti. Hætti við í miðju kafi og sagði við sjálfan mig að ég væri nú sterkari en það að freistast í eitthvað feitt. Hlammaði mér aftur í sófann og þá birtist aulýsing frá American Style og ég sagði við Stefán að mig langar í FEITAN OG SVEITTAN BORGARA NÚNA
. Hann hló að mér og ég gerði ekkert í því. Svo sjatnaði þessi löngun í eitthvað feitt og freistandi og ég stóðst mátið
Mætti samviskusöm í ræktina í morgun og tók vel á því þrátt fyrir að vera gríðarlega þreytt eftir að hafa farið frekar seint að sofa í gær....sat nefnilega yfir X-factor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 15:48
helgin
hefur einkennst af sukki dauðans! Ég er búin að svindla hægri-vinstri. Fengið mér pizzu, pasta, brauð og svo framvegis. Nú þarf maður bara að standa upp aftur og taka á því.
Við Stefán fórum með Sunnu í Veröldina Okkar og vorum með henni á meðan hún var með 9 brjálaða vini með sér að hlaupa út um allt. Við vorum að passa fyrir Helenu vinkonu, litla kútinn hennar og svo Þórunni. Við vorum með litla með okkur þarna og það var bara ljómandi fínt. Við vorum með hann í "bolta-herberginu" þar sem hann fékk að klifra einn í grindinni og renna sér niður. Hann er ekki nema 15 mánaða og er alveg ótrúlega duglegur. Stelpurnar skemmtu sér ekki minna, hlaupandi út um allt. Svo fengu allir Pizzu, svala og ís og héldu svo áfram að leika. Um kl 19 kom hvert foreldrið á fætur öðru að sækja. Ótrúlega þægilegt, mæli hiklaust með þessu.
Bauð svo Helenu, Hédda og börnum í hádegismat á sunnudeginum áður en þau færu heim. Fínasta helgi.....svona fyrir utan sukkið hjá mér...en ég LIFI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2007 | 13:50
óhljóð
Það versta sem ég hef upplifað með börnin mín er þegar þau fá höfuðáverka. Vissulega var það erfitt þegar Dísin var veik og vart hugað líf en þegar maður er með strá-heilbrigt barn, er ofsalega erfitt að upplifa það að barnið gæti verið örkumla alla ævi einungis vegna þess að það slasaði sig í umsjá foreldra . Ég lenti í því þegar Sunna var 7 mánaða að hún sat í Hókus pókus stól og ég var að enda við að gefa henni að borða. Sný mér við til að setja skálina í vaskinn og um leið og ég sný mér við dettur barnið úr stólnum og beint á höfuðið og rotaðist. Hún andaði ekki strax, ranghvofldust augun og ekkert heyrðist í barninu. Skömmu síðar fór hún að kasta upp og með það sama var brunað með barnið á sjúkrahúsið á Selfossi (vorum í sumarbústað þar rétt hjá) Eftir smá skoðun vorum við send heim með skipanir um að hún mætti ekki fara að sofa strax og allt það. Ég var að sjálfsögðu ekkert róleg yfir þessu öllu. Ég ræði svo við lækni sem hefur sinnt Söndru Dís í gegnum árin og hann trompaðist yfir því að við skulum hafa verið send heim, ÖLL börn sem fá svona alvarlega höfuðáverka eru látin liggja inni í sólarhring í gæslu.
Þessi minning poppar reglulega upp í höfðuðið á mér eins og gamall draugur sem vill ekki hverfa. Þetta er líklegasta ein erfiðasta minning sem ég hef. Í hvert skipti sem ég heyri svona dynki og ekkert hljóð, panikast ég um leið.
Í gær ætlaði svo litla skottið að fara í bað. Ég læt renna í baðið og sat svo frammi að glápa á imbann og svoleiðis. Sunna skottaðist fram og til baka að forfæra eitthvað í baðið sitt sem var svosem í lagi nema að við heyrum þungan dynk og ekkert hljóð, Stefán kallar á hana en fær ekkert svar svo hann stekkur upp úr sófanum og hendist inn á bað þaðan sem hljóðið kom, ég hendi tölvunni frá mér og hendist líka og um leið poppar upp gamli draugurinn. Þegar við komum á baðið byrjar barnið að kjökra, við lítum á hana og hún nuddar höfuðið. Hún hafði endasteypst á ennið, hvernig veit ég ekki og hún gefur ekkert upp. Þetta var vissulega sárt og allt það en sem betur fer fór þetta betur en á horfðist...eða heyrðist öllu heldur.
Maður fer víst aldrei of varlega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 13:25
ömmu og afa dagur
Já, það er ömmu og afa dagur í leikskólanum hjá Sunnu. Amma & afi eru á Akureyri svo ég hringdi í pabba en hann var fastur í vinnu upp á Hellisheiði og amma Rósa fyrir vestan svo það var enginn til að fara til dömunnar. Ég var með hnút í maganum yfir þessu öllu saman svo eftir þennan heimsóknartíma ákvað ég að hringja á leikskólann og athuga statusinn á dömunni. Jú, hún var ekkert að spá í þetta og kippti sér ekkert upp við það að enginn kom í heimsókn til hennar . Mér finnst þetta samt svo sárt að hún fái ekki neina heimsókn, það var danssýning í leikskólanum og ég komst ekki til hennar á þessum tíma og hún var rosalega sorgmædd yfir því að ég kom ekki. Ég ræddi þetta við hana þegar við komum heim og ég sagði henni að ég hefði verið ofsalega sár yfir því að hafa ekki komist, hún faðmaði mig að sér og sagðist alveg geta fyrirgefið mér
. Hún er svo ljúf......þegar hún tekur sig til
Það er svo komið á hreint að ég fer með fimleikastelpunum út í lok júlí til Svíþjóðar. Þær eru að fara í æfingabúðir og verða í 10 daga. Það var aðeins eitt foreldri búið að bjóða sig fram og ég var spurð hvort ég gæti ekki farið með, ég lét til leiðast og fer með stelpunum. Ég þarf líklega að taka litla skottið með mér út þar sem leikskólinn er lokaður á þessum tíma en það verður bara að hafa það svo þá er bara að redda Dísinni minni, ekki get ég haft hana eina heima allan daginn. Stefán verður reyndar heima en líklega verður hann að vinna í rútubílaakstri og það gæti verið í einhverja daga í senn svo það þarf að finna einhvern flöt á því. Kemur allt í ljós þegar nær dregur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 15:17
Þetta var SAMT vont!
Ég var búin að lofa litlunni minni fyrir næstum ári síðan að ef hún væri ákveðin í því að fá göt í eyrun þegar hún ætti fimm ára afmæli, skyldi ég fara með hana á afmælisdeginum hennar og setja göt í eyrun. Hún hefur tönglast á þessu alla tíð síðan og svo í gær þá var hún enn harð ákveðin í að fá göt svo við skunduðum á Hárgreiðslustofuna á Klapparstíg (eftir ábendingu vinkonu minnar) og báðum um göt. Okkur var afhent spjald með hátt í 60 eyrnalokkum sem barnið mátti velja úr og tók það hana ca 10 sek að ákveða sig. Ég reyndi að testa þessa ákvörðun hennar með því að benda á eitthvað annað og reyna að snúa út úr en daman lét ekki gabbast og benti alltaf á sömu lokkana.
Okkur var boðið sæti fyrir innan þar sem þessi götun fer fram og ég látin kvitta á eitthvert blað um að þetta væri af fúsum og frjálsum vilja og jarí jarí jarí. Svo var merkt fyrir götunum, þau tóku sér stöðu sitt hvoru megin við hana og svo var byssunni mundað og talið niður og á einum skutu þau bæði í einu í sitt hvort eyrað. Krakkinn fraus á staðnum, leit á mig ringluð og heimtaði að fá að fara í fangið á mér. Ég sá að henni leið ekki vel og spurði hvort þetta hefði ekki verið í lagi, hún svaraði með kökkinn í hálsinum: "mamma, þetta var SAMT vont". Það var spurning hvor átti erfiðara, ég eða barnið. Það féllu örfá tár, svo leit hún í spegilinn og varð alsæl að sjá erynalokkana. Í verðlaun fékk hún sleikjó sem hún varð ekki minna hrifin af. Frábær þjónusta hjá þeim á Klapparstígnum.
Heim skunduðum við mæðgur, ég fór að undirbúa afmælisveisluna, hún að leika sér að dótinu sem hún fékk frá okkur foreldrum og systrum. Afmælisgestir tíndust inn einn og einn og ekki leið á löngu þar til allir voru komnir og byrjað að borða. Sunna saknaði samt tvíburanna sem hún var svo spennt að hitta en var lofað að þeir kæmu fljótlega í heimsókn í staðinn. Hún sættist á þá hugmynd.
Afmælið heppnaðist mjög vel og rétt um kl 20 tæmdist húsið og ég ákvað að skella mér í blak þar sem það var æfingaleikur við Aftureldingu úr Mosfellsbæ. Mér finnst þetta svoooo skemmtileg íþrótt, sérstaklega þar sem mér finnst ég vera í hinu fullkomna liði....liðsandinn í okkar hóp er frábær og frábærar stelpur í þeim hóp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 260766
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
78 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín