Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
26.6.2007 | 15:04
jummy
Skötuselur skoðaði höfnina á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 10:23
geðveiki
Og ég hélt því fram að ég væri krimmi að láta tæplega 13 ára dóttur mína líta eftir 5 ára systur sinni í 15 mínútur á meðan ég skaust í sjoppuna
Ég læt ekki einu sinni 15 tæplega 16 ára dóttur mína gæta systra sinna ef ég er að koma heim mikið eftir miðnætti eða veit að ég verð meira en 4 tíma í burtu
Það er sko bara alveg í lagi að þessar mæður fái þungan dóm fyrir þetta gáleysi.
Brunnu inni er mæðurnar skruppu á bar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2007 | 10:17
VARÚÐ!
Paris Hilton gengur laus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 00:34
allt gert til að afsanna "saumavélakenninguna"
Við Gurra fórum að sækja saumavélina okkar sem við vorum búnar að borga fyrir. Þegar við komum þarna um kl 17 var hún ekki tilbúin . Við náðum á líklega eigandanum, Jerry, sem brosti bara á móti okkur. Hann var greinilega þreyttur og mjööög pirraður en greip vélina og slengdi henni inn á borðið. Þetta var sýningarvél (sem útskýrir afhverju hún var ekki dýrari en þetta) kallar til samstarfsmanna sinna sem líta skelkuð á hann þar sem hann var greinilega ekki í góðu skapi. þylur upp hvað hann vilji og vanti en hinir yppta bara upp öxlum. Eftir smá stund kemur hann með kassa og það var greinilega ekki rétti kassinn svo hann grýtir frauðplastinu út um allt og helst í andlitið á öðrum kúnnum og bölvar á eigin tungumáli.
Eftir smá leit fann hann kassann sem hann leitaði að. Þá hófst að finna allt stöffið sem fylgdi með vélinni Það var engu líkara en að tjernobyl sprengja hefði sprungið þarna með þeim afleiðingum að allt fór út um allt! Hann fann ekkert, setti sitt lítið af hverju í kassann sót bölvandi og fór mjög illa með alla þá hluti sem hann handfjatlaði. Okkur stjúpu var nú ekki alveg farið að standa á sama um þetta allt saman en ákváðum að halda sönsum þarna og anda inn og út um nefið. Eftir langa mæðu og mikið af blótsyrðum var allt komið í kassana tvo. Ég leit á þá og áttaði mig á því á þeirri stundu að ég var bara á YARIS....og kassinn var eiginlega stærri en Yarisinn sjálfur . Í bílinn skyldi þetta fara. Ekki leist okkur á þessi herlegheit og við vantreystum öllu því sem þessi "skunkur" gerði þarna svo við brunuðum beint heim og rifum upp vélina, bæklinginn með og ákváðum að fara yfir allt. Ekkert smá mikið af stöffi sem fylgdi henni.
Hófst þá ævintýrið. Í það fyrsta þá gleymdu þeir RAFMAGNSSNÚRUNNI svo við gátum ekki sett vélina í samband!! Héldum við þá áfram að athuga hvað vantaði meira. Við krossuðum samviskusamlega við allar myndirnar og þegar upp var staðið, vantaði hvorki meira né minna en sjö hluti með vélinni. Upphófst þá ævintýrið að finna einhver NÚMER sem hægt væri að hringja í!!! Ég skellti mér á áður uppgefna heimasíðu hjá þeim og fann út fyrirtækisnúmerið....sem var obvíus ekki að ganga upp....mundi þá allt í einu eftir nafnspjaldi sem við fengum með....en þar kom símsvari með kallinum sem upphaflega seldi okkur vélina um að hann væri ekki lengur með þetta númer en hægt væri að ná í hann í 87654323498765459876544987654345698765434567 eða eitthvað álíka (allavega var ekki séns að ég gæti heyrt það sem maðurinn sagði því hann sagði það svo hratt) svo ég hringdi NOKKRUM SINNUM TIL ÚTLANDA í þetta áður uppgefna gsm númer til að ráða gátuna um hvað maðurinn sagði að númerið sitt væri. Jæja, ég taldi mig hafa náð því sómasamlega svo ég ákvað að hringja....EN NEI... enginn notandi með þetta FOK#$%&/ símanúmer argh....ég var að verða pirruð....uuu...nei...frekar mikið pirruð....eða bara ROSALEGA pirruð þegar þarna var komið!! Ég ákvað að róa taugarnar aðeins og reyndi svo aftur síðar, mjög yfirveguð...en undur og stórmerki gerðust....HANN SVARAÐI!!!
Hann var óskaplega sorry yfir þessu öllu saman og sagði að hann væri við lagerinn í Hagkaup í Kringlunni að pakka í bílinn. Bað mig um að koma A.S.A.P og hann myndi redda þessu fyrir mig. Ég hendist í bílinn og tók bókina með mér sem ég var búin að merkja í og sýndi honum allt sem vantaði. Hann fann þetta samviskusamlega allt saman....nema tvo saumafætur. Hann lofaði því að ef hann fengi heimilisfangið mitt þá myndi hann senda mér þá strax á þriðjudag. Hann var svo ræfilslegur þetta grey og svo aumkunarverður yfir þessu að ég gaf honum upp heimilisfang og svo frv. Svo spurði ég hann út í aukahlutina og sagðist vilja kaupa þetta af honum og hann sagði að ef þetta væri ekki mjög dýrt þarna úti myndi hann senda mér það í sárabætur ÉG var alveg sátt við það. Við kvöddum þokkalega sátt við hvort annað.
ÉG fór heim og byrjaði að lesa manualinn og tók mín fyrstu skref á vélina...mjög einföld og skemmtileg í notkun...og ótal möguleikar.
Má ekkert vera að þessu...farin að sauma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 13:58
fórn
Lést á leið í sjúkraflugið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2007 | 09:57
fimm villur
Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2007 | 08:36
101!!
101. | Helga Linnet | hlinnet.blog.is | 1.265 | 1.892 | 171 | 156 |
Ég er ekki viss afhverju í ósköpunum ég er í 101 sæti af vinsælustu bloggunum í dag....en það hlýtur að vera eitthvað!! Ég er nú samt viss um að það sé ekki út af því að ég var að vinna í fegurðarsamkeppni...
Ég skokkaði í gær í Kringluna að athuga með saumavélina sem ég var að bruðla í. Okkur var sagt að við mættum sækja hana á sunnudag eða mánudag. Stefán er enn harður á því að við fáum aldrei vélina. Þeir verða farnir og við búnar að tapa ríflega 100 þúsund kalli
Ekki vildu þeir láta mig hafa vélina þarna en báðu mig um að koma á mánudag eftir kl 16. Ég verð víst að bíða róleg þangað til....eða hvað! Eitt er víst að ég get ekki BEÐIÐ...ég ætla að gera svooo margt. Verð þá líklega ekki viðræðuhæf næstu daga....ok...verum raunsæ...vikur Get loksins gert sjálf nöfnin í húfurnar sem ég hef verið að sauma.....júhú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 08:21
mistök!
Smá stafsetningavilla hjá mbl.is....
Ef fleiri myndu nú viðurkenna það að þeir hafa brugðist öðrum...hmm
Annars finnst mér að hátt settir menn í þjóðfélaginu og víðar ættu að viðurkenna það að þeim hafi orðið á í messunni gagnvart "litla manninum". eins og málshátturinn segir: "Fall skiptir ekki eins miklu máli og hitt að geta staðið upp aftur."
Heimurinn í kringum þig er ekki fallegri en þér finnst hann vera.
Rice: Við höfum bruðist fólkinu í Darfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 15:53
ooooohh...ég trúi þessu ekki
Einkadansinn líður undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 10:17
Ótrúlegur vanþroski
Það er ekki að ástæðulausu sem maður vill ekki að táningurinn sinn sé að flækjast í miðborginni um helgar seint að kvöldi til. Hún skilur ekki þessar áhyggjur mínar og sama hvað ég reyni að segja henni ástæðuna á mismunandi tungumálum og látbragðsleik, þá skilur hún þetta ekki.
Þetta sannar það að það er HÆTTULEGT að fara að skemmta sér og HEIMA ER BEST
Einn höfuðkúpubrotinn og annar stunginn í bakið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín