7.2.2007 | 14:21
aumingja strákurinn
Mér finnst það dálítið fyndið að syrgja eitthvað sem aldrei hefur verið til nema á prenti!! Það getur vel verið að ég syrgi Potter líka ef ég les alla seríuna...hver veit
Það hangir í mér svona haltu mér/ slepptu mér að vita hvernig síðasta bókin endar. Kannski ég drífi í því að lesa allar hinar svo ég geti lesið þessa síðustu í sumar Mér finnst bara svo gaman að lesa Potter á ensku þó svo að maður sé örlítið lengur að lesa fyrir vikið, en ætti ekki að skipta máli þar sem maður er í pásu í skólanum.
![]() |
Rowling segist syrgja Potter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 09:59
áfallahjálp
Ætli ég geti flokkast undir "ungan lensanda"
Ég er djúpt sokkin í Harry Potter á ensku. Assgoti skemmtileg lesning, maður er dottinn inn í ævintýraheim Harry Potters og maður reynir að tala við aðra um bókina og svo þegar ég vara að tala um bókina við eina vinkonu mína þá sagði hún: "nei, veistu...ég er ekki í þessum bókum...ég er meira svona á jörðinni" Mér fannst þetta ekki réttlátt
![]() |
Hvað ef Harry Potter deyr? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 08:59
Viðkvæmt en þarft málefni
Ég verð nú bara að viðurkenna það að maður er agndofa eftir að Kastljósið dró fram Breiðuvíkurmálið. Þetta er skelfilegt hvað þessir drengir hafa mátt þola. Enn skelfilegri er sú tilhugsun að Barnanefndarmenn viss af þessu en aðhöfðust ekkert. Ekki síður skelfileg tilhugsun að æðstu toppar landsins á þessum tíma vissu þetta en aðhöfðust ekkert. Hvar er manngæskan? Hvar er réttlætið? Var réttlætinu framfylgt að láta frekar erfiða drengi (sem í dag myndu fá lyf/aðstoð vegna ofvirknis/athyglisbrests) á slíkan stað sem þennan til þess eins að brjóta þá niður andlega séð svo þeir verði ófærir um að takast á við lífið?
Eins er Byrgismálið skelfilegt en nær ekki 10% af Breiðuvíkurmálinu. Þessir þættir sem hafa fjallað um þessi málefni sem hafa verið skelfileg hvort sem það er Telmumálið, Breiðuvíkurmálið, Byrgismálið og svo frv. þá finnst mér þeir hafa skilað þessu mjög vel frá sér. Ekkert ósiðlegt eða grimmt heldur einungis dregið fram sannleikann eins og hann er.
Það eru ekki allir á sama máli hvað varðar þessi viðkvæmu mál. Auðvitað sýnist sitt hverjum eins og alltaf en þessu er ég hlynt. Þetta gæti verið víti til varnaðar á komandi kynslóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 15:31
"Gúrkan"

![]() |
Gúrkan seld fyrir 600 milljónir punda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2007 | 19:53
bööööööööööggggg
Ég er nú ekki færari í tölvugeiranum en svo að ég get ekki breytt formatinu á videoinu sem myndavélin mín tekur á. Hún tekur upp á xxx.MOV formati og ég geri "save as" og ætla að vista undir "windows metafile" eða eitthvað álíka en þá kemur hún með meldinguna "unusable format .MOV"
öll hjálp þegin. Langar svo að setja eitt myndband inn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2007 | 12:03
súrt og sætt, gamalt og nýtt
Við fórum á Þorrablót í gærkveldi hér á Álftanesinu. Það var rosalega fínt en maður hefur ekkert úthald í svona skemmtanaiðn svo við laumuðum okkur heim um kl 1. Það fyrsta sem maður gerði var að bursta tennurnar og kyssa Stefán góða nótt. Svo vaknaði maður í morgun og var jafnvel enn þreyttari Skelfilegt hvað maður hefur lítið úthald.
Hinsvegar voru skemmtiatriðin nokkuð góð. Ég var ein af "leikendum" á myndbandi sem var sýnt. Það var mjög spes. Ég skelli þessu myndbandi hér inn. (Ég er nr. 15 ef það skyldi fara fram hjá einhverjum )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2007 | 11:58
ótrúlegt en satt
Ég var að fara yfir fataskápinn hjá þessari yngstu og ákvað að taka úr umferð föt sem eru merkt 2-3 ára og nr 98. Sumt reyndar passar ágætlega ennþá en ég er að reyna að þrjóskast við að barnið mitt er að verða FIMM ÁRA og það er ekki eðlilegt að hún skuli ekki vera komin upp úr þessum stærðum ennþá.
Ég mældi hana um daginn og ef hún teigði vel úr sér þá náði hún einum metra. Ég veit að foreldrarnir eru ekkert sérlega háir en ég hefði haldið að hún ætti að vera samt aðeins hærri en þetta . Hún er í skóm nr 25 (sem mér finnst reyndar ekki svo lítið miðað við að hún notaði skó nr 17 fram til 18 mánaða aldurs og þegar hún var 3 ára var hún í nr 20)
Hún fer í 5 ára skoðun eftir ekki svo langan tíma og þá kemur í ljós hvort þetta er eitthvað sem maður þarf að hafa áhyggjur af eða ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 14:27
döööööööh
Hvað er málið með suma. Það er ekki nóg með að það sé búið að vera í fréttunum að fólk skuli varast svikamyllur og svo hittir maður varla manneskju nema að viðkomandi hafi fengið einhver gylliboð gegn greiðslum á svikamyllum. Hvernig væri að fólk hætti að eltast við "auðfengið fé" og færi bara að fjárfesta í alvöru hlutum
Hvað HELDURU að það hefði mátt kaupa mörg góð hlutabréf fyrir þessar litlu 10 millur??? Ekkert mál að fara til ráðgjafa á því sviði með peninginn og fjárfesta í hlutabréfum. Margir hafa verið ótrúlega heppnir með slíkar færslur . Ef maður á ekki pening í svoleiðis, þá bara gera eins og ég....áskrifandi á einni röð í lottó
. Ég hef fengið ansi marga hundraðkallana inn á reikninginn minn. Safnast þegar saman kemur
![]() |
Töpuðu tugum milljóna til svindlara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
77 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín