Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
30.10.2008 | 15:29
öðruvísi myndefni
Fór austur fyrir fjall að mæla með bossinum mínum og komum við á Hótel örk í leiðinni að mæla. Ákvað að smella af "öðruvísi" myndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2008 | 16:01
í dag, þriðjudaginn 28. október.....
...vaknaði ég og fór í sturtu, klæddi mig, fann föt á Sunnu, Dísin gaf henni að borða á meðan ég kláraði mín morgunverk. Eftir morgunmatinn og þegar allir voru klæddir lét ég stelpuna lesa þar sem það gleymdist í gærkvöldi og kvittaði í bókina hennar með stöfunum "þri 28.okt - mamma"
Nú þar sem var þriðjudagur þá sleppti ég því að láta hana með leikfimisföt í skólann því það er leikfimi á mán-, mið- og föstudögum og í dag var þriðjudagur. Skutlaði krökkunum í skólann og skundaði í vinnuna.
Kláraði daginn í vinnunni og þá var komið að þvi að skila skýrslu fyrir daginn í dag en áttaði mig á því að það voru mistök í skýrslunni frá því í gær. Ég varð að finna út úr því áður en ég færi heim en samkvæmt skýrslunni hafði ég fyllt út fyrir daginn í dag (þriðjudag) í gær! Eftir langa umhugsun spurði ég bossinn minn hvort það væri ekki örugglega þriðjudagur í dag en svarið innan úr skrifstofunni var einfalt. "Nei, Helga mín, það er miðvikudagur"
Ég gat ekki trúað því og leit á dagatalið enn einusinni, kíkti í dagbókina á símanum, fór á netið, athugaði klukkuna á tölvunni og allt benti til þess að ég hafi ekki verið á réttum degi. Þetta minnti einna helst á myndina Groundhog Day (1993) með Bill Murray í aðalhlutverkum.
allavega uppgötvaði ég það að ég hafði ekki sent barnið með leikfimidót í skólann svo nú hlýt ég að fá titilinn "kærulaus móðir"
Hvað sem því líður þá breyttist dagurinn hjá mér í miðvikudaginn 29. október, kl 14:00. Spurning um hvaða tíma-zone ég er á!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 14:58
blómin smá
Ég hef verið að prufa mig áfram í blómunum. Ekki það að ég sé einhver blómasérfræðingur...þver öfugt en gaman samt að reyna að mynda blómin. Það er ekki sjálfgefið að þau myndist vel.
Ólöf frænka var svo indæl að koma með blóm handa mér í gær. Bara sætust. Svo fékk ég sætan blómvönd frá gestunum okkar í gær. Mátti til að festa þau á "filmu".
Fyrsta blómið er frá Ólöfu frænku, næsta blóm frá gestunum okkar og svo þriðja blómið sem Sunna fékk frá afa sínum þegar hún var á spítalanum.
Njótið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 11:05
Harka, Parka, inn skal arka
Við hjónin fórum með litla skottið á leikritið Skilaboðaskjóðuna. Ég hef nú farið á flestar barnasýningarnar sem hafa verið sýndar og er þessi sennilega sú slakasta sem við höfum farið á. Ég get kannski ekki sagt að þetta hafi verið leiðinlegt en það jaðraði við það. Meira að segja Stefán var farinn að dotta yfir þessu og ég get svo svarið fyrir það að Óli Lokbrá var kominn yfir mig líka. Sunnu fannst þetta hinsvegar hin mesta skemmtun.
Næstu helgi fara stóru systurnar saman á Ástin er diskó og lífið er pönk. Verður fróðlegt að vita hvernig þeim líkar það.
Annars var helgin mjög skemmtileg hjá okkur. Helena vinkona kom til okkar ásamt sínum þremur grísum sem var bara gaman. Heimilið mitt einkenndist af barnaheimili því það var oft mikið fjör. Skruppum í smá verslunarleiðangur sem endaði með því að Helena (ekki ég sko ) missti sig í innkaupunum. Annars átti hún orð ársins og ég er enn að hlæja að því. Hún býr fyrir norðan og hefur ekki komið í dálítinn tíma og var að spyrja út í verslunarmiðstöð sem hún mundi ekki hvað hét. Eftir nokkur hik fann hún orðið; "Æji...sko þessi nýja sem var verið að opna, já, það er k....k....k....kr....kr....JÁ...KREPPUTORG" Ég leit á hana og barðist við að skella ekki uppúr en allt kom fyrir ekki, ég bókstaflega andaðist úr hlátri þegar hún áttaði sig á mistökunum. Korputorg er þetta víst....en í mínum huga er þetta ekkert annað en Krepputorg.
Við reyndar fórum ekki þangað svo það er víst engin kreppa hjá okkur
Á sunnudagskvöldinu buðum við svo yndislegum hjónum í mat ásamt afa í Sunnuhlíð. Kvöldið var mjög ljúft og var gaman að fá þau til okkar. Vil svo sannarlega fá þau aftur og oftar.
Er orðin hund-leið á þessu verkjaveseni á mér en ég áttaði mig á því allt í einu að þeim mun kaldari sem verður, verri verð ég! Þetta voru ekki góðar fréttir svo nú leita ég lifandi ljósi að nálastungu sérfræðingi, ég bara verð að fá þessa öxl, hendi og bak í lag....eigi síðar en í gær...eða fyrr!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 08:51
við höfum mánuðum saman reynt að ræða við......
"En það er líka svo, ráðherra, að við höfum mánuðum saman reynt að ræða við alla nálægt okkur og reynt að segja þeim að við séum í vanda og beðið um stuðning og raunin hefur verið sú að stuðningurinn hefur verið mjög lítill."
bíddu....bíddu...en það eru ekki margir mánuðir síðan allt komst upp! Í reynd eru ekki nema 3 vikur eða svo!
Er verið að fara á bakvið okkur?
Ég væri til í að vita aðeins meira en þetta. Mér finnst við hafa verið svikin. Þeir áttu greinilega að grípa inní mikið fyrr.
Fyrir mér lítur þetta út eins og þetta ráðherra"pakk" hafi einfaldlega ákveðið að sigla skipinu í kaf til að kenna okkur einhverja lexíu! Kannski til að auka möguleika þeirra á að við setum "já" við ESB!!
Maður spyr sig
Samtal Árna og Darlings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2008 | 18:18
Helgin senn á enda
Þessi helgi hefur einkennst af afslöppun frá a-ö. Ekki það að ég kvarti neitt sérlega en ofnæmið hefur ekki verið mér hliðhollt undanfarið og er ég alveg að drepast ofan í klofið á mér af þreytu sökum astma og ofnæmis.
Doktorinn minn segir að ég sé með hrikalegt gróðurofnæmi ásamt katta- og hundaofnæmi. Hef vitað þetta með kettina en ekki með hundinn.
Ólöf frænka fékk sér tjúa hund og hefur verið mikið með hann hjá okkur. Hann er algjör kelirófa og er yndislegur. Skruppum út með Sunnu og Batman (hundinn hennar) og fórum að mynda.
Afraksturinn má sjá svo hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 17:29
Blessuð börnin
Undan farnar nætur hefur litla dýrið skriðið upp í rúm til okkar eftir miðnætti. Hún veit það mæta vel að ekki þýðir að fara mömmu megin því hún sendir stelpuna jafn óðum aftur inn í sitt rúm, vill semsagt fá að vera í friði svo hún grípur á það ráð að blikka pabba sinn sem einfaldlega færir sig nær miðju og leyfir henni að sofa sín megin í rúminu. Þetta gerir hann til þess að prinsessan (sko þessi stóra) fái pottþétt sinn bjútíblund því þessi litla er ansi pláss-frek.
Í morgun vakti ég litlu dömuna og fór að impra á þessum ósið að hertaka alltaf okkar rúm allar nætur, hún ætti jú sitt rúm og sitt herbergi sem er ekkert lítið og nóg pláss. Þessi litla var ekki lengi að svar fyrir sig.
mamman: Hvað segir þú Sunna mín, áttu ekki þitt herbergi?
Sunna: Jú
Mamman: en hvað með rúmið þitt, afhverju ertu ekki þar?
Sunna: Æji mamma, þetta er bara gestarúm
Mamman: (orðlaus)....já en...já en...það er svo mikið drasl í herberginu að það er ekki hægt að hafa þetta fyrir gestaherbergi!
Sunna: (dæsir og lítur á mig) jæja, ég get svosem reynt að taka til þar eftir skóla í dag.
Þegar við mæðgur kláruðum að taka almennilega til í herberginu spurði ég hana hvort þetta væri ennþá gesta herbergi en sú stutta var ekki alveg til í það víst það var orðið svona fínt þarna inni. Nú er spurning hvort hún tollir eitthvað frekar í rúminu sínu í nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 08:52
Shrek, Brad Pitt og Angelina Jolie
Shrek, Angelina Jolie and Brad Pitt snæddu hádegismat saman.
Shrek sagði: Ég hef alltaf talið að ég sé sterkastur allra í heiminum, en hvernig get ég verið viss?
Brad sagði: Ég er nokkuð viss um að ég er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður á jörðinni, en ég hef aldrei fengið það staðfest.
Angelina samsinnti þessu. Hún sagði: Mér er sagt að ég sé dásamlegust allra kvenna, en stundum efast ég.
Þau ákváðu að besta leiðin til að fá staðfestingu á því hvort Shrek væri sterkastur, Brad sá kynþokkafyllsti og Angelina sú dásamlegasta, væri að spyrja hinn fræga talandi spegil: Spegill spegill herm þú mér....
Þau ákváðu að hittast aftur í hádegismat daginn eftir og bera saman bækur sínar.
Daginn eftir mætti Shrek með breitt bros á andlitinu.
Jæja, sagði hann. Það er satt. Spegillinn sagði mér að ég væri sá sterkasti í öllum heiminum.
Brad reigði sig og sagði: Og ég veit núna fyrir víst að ég er kynþokkafyllsti, núlifandi karlmaður á jörðinni.
En Angelina sem hafði setið álút, lyfti nú fallega sorgmædda andlitinu sínu og sagði: Hver í fjandanum er þessi Helga Linnet?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 13:22
Það besta í lífinu er ókeypis.
Nú er orðið langt síðan ég bloggaði síðast!
Tíminn hefur algjörlega flogið í burtu með öllu sem því fylgir. Eftir að ég minnkaði vinnuna við mig hef ég ekki haft tíma til neins, ætlaði að ná ÖLLU á mettíma sem auðvitað gengur ekki!!
Annars er maður í Tilfinningarússi eins og öll þjóðin með það sem á undan hefur gengið. Þessi áföll voru ekki það sem var á lista hjá manni yfir "most favorite" frekar en hjá öllum hinum.
Annars fórum við hjónin í bæjarleiðangur síðustu helgi og tókum með okkur Dísina, Sunnu og svo Guðrúnu litu systur mína sem er 4 ára með í leiðangurinn. Við enduðum á að fara í Hagkaup að versla eitthvað smotterí og vildi Sunna ólm sitja í körfunni. Þetta gefur lífinu lit að hennar mati að fá að sitja ofan í körfunni.
Við vorum búin að borga vörurnar og á leið út þegar Sunna fór að reyna að komast sjálf upp úr körfunni. Ég sé þar sem kerran er um það bil að sporðreisast með hana á barminum og til að hún myndi ekki slasa sig greip ég í kerruna og ákvað að reyna að halda henni fastri og frá því að detta ofan á hana en það tók bara ekki betra við, hún missir takið á barminum með annan fótinn yfir og hrapar beint á gólfið með hnakkann á undan og skall með háum dynk á gólfinu. Ég stirðnaði upp og sá fyrir mér að ég þyrfti að hringja á sjúkrabíl strax. Þessar sekúndur sem liðu virtust vera margar mínútur þegar maður fær svona sjokk.
Ekkert heyrðist í barninu og ég henti öllu frá mér á gólfið og beygði mig yfir stelpuna til að halda henni kyrri og koma í veg fyrir að hún reyndi að standa upp sjálf. Vönkuð leit hún á mig með tóm augun og þá fékk ég nett kast. Í þeirri andrá reyndi hún að standa upp en ég hélt við hana en hún fór svo að kjökra og þá leyfði ég henni að standa upp. Ég hélt við hana þegar Stefán lítur á okkur og spyr hvað hafi gerst en það eina sem ég gat sagt var að hvæsa eins og brjálaður köttur yfir þessu.
Sem betur fer kom stelpan fljótt inn aftur og varð hún sjálf. Þetta gerði gjörsamlega útslagið þann daginn og ég var bókstaflega ónýt.
Það fóru ótal hugsanir í gang hjá mér því þegar hún var 7.mánaða datt hún úr Hókus Pókus stól í sumarbústað og þá hætti hún að anda um tíma, ranghvolfdi augum og fór svo að æla. Þetta er atvik sem ég get enn þann dag í dag ekki rifjað upp án þess að tárast yfir þessu. Hjartað mitt hættir að slá á meðan ég fæ þessar sýnir aftur og aftur.
Þegar börnin manns eru annars vegar verður maður ósjálfrátt taugaveiklaðri yfir svona skakkaföllum. Það er ekki sjálfgefið að maður nái að koma þeim til manns og þau lifi lengur en maður sjálfur. Við erum með þessi börn okkar bara í láni, okkur var treyst fyrir þessu lífi og verðum við að spila eins vel úr því og hægt er.
Mestu áhyggjurnar hef ég haft af Dísinni minni. Í hvert sinn sem hún verður lasin, þyrlast upp minningarnar þegar hún lá á spítalanum milli heims og helju í marga mánuði.
Sunnu minni hef ég haft áhyggjur af frá því hún fékk fyrsta höfuðhöggið því við vorum óskaplega heppin að ekki fór ver. Hún er óskaplegur hrakfallabálkur og er alltaf að detta og meiða sig og ég óttast það á hverjum degi að hún eigi eftir að fara sér að voða.
Rósin mín þessi sem er ný orðin 17. ára hef ég ekki haft miklar áhyggjur af en þegar hún fór að finna fyrir fyrstu alvarlegu höfuðkvölunum þá fór ég að verða áhyggjufull en þegar upp komst hvað þetta er varð ég rólegri og veit nákvæmlega hvað þarf að gera þegar höfuðverkirnir koma. Nú er hún búin að fá bílpróf og bíl og nú snúast mínar áhyggjur um það hvort hún fari sér að voða í umferðinni. Það er ekki beinlínis sjálfgefið að maður komi heill úr henni....been there, done that!
Vinafólk okkar lendir í því að einkasonur þeirra slasaðist mjög alvarlega í bílslysi fyrir tæpum 3 vikum síðan. Þetta er einkabarn þeirra hjóna og óhætt er að segja að okkur leið mjög illa á meðan hann var á gjörgæslunni. Sem betur fer fór hann á betri veginn en illa slasaður og ekki vitað hvernig hann kemur út úr þessu.
Auðvitað getur maður endalaust haft áhyggjur af öllu og í dag reynir maður bara að faðma börnin sín og þakkar fyrir það á hverjum degi að eiga þau. Fortíðin er liðin en vissulega banka fortíðardraugarnir uppá reglulega.
Föðmum hvert annað og látum fjölskyldu og vini vita að okkur þykir vænt um þau. Eins og segir í auglýsingunni; "það besta í lífinu er ókeypis"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2008 | 20:46
Fyrir & eftir...eða bara Innlit/útlit
Nú eru framkvæmdirnar í eldhúsinu loksins búnar. Flísarannir voru snöggir að þessu og var lista vel gert hjá þeim.
Hér eru myndir fyrir, á meðan og eftir.
Hér er bara búið að taka allt dótið af borðinu og beðið eftir að kallarnir komi.
Hér er búið að setja flísarnar upp en ekki fúga.
hér eru þeir búnir að flísa og fúga
og að lokum er allt komið á sinn stað. Allt annað eldhús :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín