Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
5.1.2007 | 17:19
Gott að sýna ábyrgð
Það er svo sannarlega mjög gott að sýna ábyrgð og njóta ekki ásta nema með vörn. Þessi maður hefur greinilega ætlað að skemmta sér konunglega þessa nótt þar sem hann tók FJÓRA pakka af smokkum. Ég geri passlega ráð fyrir því að það séu 12 í pakka (varla hefði hann ómakað sig fyrir minni pakningu) og ef maður margfaldar þetta upp eru þetta ekki NEMA 48 smokkar ef maður hefði svona orku fyrir eitt kvöld....óboj óboj .
Ég bjó nú á þessu krummaskuði í ein tvö ár og mér finnst ég hetja að hafa enst þó svo lengi . Hún frænka mín hélt nú í mér lífinu þarna svo ég var í góðum félagsskap
Grímuklæddur þjófur stal smokkum á Suðureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 22:18
Hvar endar vitleysan??
Ef þetta er stefnan sem Noregur ætlar að taka, lýst mér ekkert á þetta. Að neita ferðamannanefnd um gistingu í norsk-bandarísku hóteli vegna viðskiptabanns milli bandaríkjanna og Kúbu, þá er orðið frekar langt gengið.
Scandic-hótelkeðjan í Noregi neitar að hýsa Kúbumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2007 | 22:07
Ég vil fá sjúkrabíl.
Hversu flókið getur þetta verið að fá einn sjúkrabíl eða svo????
Ég kláraði að vinna klukkan 4 í dag. Hentist í Fjarðarkaup eftir einhverju smotteríi og ætlaði svo að rjúka heim. Ég var að flýta mér (eins og svo oft áður) og endasendist á þann kassa sem styðstur var hvað biðröð varðaði. Ég sá bara handkörfu á færibandinu með örfáum hlutum í. Undraðist það hvar manneskjan væri sem ætti þessa körfu. Ég hugsaði með mér á meðan ég beið eftir að eigandi körfunnar kæmi í leitirnar að ef hún kæmi ekki þá myndi ég fara framfyrir hana. Hver einasta sekúnda var eins og heil mínúta að líða enda var ég á gríðarlegri hraðferð. Aldrei kom konan og ég leit e-ð í kringum mig og sá mér til undrunar að hún lá á gólfinu milli kassa. Í þeirri sömu andrá kom maður hlaupandi ásamt starfsfólki Fjarðarkaupa. Ég var svo hissa á því sjálf að hafa ekki tekið eftir aumingja konunni á gólfinu að ég varð miður mín. Þar sem fullt af fólki var farið að skarast í leikinn fór ég á næsta búðarkassa í leit að afgreiðslu. Ég fylgdist samt með því sem fram fór og heyrði alltaf kallað að það ætti að hringja á sjúkrabíl. Ég sé konu í símanum að hringja á Neyðarlínuna (vænti ég allavega). Símtalið var á þessa leið:
afgr. kona "Ég vil fá sjúkrabíl í Fjarðarkaup. Það liggur kona meðvitundarlaus í gólfinu"
112: "******"
afgr.kona: "jú, hún er meðvitundarlaus"
112: "******"
afgr.kona: "jú, hún er meðvitundarlaus en ég veit ekki hvort hún andar"
112: "******"
afgr.kona: "já, hinkraðu aðeins"
Með það lagði konan frá sér símann og fór úr glerbúrinu og að meðv.lausu konunni. Fór aftur til baka og hélt áfram í símanum:
afgr. kona "Jú, hún andar"
112: "******"
afgr.kona: "Ég veit ekki"
112: "******"
afgr.kona: "Hinkraðu þá aðeins"
Aftur fór afgr.konan út úr glerbúrinu og að sjúklingnum, talaði við þá sem þar voru. Ég sá þá að hún var komin til meðvitundar en lá enn í gólfinu ringluð. Afgr.konan fór aftur að búrinu og greip símann.
afgr.kona: "Hún er komin til meðvitundar en liggur enn í gólfinu"
112: "******"
afgr.kona: "Hún getur ekki staðið sjálf. Ég vil ENN fá sjúkrabíl"
Þegar þarna var komið höfðu liðið ansi margar mínútur frá því að konan féll niður í öngviti. Ég fór þá að velta því fyrir mér að ef hún hefði lent í hjartastoppi væri konan LÖNGU látin. Mér fannst þetta taka ótrúlega langan tíma allt ferlið. Bæði það að konan í glerbúrinu var í snúrusíma svo ekki gat hún hlaupið með tólið til að gefa beinar "rapportanir" en þess í stað mátti hún hlaupa á milli.
Loksins sá ég glitta í bláu ljósin. Fyrir þá sem ekki vita, þá er slökkvistöðin í húsinu við HLIÐINA á Fjarðarkaup. Þeir koma tveir inn með hjarta-græjur og ganga beint að konunni. Í sömu andrá komu aðrir tveir sjúkraflutningamenn. Loksins fékk konan aðhlynningu fagaðila og hún var komin í öruggar hendur. Þegar ég var á leiðinni út úr búðinni komu tveir lögregluþjónar á harða-hlaupum og hlupu niður alla þá sem á vegi þeirra varð.
Þó svo að konan hafi fengið umönnun á endanum þá er ég ekki svo viss um að hún hefði verið á lífi ef hún hefði verið í hjartastoppi. Mér finnst þetta ótrúlegt ferli að fá einn sjúkrabíl til að koma. Það þarf að taka á þessu og laga. Mér yrði alveg sama um að borga skitinn fimmþúsund kall ef ég eða eitthvað af mínu fólki þyrfti á sjúkrabíl að halda.
Mér finnst að hér þurfi að taka höndum saman og kvarta undan svona þjónustu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 22:41
JEEEEESSSSSS
Hófdrykkja getur dregið úr hættu af völdum háþrýstings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2007 | 22:35
myndir
Jæja, þá eru myndirnar komnar inn sem ég lofaði. Margar ágætar en það skal tekið fram að ég er algjör amatör í þessum efnum. Það stendur allt til bóta
Nú er maður farinn að telja niður dagana í Kúbu. Farin að skoða hvað er í boði og svona leggja línurnar. Allt að skýrast í þessum efnum. Ég er samt ekki frá því að ég kvíði fyrir þessu 10 tíma flugi
Ég var ekkert smá sniðug í morgun. Græjaði litluna mína í bílinn með tilheyrandi leikskólagræjum. Rauk svo af stað á leikskólann og svo þegar þangað var komið var ótrúlega lítið um bíla.....eða bara ekki einn einasti bíll Allt í einu fattaði ég afhverju.....það var nefnilega starfsdagur í dag í leikskólanum og ég var búin að gleyma því Nú voru góð ráð dýr. Ég ákvað að hafa hana bara með mér í vinnuna og gerði engar væntingar um að ég gæti unnið en þessi litla kom skemmtilega á óvart og var hin spakasta allan tímann. Lék sér aðeins í tölvunni og teiknaði myndir, rabbaði við arkitektinn sem var bara hin ágætasta barnapía . Hann nostraði heilmikið með henni. Svo hafði ég samband við mömmu einnar vinkonu hennar og hún var á bæjarflandri og kom við hjá mér og leyfði henni að koma með sér heim að leika. Leikskólinn opnar á morgun svo hún fer þangað.
farin að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 13:51
sleikibrjóstsykur
Fékk 40 tonna mjólkurbíl inn í stofuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2007 | 09:44
hmmm....matur
GLEÐILEGT NÝTT ÁR.
þegar ég sá þessa fyrirsögn var ég sannfærð um að einhver hafi verið að njósna inn um gluggann minn á gamlárskvöld
ég var með 4 aukalega í mat á gamlárs. Ákvað að vera dálítið flott á því og hafa forrétt, aðalrétt og svo eftirrétt. Þar sem ég var byrjuð á þessu ákvað ég að hafa þetta eins og á veitingastöðunum og gera réttina í skálar og bera þær þannig fram.
Þetta lukkaðist bara svona ótrúlega vel og allir voru sáttir.
Horfðum svo á skaupið (sé enn eftir því að hafa eytt þessum tíma í að glápa á þessa vitleysu) og svo var bara stungið af út með börnin og þeim fengin blys með tilheyrandi kátínu. Rétt fyrir miðnættið, laumaði ég mér niður heimreiðina vopnuð myndavélinni minni og þrífætinum, kom mér vel fyrir og fylgdist með allri Reykjavík springa í loft upp. Myndaði þetta bak og fyrir, fór svo aftur heim og hélt áfram að mynda allt bak og fyrir. Gerði meira að segja margar góðar tilraunir með myndavélina og verð ég að segja að margt heppnaðist svona gríðalega vel að ég fylltist bara stollti
Skelli inn myndum kannski síðar í dag.
Sjö rétta hátíðarkvöldverður á gamlárskvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
325 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín