20.7.2007 | 10:17
GTS
Ég er búin að vera svo ótrúlega dugleg síðustu viku að það hálfa væri meira en hellingur . Ég ræddi við einkaþjálfann minn aftur og hann tók mig um leið og hann kom heim . En tíminn minn byrjar ekki fyrr en kl 8:40 (hann var stílaður fyrir DA sem aldrei mætti svo!) en ég keyri Viktoríuna mína í vinnuna kl 8 svo ég fer beint í Sporthúsið og þar er ég á þreki í 35-40mín og svo tæki í 40-45 mín.
á miðvikudaginn fór ég í tíma um morguninn, nema hvað að gellurnar í blakinu ákváðu að hafa útiblak á grasvellinum við íþróttahúsið. Ég fór þangað að sjálfsögðu líka og við spiluðum non-stop í 90 mín. Semsagt bara á þessum eina miðvikudegi æfði ég í 170 mínútur sem gera tæplega 3 klukkustundir í heildina!! ÓGÓ DUGLEG SKO
Í morgun mætti ég 8:05, var í þreki í 35 mín og svo skelltum við okkur í Gravity í 45 mín. Nettur tími en ég er gjörsamlega búin á því líka. Enda hef ég verið rosa dugleg inn á milli og farið út að hjóla
Maður ætti að vera nokkuð góður í Svíþjóð. Þar ætla ég að halda mér við...út að hlaupa og svoleiðis (sénsinn að ég hlaupi....geng bara rösklega þá)
Annars er ég ekki farin að huga að því að pakka niður! Ætli ég verði ekki að vera dugleg í dag eftir vinnu og þvo þvott.
Er annars að hlusta á Fimmtu konuna í iPod-inum í vinnunni...það er ótrúlegt hvað tíminn virðist vera fljótur að líða þegar maður er svona spenntur að hlusta...má ekkert vera að því að fara í mat eða kaffi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Einkaþjálfara... ???
Hvað ertu prinsessa??
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.7.2007 kl. 22:39
döööh!!
Sko....allir sem mig þekkja vita að ég ER prinsessa
Helga Linnet, 21.7.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.