7.3.2007 | 13:42
klofnar upp að herðarblaði, kafloðnar og kiðfættar
Ég passaði mig sko VEL þegar ég pakkaði ofan í íþróttatöskuna mína í morgun. Fór og setti nærbrók í töskuna svo ég gleymdi henni pottþétt ekki, fann hrein föt og setti í töskuna. Skellti mér í íþróttafötin og var á leið í ræktina í morgun. Leit yfir töskuna til að fullvissa mig á því að ég gleymdi ENGU. Fór aftur yfir töskuna en fann það alltaf á mér að ég væri pottþétt að gleyma einhverju. Tók allt upp úr töskunni og endurraðaða ofan í hana enn einu sinni. Fann ekki neitt sem gæti hafa gleymst. Tek til nestið mitt, börnin mín og bruna út. Pottþétt með íþróttatöskuna.
Skelli mér í ræktina, tók vel á því með þjálfanum mínum sem leist bara mjög vel á árangurinn. Skellti mér svo í sturtu og klæddi mig.......................... Í þetta skiptið gleymdi ég HALDARANUM
Maður getur verið svoooooo dofinn stundum að það hálfa væri nóg!
Sem betur fer er ég að vinna á fámennum vinnustað og ég get sökkt mér í vinnu án þess að neinn taki eftir þessum óskunda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2007 | 23:29
nú er úti veður vont
Ótrúlegt að hugsa til þess að það sé allt að verða vitlaust fyrir vestan og norð-vestan. Hér er nánast blanka logn og frábært veður og svo koma endalausar aðvaranir um ófærð og vonsku-veður.
Kannski veðurguðirnir finnist nóg um veðráttuna í pólitíkinni. Ég er löngu hætt að fylgjast með hver var með hverjum, hvers vegna eða til hvers eða hver gekk inn eða út.....úff.... Ég vona að þessir pólitíkusar-spékúlantar nái einhverju samhengi í þessar inn/útgöngur hægri manna sem fara yfir til vinstri og vinstri manna sem fara á miðjuna og miðju manna sem splitta sér í tvo ólíka hópa, vinstri og hægri og vita ekki hvort þeir séu að dansa tangó, ræl eða skottís!!!
ég ekki skilja
![]() |
Óveður á Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2007 | 11:41
Incredible woman
Það gekk nú kannski ekki allt upp í gær sem átti að ganga upp . Ég átti að hitta einkaþjálfann minn kl 8:30 og vera þá búin að hita upp í 15-20 mín. Ég kepptist við að koma liðinu út á réttum tíma svo ég fengi ekki refsingu fyrir að mæta of seint. Tók til í töskuna mína, leikskólatöskuna hennar Sunnu og var með auka poka líka. Passaði upp á hádegisnestið mitt og svo frv. Henti öllu út í bíl og þar með talið krökkunum og brunaði af stað. Var orðin of sein svo ég vissi það að ég þyrfti að taka út refsingu hjá þjálfanum en hún felst aðallega í því að taka róður á sem skemstum tíma.
Ég legg fyrir utan Sporthúsið og hentist afturí til að ná í töskuna mína.......en þar var ENGIN taska . Í hamagagninum gleymdi ég að setja mína tösku í bílinn....hún var ENN í fortofunni
. Ég sendi þjálfanum SMS og sagði honum hvað hefði gerst og ég LOFAÐI að bæta þetta upp. Ég sný við súr yfir þessum ósköpum en ég var í í þróttafötunum en vantaði bara skóna. Ef ég hefði verið með skóna mína hefði ég skellt mér í ræktina og farið svo bara heim í sturtu og mætt fersk í vinnuna en auðvitað voru skórnir í töskunni.
Stefán minn lenti svo í útkalli þessa nótt svo hann svaf sínu græna heima og ég vildi ekki hringja í hann og vekja hann þar sem ég hafði ekki hugmynd um það hvenær hann kom svo aftur heim. Þessi elska hringir svo um tíu og ég bið hann um að koma með töskuna mína í vinnuna þar sem ég var enn í íþróttafötunum. Ég ætlaði þá bara að skella mér í ræktina eftir vinnu (þó svo að ég hati að fara á þeim tíma). Í hádeginu var ég svo beðin um að færa bílinn minn þar sem flutningabíll þurfti að komast að. Ég greip þá bara töskuna mína og skellti mér í ræktina í hádeginu. Ég fór og puðaði eins og brjálæðingur og hætti ekki fyrr en það mátti vinda hverja flík utan á mér . Var semsagt ótrúlega dugleg. Svo skelli ég mér í sturtu og þegar ég fór að klæða mig, uppgötvaði ég að ég gleymdi hreinum brókum
. Ég varð NETT pirruð yfir því og ég segi það sko EKKI hvernig ég tæklaði málið
.
Endur nærð fór ég aftur í vinnuna og lagði pirringinn á hilluna, alsæl yfir því að hafa drattast í ræktina þrátt fyrir mótlæti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 19:07
mikill vill meira!
Enn slær maður metin hjá sjálfum sér. Nú fór ég í morgun í ræktina sem var bara frábært. Svo skellir maður sér í blak á eftir....sem er ekkert annað en frábært líka en nú langar mig svo hrikalega til að spila bæði badminton og prufa skvass!! Ég hefði sko gjarnan vilja spila þetta....bara til að prufa.
Litla dýrið mitt fór í afmæli í dag. Það var haldið í Smáralindinni, nánar tiltekið í Ævintýralandinu. Þar skilaði maður krakkanum og sótti svo tveimur tímum síðar og á meðan hljóp hún sælgætisátið af sér og kom poll-róleg og löður sveitt til baka . Þetta ætla ég að gera þegar hún á afmæli. Laus við krakka skarann af heimilinu og láta þau hlaupa sig út í Ævintýralandinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2007 | 13:48
afmæliskveðja
Sæta frænka mín hún Ólöf Helga á afmæli í dag. Hún er tvítug stelpu rófan. Ég vil óska henni til hamingju með daginn. Hún á allt gott skilið. Hún hefur hjálpað okkur svo ótrúlega mikið í gegnum tíðina og alltaf verið jafn óeigingjörn.
Til Hamingju Ólöf Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 15:44
of seint að iðrast
Ég borgaði árskort í Sporthúsið (en það gefur mér aðang í öll hin ".....húsin" og borgaði mr. privat trainer svo nú er ég NEYDD til að halda áfram og leyfa manninum að pína mig aðeins í tækjunum.
Ekki það að þessi drengur er algjört yndi og er bókstaflega á jörðinni og mjög fróður um hin ýmsustu mál. Alveg laus við þessa "gúmmítöffarastæla" sem ég bókstaflega þoli ekki. Hlakka strax til á mánudaginn . þá tekur við ný vika með nýjum tækifærum. Eins og máltækið segir: Við upplifum sömu hlutina á mismunandi hátt eftir okkar eigin líðan.
Eigið góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 09:41
heilsuátak dauðans!!
Ég er búin að vera nett brjálæðislega dugleg í ræktinni. Mætti í gærmorgun og tók vel á því...eða þar til mér var orðið óglatt . Hentist í vinnuna, vann þar eins og MF...svo heim að taka til og ganga frá. Skellti mér svo í blakið um kvöldið......úúú....ekkert smá dugleg
.
Skellti mér svo á vigtina.....og viti menn....hún er ENN á niðurleið . Nú eru farin alveg 8 kíló frá því 20. janúar. En betur má ef duga skal, maður þarf bara að halda áfram. Vera duglegur svo maður líti flottur út í haust
Eins og er á ég í pínu basli með strengina.....spurning um að nota þá og fara að spila .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 20:08
byrjaðu bara, ég kem svo!
Ég var að reyna að rökræða við yngstu dóttur mína að það þyrfti að fara inn í herbergið hennar að taka til. Hún er með þá ábyrgð sjálf og það á að vera nokkuð hreint þar inni. Við aðstoðum hana að sjálfsögðu öðru hvoru. Litla dýrið nennti ekki að fara að taka til inni hjá sér og bað mig um að aðstoðá hana. Eftir smá ígrundun ákvað ég að segja já við því. Þá sagði litla dýrið við mig: "Mamma, farðu bara inn og byrjaðu, ég kem svo á eftir"
Þau kunna þetta alveg sko!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 260767
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
78 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Hallfríður vill snúa aftur heim
- Mér verður flökurt
- SUS vill stöðva afgreiðslu hælisumsókna
- Lögreglan lýsir eftir 15 ára stúlku
- Ráðamenn hafi brugðist afskekktasta hrepp landsins
- Þjóðaröryggisráð fundaði um óæskilega dróna
- Ísland undanskilið verndartollum á stáli
- Fluttur á slysadeild eftir árekstur við Smáralind
- Skorar á ráðherra að bjarga börnunum
- Kortleggja eignarhald 20 sjávarútvegsfyrirtækja
- Segir verklag ráðherra óboðlegt
- Vara við hárri ölduhæð á morgun
- Styrkja varnarsamstarf Íslands og Finnlands
- Með fjölskyldutengsl við lögmannsstofu Play
- Þetta er ekki svaravert