. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Mannþekkjarinn ég

Ég er svo ótrúlega góð að muna andlit og nöfn og allt það....eða EKKI!! Oftar en ekki hefur mér fundist ég þekkja fólk og svo ekki gert það og svo hefur líka komið fyrir að ég hef strunsað framhjá fólki sem ég þekki mjög vel, án þess að heilsa!! sumir verða móðgaðir og aðrir ekki.

En fyrir nokkrum árum síðan var ég á gangi í Kringlunni og hitti þar manneskju sem ég þekkti. Hugsaði með mér hvort ég ætti að stoppa hana og heilsa eða hvort ég á að labba framhjá. Ég vel oftast síðar nefndu leiðina en ákvað að taka rögg á mig og heilsa að fyrra bragði. Ég ákvað að heilsa og viðkomandi manneskja heilsar mér, hægir á sér, fannst samt eitthvað skrítið hvað mér fannst ég þekkja konuna (mundi ekki nafnið, frekar en fyrri daginn) en samt fannst mér að ég ætti ekki að þekkja hana.

Við vorum báðar mjög vandræðalegar yfir þögninni sem myndaðist eftir að við heilsuðum en svo þar sem hvorug okkar sýndi frumkvæði á að starta umræðuefni (svona fyrir utan blessuðu blíðuna) kvöddumst við aftur. Þetta fannst mér samt allt mjög undarlegt en ákvað að hrista þessa hugsun í burtu því ég mundi ekki nafnið á viðkomandi manneskju eða hvernig við ættum að þekkjast.

Um kvöldið sama dag áttaði ég mig loks hver manneskjan var.....

Þetta var bara Elín Hirst fréttaþulur W00t

Eftir þetta ákvað ég að vera ekki að heilsa af fyrra bragði...héðan í frá verður viðkomandi að heilsa mér af fyrra bragði svo ef ég heilsa ekki....ekki vera móðguð....sýnið þið frumkvæði...ætla ekki að láta svona nokkuð koma fyrir mig aftur Joyful


Ætli fjarstýringin virki líka á karlpeninginn? *c:

Gott ef þessir uppfinningamenn gætu hannað nokkra hnappa til viðbótar á fjarstýringuna sem gætu virkað á alla þá þætti sem okkur konum þóknaðist Kissing Þá myndu konur rúlla yfir heiminn LoL


mbl.is Fjarstýrðar sáðfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óforskammað tilboð

Ég held að ég hafi sjaldan orðið jafn reið og móðguð og nú í dag. Þannig er mál með vexti að við ætlum að selja Yarisinn okkar og fá annan og örlítið stærri bíl. Ég sendi myndir af bílnum á bílasölu og bið um að hann fari á söluskrá og þeir meti verð á svona drossíum sem þessum. Matið kom frá þeim strax og er hann metinn á 1.250.000 sem er held ég mjög eðlilegt verð á bílnum. Ég skoðaði aðra bíla, samskonar og voru þeir allir á þessu sama róli +-50.000, fór eftir akstri og fleiru.

Eins og svo mjög margir, þá eru bílalán á drossíunni og stendur það í ca 950.000 svo ég setti inn að viðkomandi þyrfti bara að borga 300.000kr út og taka við láninu sem eru liðlega 20.000 á mánuði.

Ég ákvað að setja þessa sömu auglýsingu á www.barnaland.is og í orðsins fyllstu merkingu kóperaði textann hjá bílasölunni og setti inn á auglýsinguna á þessu barnalandi.

Ég fæ svo "gylliboð" frá einum notenda barnalandsins og er þetta tilboð svo hljóðandi:

Skv BGS er raunverð þessa bíls 1.070.000.-

Býð yfirtöku og 20þ á milli.

W00t

Ég hélt ég myndi missa mig og ákvað að svara fyrir mig þarna:

það má vera að BGS sé með annað mat á bílnum en það er nú bara þannig að þeir eru ekki í taktinum á því hvað er sett á þessa bíla.

Við erum með þennan bíl skráðan á bílasölu og þar settu þeir þetta verð sjálfir á. Eins ef þú skoðar bara þennan bílamarkað og þá sér í lagi þessa tegund sem ég er að selja, þá sérðu það svart á hvítu að verðið á þessum bílum er svona hátt.

Skoðum annað dæmi.

LANDCRUISER 100
200565 þ.km6.950 þ.  
Bíla- og vélasala Borgarnesi
Fjöldi mynda: 1 Ökutæki er á staðnum

mat BGS


Toyota - Land Cruiser 100 - VX Turbo - 4200 - 5.dyra - Dísel - Sjálfskiptur

5.951.000 krónur

Hvað varð um þessa millu?? Ætlar þú að reyna að þrúkka um verð við viðkomandi þar sem þetta BGS segir annað raunverð????

og eins og BGS segir: "Athugið að þetta er einungis til viðmiðunar, einstakar bifreiðir geta verið metnar hærra eða lægra eftir ástandi og aukabúnaði."

Mér liggur ekki á að losna við bílinn. Ég get allt eins hirt lánin af honum sjálf og selt hann beint. En Flestir vilja fá lánin með því ekki eru margir sem liggja með aur á lager.

Ef þú skoðar betur www.bilasolur.is og slærð inn þennan leitarstreng, færðu út þessa bíla

  Niðurstöður leitar - Smelltu hér til að leita í söluskráVerð eru breytileg eftir útbúnaði ökutækja, fyrsta skráningardegi, aldri skráningar o.fl.
Smelltu á framleiðanda ökutækis til að skoða nánari upplýsingar.

 FramleiðandiGerðÁrgerðEkinnVerð Áhvílandi Tengiliður

 

YARIS SOL
200535 þ.km1.150  
Bílasala Íslands
  
YARIS SOL
200534 þ.km1.150  
Bílasala Suðurlands
YARIS SOL
200539 þ.km1.250638 þ. 
Bílasala Reykjavíkur
 
YARIS SOL
200537 þ.km1.190  
Ingvar Helgason Akureyri
 
YARIS SOL
200538 þ.km1.250950 þ. 
bíll.is

 

 

Með öðrum orðum. Nei takk. Ég vil fá meira á milli en 20 þúsund. Við skulum tala saman ef þú bætir eins og einu núlli til viðbótar fyrir aftan 20 þúsund 

--------------------------------------------------------------------

ég er kannski rosalega tannhvöss þarna...en hvað með það?! Meira að segja þá fáum við hærra verð fyrir bílinn með því að setja hann uppí nýjan hjá öðru umboði en Toyota en þessi einstaklingur vill borga nú þegar miðað við BGS (og meira að segja 100.000 undir)

Hvað með þegar fasteignamat á íbúð er x millur...og ásett verð er xx millum fyrir ofan fasteignamatið....hvað þá?? Svona er þetta bara. Eitt er viðmiðunarverðið og hitt er ásett verð og svo er það viðkomandi kaupandi sem ræður hvað hann er sáttur við að borga.

já, ég veit...ég ER pirruð yfir þessu.! GetLost

 

 


mynda óð!!

nei...ekki alveg...en ég verð að viðurkenna að það styttist í þann titilinn.

Setti inn enn fleiri myndir í albúmið.

Nammi namm

American style style style....

eða Mexican style.

Ég hef verið að grenja yfir því undan farin ár að ég þurfi að losna við eins og 3-4 kíló...(eða hér um bil Tounge) en ég held ég sé hætt að grenja.....þessi kíló mín eru léttvæg miðað við marga aðra.

Farin að gera eitthvað í málunum því eins og máltækið segir: "Allt sem framkvæmt er, á upphaf í  huga manns." ....þarf bara að leita að þessari framkvæmd í huganum einhverstaðar.....já...eða það. Whistling

vigtin

þetta er mín aðferð...þess vegna þarf ég bara að losna við 3-4 kíló! LoL


mbl.is Þyngsti maður heims léttist um 230 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það skrítið?!

Ég lái ekki Bretum að "hata hana" í bókstaflegri merkingu. Ég er ekki að segja að hún hefði átt að fara slipp og snauð frá þessu hjónabandi þeirra en hún hefði átt að sýna sóma sinn í því að fara fram á lægri "þóknun" en helming af öllu hans.... Ég er viss um að þá væri ekki svona illa fyrir henni komið í dag. Woundering 

Ég er heldur ekki að segja að hún hefði átt að fara fram á "tvöfalt meðlag" eða í þá áttina. Bara nóg til að lifa þokkalega í vellystingum með barnið og í sátt við Paul og bresku þjóðina.

 


mbl.is Mills hyggst flytja frá Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglissýki fjölskyldunnar

Mér var bent á það af vinnuveitanda mínum að fjölskyldan mín er með athyglissýki á háu stigi!!! Nei...segi svona...en núna með skömmu millibili hefur Sandra Dís komið í Séð & heyrt, fyrst í tölublaði 2 og svo núna í nýjasta. nokkrar góðar myndir af dömunni Cool

 

Nú er svo komið að ég ætla að fara að versla...og þar sem ég er í hinu fullkomna hjónabandi, þá lítur þetta svona út á mínu heimili

hjonaband

Ég segi nú bara svona...en svosem ekki langt frá því....enda á ég svo góðan eiginmann InLove


týnd

ég held ég hafi misst mig örlítið í ljósmynduninni!!

Var að tala við kunningjakonu mína á msn og hún var að segja mér frá skóla í New York sem kennir ljósmyndun í fjarnámi. Ég skoðaði heimasíðuna og gjörsamlega forfallaðist. Um leið og ég hef lokið við þessa Grafísku hönnun í þessum tölvuskóla, ætla ég að taka þetta ljósmyndafjarnám. Ójá.

Fórum út að borða í gær á svokallaða vetrarhátíð hjá SKB. Veislusetrið sá um matinn og salinn og verð ég að segja að maturinn, þjónustan og salurinn var æði. Fórum sko pakk södd heim aftur eftir frábærlega vel heppnaða "hátíð". Ólöf "systir" gætti barnanna sem var æði, enda svo yndisleg stelpa á ferð. Svo í dag fórum við á pínu myndaflipp...í listfræðilegum skilningi...það kallast jú flest...ef ekki allt LIST Tounge Læt fylgja eina listaverkamynd og svo "tilraunamynd".

listaverk
Ólöf Helga
endalaust
tilraunastarfsemi
endalaus 2

langur laugardagur

ótrúlegt hvað veðrið getur haft áhrif á mann. Okkar frábæra þriðjudeildarlið á að keppa þessa helgi. Mótið átti að byrja í gær en var frestað þar til í dag (ef vestfirðingar komast með flugi í hádeginu). Lofaði að taka myndir á mótinu af allt og öllu enda á mótið að vera haldið á Álftanesinu. Vona svo sannarlega að keppnin geti verið í dag....stelpnanna vegna allavega. Þær hafa æft stíft undanfarið og ÆTLA sér að taka þetta mót í nösina Cool

Læt mynd yfir "miðbæ" Álftanes fylgja með....hvar er miðbærinn annars??? Alveg eins gott að hafa hann þarna með þessa ásýnd eins og einhverja aðra Wink

Esjan

« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband