. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

frammúrakstur og yfirkeyrsla

Aldrei getur maður hagað sér þannig að maður fari ekki á hvolf!

Er búin að vera úber dúber dugleg upp á síðkastið en það er eins og tíminn vinni á móti mér því mér finnst tíminn renna svo hratt að ég næ stundum ekki andanum.

Hef verið að fara í ræktina, sem er jú ágætt, svo lengi sem ég REYNI að taka ekki of þungt á öxlina (sem er mjög erfitt) en til að toppa þetta, þá hef ég verið í ham heima og verið að taka alla skápana í gegn. Eldhúsið er langt komið, stofuskáparnir eru búnir og eftir stendur heill ruslahaugur af dóti sem þarf að fara á haugana. Ótrúlegt hvað maður getur sankað að sér af drasli.

Upp á stól, undir borði, inn í skáp, á fjórum fótum vopnuð tusku og hreinsiefnum hef ég verið undan farna daga að taka til og þrífa. Þetta tekur allt sinn toll. Annarsvegar hefur mataræðið farið út um gluggann og svo "týndi" ég skrokknum einhverstaðar líka!! spurning hvort ég hafi gleymt honum inn í uppþvottavélinni eða skilið hann eftir í Sporthúsinu....spurning. Allavega þá hefur þetta brjálæði í mér dregið mig aðeins niður aftur. Vona að ég nái mér á strik um helgina....ef ég held það út að láta skápana og skúffurnar í friðið GetLost

Allt í einu uppgötvaði ég að ég er að fara að ferma eftir MÁNUÐ W00t Boðskortin eru klár, þarf bara að klippa þau til og senda út. Ætla að hafa veisluna heima því þetta eru ekki svo margir sem við bjóðum en eigi að síður er það hrikalegt að vera ekki búin að senda út kortinFrown.

Í mínu skipulags kaosi hentist ég í að gera allt í einu og finn að ég hef ekki tíma til að gera neitt sem stressar mann enn frekar. Spurning um að leggjast í kör og bíða þar til allt er yfir staðið Woundering...ni...ekki í boði víst! Hafði það af meira að segja að skrá mig í skóla sem byrjar í apríl og stendur fram á sumar, bara svona til að auka fjölbreytnina við allt kaosið í kringum mig Pinch


samkynhneigð Patta!!

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Pattinn okkar er samkynhneigður! Shocking 

Ég er jafn mikið á jeppanum og hann Stefán minn. Stundum meira og stundum minna. Í gær fór ég í mat til pabba og konunnar hans í Mos og þar sem ég ætlaði að vera með öll börnin með mér ákvað ég að fara á jeppanum. Eins er hann nokkuð öruggari í umferðinni en Yarisinn minn gagnvart árekstrum. (er nefnilega enn mjög trekkt í umferðinni eftir umferðaróhappið mitt þann 24. sept sl.)

Þegar ég var komin í Ártúnsbrekkuna fór bíllinn að nötra....full mikið. Mér stóð ekki á sama svo ég ákvað að hægja á ferðinni. Ekki það að ég hafi verið á ólöglegum hraða, alls ekki. Hægði það mikið að hann hætti að skjálfa. Á vesturlandsveginum byrjaði aftur þetta nötur, eða um leið og ég var komin upp í 80km/kls svo ég ákvað að hægja aftur á ferðinni og vera undir löglegum hraða.

Ekki var þetta skárra á heimleiðinni. Enn og aftur nötraði bíllinn það mikið að Viktoría var farin að panikka. Ég ákvað að biðja Stefán um að koma með mér í bíltúr til að fá hann til að sjá þessi ósköp og finna sjálfur. Hann var rétt á undan okkur heim úr skólanum svo ég sópaði krökkunum inn og fékk hann til að koma með mér út...hann fékk ekki einu sinni tækifæri til þess að fara í jakka...bara út með hann....ætlaði EKKI að gefa mig með það.

Stefán sest undir stýri og ákveður að fara Álftanesveginn því þar má fara í 70km/klst. Hann er kominn í 70 og ekkert gerist...hann ákveður að auka aðeins ferðina og er kominn í 80....og ekkert gerist....og hann ákveður þar sem enginn bíll var á ferð að auka örlítið meira og er kominn í 90 og EKKERT gerist....ansk#$%&. Hann hægir snarlega svo á ferðinni og ákveður að snúa við og prufa aftur. Enn og aftur reynir hann sömu gloríu og EKKERT GERIST Woundering ARGH Angry Ég komst að þeirri niðurstöðu að jeppa fíflið er samkynhneigður....allavega hagar hann sér öðruvísi við Stefán en mig.

Í morgun fór ég svo á Pattanum aftur og nú til þess að fara á dekkjaverkstæði og láta "ballensera" dekkin. Ákveð að fara á nýtt dekkjaverkstæði í Hafnarfirðinum. Kem fyrir utan og þá virtist enginn vera sýnilegur. Hurðin lokuð og enginn sjáanlegur. Skyndilega kemur dökkhærður broddaklipptur maður í gluggann og opnar dyrnar. Ég keyri inn á verkstæðið en hann beinir mér ekki á bílalyftuna, heldur bara á mitt verkstæðisgólfið með jeppann. Ég stekk út og þá mætir mér sú mesta skítafýla sem ég hef fundið. Engu líkara en 30 hraustir karlmenn hafi tekið höndum saman og farið á klósettið og leyst vind ásamt teflt við páfann. Ég reyni að bægja þessari fýlu frá mér og segi við þennan ágæta mann sem stóð og glápti á mig að ég vilji láta ballensera dekkin. Hann segir á bjagaðri "íslensku" "bjallensiling ja" og þá áttaði ég mig á því að sennilega er þetta Pólverji sem ekki kann íslensku...eða lítið af henni. Gott og blessað en ákvað að ég skyldi tala bara íslensku við hann ef ég þyrfti yfir höfuð að hafa einhver samskipti við hann almennt séð.

Nú tekur ekki betra við. Hann nær í tvo tjakka og setur þá fyrir framan bílinn og byrjar að hand tjakka bílinn. Ég finn allt í einu hvar hakan mín var komin það neðarlega að ég var farin að BRAGÐA á skítafýlunni þarna inni. Lokaði munninum aftur og reyndi að láta lítið bera á hneykslis svipnum á mér. Taldi að hann yrði bara fljótur að þessu og ekkert vesen. Maðurinn baksast við að ná snjóugum dekkjunum undan bílnum og leggur þau við vélina sem balleseringin fer fram á. Hann skellir öðru dekkinu upp á vélina og festir það. Hann setur ekki hlífina ofan á sem lá á gólfinu við hliðina til að varna bleytunni sem sprautast af dekkinu sem snýst hratt í hringi. Þegar ég sá að hann ætlaði ekki að setja hlífina á, ákvað ég að færa mig bara frá. Vissi það alveg að miðflóttaraflið er það sterkt að það er ekki séns að snjórinn, aurinn og bleytan hangi á dekkinu á fullri ferð. Eitthvað spáði þessi ágæti maður ekki í það svo hann skellir dekkinu í gang og stendur beint fyrir framan dekkið. Það þarf ekki að spyrja að því að það leggur snjó, aur og bleytu strókur yfir hann og spýtist í loftið ásamt nærliggjandi vegg. Hann færir sig...eða gerir tilraun til að færa sig og reyndir að dusta sem mest af ógeðinu úr broddaklipptu hárinu og úr fötunum sínum. Púkinn ég varð að snúa mér undan og halda fyrir munninn til að reka ekki upp hlátursroku. Mér var svo sannarlega skemmt þarna og hneyksluð um leið. 

Ég fór að virða þennan dreng/mann fyrir mér og sé að hann er í HVÍTUM Reebook skóm, svörtum buxum, dökk blárri háskólapeysu með rendur í stroffinu sem minna einna helst á fána Samtakanna 78. Peysuna dró hann niður fyrir rass sem gerði hann enn hallærislegan fyrir vikið. Hann gerði ekki annað en að dusta ósýnilegt "rykið" af peysunni sinni og hugsaði mér mér að þessi maður væri greinilega ótrúlega pjattaður svona miðað við vinnuna sem hann er í. Þegar ég fór að fylgjast meira með honum sá ég að hann renndi reglulega með skítugar krumlurnar í gegnum hárið á sér. Þá varð mér illt Sick

Nægan tíma fékk ég til að fylgjast með þessum manni vinna vinnuna sína því þessi skítafýluraun stóð yfir í FIMMTÍU MÍNÚTUR....ég hélt ég yrði ekki eldri. En hann vann þetta vel og vandaði til verka. Það mátti hann eiga svo ég fyrirgaf honum seinaganginn.

Þetta var raunin mín fyrir daginn í dag....ég vona að ég þurfi ekki að reyna þetta mjög oft GetLost


Norðurljósin

Þessi stutta er svo forfallinn norðurljósaáhugamanneskja að það er beðið eftir því að þetta fyrirbæri birtist á himninum og fari að dansa. Hún getur staðið úti og horft á þetta heillengi.

Vissulega er þetta magnað og enn magnaðra finnst mér að ná þessu á mynd.

setti nokkrar í myndaalbúmið

Norðurljósin

tvíburar vs. þríburar!

Ég sótti skottuna mína á leikskólann um daginn og þá var hún að ræða um þríburana sem eru á deildinni á móti. Gengið inn um sama inngang en inn um sitthvora deildarhurðina. Henni fannst þetta rosalegt að eiga ÞRÍBURA og spurði mig hvernig í ósköpunum er hægt að eignast svona mörg börn í einu Shocking

Ég var náttúrulega bara skynsöm móðir og ræddi þetta aðeins við hana að þetta gæti bara gerst og þá sagði hún spekingslega:

mamma, ég ætla EKKI að eingast þríbura sko...ég ætla BARA að eignast TVÍBURA Woundering

Þetta fannst mér náttúrulega drep fyndið en ákvað að leyfa henni að eiga það fyrir sig.

Í gær fór ég með hana í íþróttaskólann og strax á eftir upp á höfða að brasa. Komum heim um kl 21:30 og þá sáum við rosalega mikið af norðurljósum. Ég fór með hana út til að sýna henni norðurljósin og hún vildi að sjálfsögðu vita hvernig þetta fyrirbæri væri búið til. Ég reyndi að útskýra það fyrir henni svo hún skildi en hún fann samt betri lausn á þessu óskiljanlegu "bulli" í mér um rafmagnið að hún sagði að þetta væru sko bara englarnir á himninum sem stæðu að þessari ljósadýrð.

Mér var skipað inn til að ná í myndavélina svo hægt væri að mynda þetta fyrirbæri sem englarnir hefðu gert svo lista vel. Kissing

Nú bíður hún spennt fram á kvöld til að sjá hvernig norðurljósin dansa í kvöld Sideways Tek kannski fleiri myndir og skelli inn á bloggið.


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband