. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

fiskinn minn, nammi nammi namm

Það er ótrúlegt hvað maður getur verið hvumpinn suma daga. Sérstaklega þá daga sem maður er stút fullur af verkjum og leiðindum, þá má oft á tíðum lítið út af bera til þess að maður missi sig gjörsamlega!

Ég fór í Nóatún í gær í þeim tilgangi til að kaupa fisk í kvöldmatinn. Það er eitt af því sem maður verslar ekki í Bónus. Ég er þarna upp úr kl 18 í Nóatúni og var með litla skottið með mér. Ég fer að kjötborðinu og leita eftir númeri sem btw var ekki. sá að það var fínasta "fiskborð" og stend við það þar sem ég ætlaði mér að kaupa fisk Pouty en uppröðunin þarna er nú svo skrítin að maður veit eiginlega ekki hvort maður er að koma eða fara. Eins og þetta er nú fínt þarna hjá þeim og snyrtilegt var ég hissa á því að það skuli ekki vera númerakerfi þarna eins og er á flestum öðrum stöðum. Anyway þá er uppröðunin þannig að lengst til vinstri er "take away" og svo kemur risa súla, því næst við hliðina á er kjötborðið, stórglæsilegt og svo kemur risa súla og svo kemur frekar lítið fiskborð sem var mjög snyrtilegt. Súlurnar skyggja verulega á borðin öll svo þess vegna hefði þurft að hafa númer. Ég bíð við fiskborðið og sé að strákurinn var að afgreiða annað fólk sem í raun hafði ekkert sérstaklega tíma til að versla því þau töluðu svo mikið saman að strákurinn náði varla sambandi. Þegar hann er rétt að verða búinn að afgreiða þau LOKSINS, kemur eldri maður þarna aðvífandi í sama mund og hann réttir fólkinu bakkann og fer þá strax að afgreiða manninn. Þar sem ég er einstaklega þolinmóð manneskja ákvað ég að sýna stillingu og færa mig bara að kjötborðinu til að vera VISS um að fá afgreiðslu bara næst. Þegar strákurinn er rétt að verða búinn með eldri manninn (að afgreiða sko) kemur kona að fiskborðinu. Ég leit á hana og vissi það að ÉG var á undan henni og allt það. Svo réttir strákurinn manninum bakkann og snýr sér við til að þurrka á sér hendurnar og gengur til konunnar við fiskborðið og býður henni aðstoð.....W00t. þá missti ég mig....ég varð reyndar svo reið að ég vissi ekki fyrr en ég æsti mig upp úr skónum Angry. Talaði meira að segja svo hátt og skýrt að ég býst alveg við að þetta hafi heyrst um allan Hafnarfjarðarbæ. sagði HVAÐ ER ÞETTA HÉRNA. ER EITTHVAÐ FJANDANS NÚMERAKERFI HÉR EÐA HVAÐ????? Strákurinn sem var að afgreiða sagði alveg poll-rólegur nei, ekkert númerakerfi. ég aftur: HVERNIG Í VERÖLDINNI STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÉG SÉ SNIÐGENGIN OG ÞAÐ TVÍVEGIS. ÉG ER SKO BÚIN AÐ BÍÐA HÉRNA NÓGU LENGI OG MÍN ÞOLINMÆÐI ER RUNNIN. ÉG VIL AFGREIÐSLU NÚNA. Strákurinn enn poll-rólegur: já, fyrirgefðu, ég tók bara ekki eftir þér, en hvað má þá bjóða þér? Þegar þarna var komið þá var nú mesta reiðin runnin og sérstaklega þar sem strákurinn sem virtist í fyrstu vera hálf "fokheldur" virtist mjög geðgóður og þægilegur drengur og hann missti aldrei stjórn á neinu þegar ég var sem verst. Ég sagðist vilja fisk! Svo leit ég á konuna sem hann var að byrja að afgreiða á undan mér og ef hún hefði getað hefði hún örugglega vilja láta sig hverfa á staðnum, hún leit í það minnsta ALREI í áttina til mín eftir þetta. Ég vorkenndi henni ótrúlega mikið og langaði svo að segja við hana að þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið henni að kenna en ég lét það ógert. Strákurinn afgreiddi mig og var allan tímann mjög kurteis. Ég þakkaði honum svo fyrir og fór. Flýtti mér meira að segja að borga og út úr búðinni....átti alveg eins von á lögreglunni eftir þessar óspektir Tounge.

Þessi drengur fær rós í hnappagatið frá mér fyrir það eitt að halda ró sinni allan tíman og láta aldrei sjást nein svipbrigði Pouty en ég fer ekki ofan af því að Nóatún ÞARF að hafa númerakerfi þarna svo fólk þurfi ekki að bíða endalaust. Það eru jú ekki allir jafn erfiðir og ég og segja sína meiningu Blush

Þegar maður fer að hugsa til baka þegar ég var að vinna í grænmetinu í Hagkaup (salatbarnum) að þá var maður oft að vinna og einn vinnufélagi oftar en ekki var að "plokka" cherry tómata, hann henti einu og einu grænu dóti af tómötunum í mig. Stundum svaraði ég í sömu mynt en oftar en ekki ef ég var líka að tína þetta græna af þá safnaði ég þessu græna til hliðar, eitt fyrir hvert það sem hann henti í mig og svo þegar ég var komin með góða summu af þessu græna lét ég ALLT flakka í einu svo þetta dundi eins og hagglél LoL. Ég hef jú alltaf geta svarað fyrir mig og stundum ögrar maður líka Whistling

Helga skapstóra


....voða fallegt hrokkið hár, hettan rauð og kjóllinn blár

Þetta er nú meira "sældar" lífið að vera með hálsbólgu og kvef Undecided.....eða þannig. Byrjaði vikuna skemmtilega á því að mæta í skólann hálf úldinn. Keyrði fyrst Loga og Guðrúnu í skóla/leikskóla og fór svo í skólann. Entist í einn tíma og skreið svo heim hund þreytt og slöpp. Svaf frá mér daginn í orðsins fyllstu merkingu. Þriðjudaginn hætti ég við að fara í skólann, ákvað að ná úr mér mesta sleninu áður en ég færi af stað til að enda ekki í lungnabólgu eða öðru skemmtilegu. Átti að mæta í eitt stykki lokapróf á fimmtudeginum en sendi kennaranum meil og sömdum um að ég fengi að taka það á fimmtudaginn. Ekki að ég fengi að sleppa prófinu.....ónei Frown. Er aðeins skárri í dag en betur má ef duga skal Errm.

Lokaprófin nálgast óðum og er maður að verða nett stressaður fyrir þeim. Byrja á mánudaginn á eðlisfræðinni og svo miðvikudagur á 4003 stærðfræðinni og svo enska á föstudaginn. svo er pása fram á þriðjudag en þá er það 5003 stærðfræðin og svo loks 15 des er 4103 stærðfræðin...... var einhver að segja að ég væri í mörgum stærðfræði áföngum??????????? NEEEEEEH....held ekki Joyful

Anna Þórunn vinkona var út í Bretlandi og þar fann hún engan smá kjól á litlu dömuna mína. Fékk mms frá henni með mynd og alles. Ekkert smá flottur InLove 

Kjoll

Helga með kjólamaníuna kveður að sinni Cool


illa farið með mann!

ég veit að ég á ýmislegt skilið....kannski átti ég það skilið að vera farið illa með mann á árshátíðinni hjá TUL.ehf GetLost Það er regla á vinnustaðnum þegar árshátíðir eru að allir starfsmenn komi með einhver skemmtiatriði. ég var búin að vera á kafi í skólanum eins og gengur og gerist og hafð svosem engin skemmtiatriði sem slík en var með "reikni-kennslu" í staðin Tounge. Það gekk bara fínt.

Lovísa (dóttir Hansa, eiganda TUL.ehf) kallaði á mig og bað mig um að hjálpa sér aðeins. Hún hefði gleymt skemmtiatriðunum heima og var ekki með neitt tilbúið nema var með blað sem voru einhverjar spurningar á. hún bað mig um að svara þessum spurningum. Ég vissi að það var e-ð plott í gangi en hún sór þess EIÐ að ekki væri um neitt plott Shocking. Eigi að síður lét hún mig skrifa svörin á annað blað Pouty

spurningarnar voru á þessa leið:

1) hvað er það besta við börnin þín?

svar: Þau eru að sjálfsögðu æðisleg, falleg, vel gefin og skemmtileg

2) hver er rómantískasta stundin sem þú getur hugsað þér

svar: sitja við arineldinn með hvítvín og góða tónlist

3) hvað er það besta við ketti?

svar: þá má skjóta!

4) hvernig ilma rósir?

svar: unaðslega

5) hvað er 35+42

svar: annað en tölur? 77

Ég benti svo Lovísu á það að ég ætlaði ekki að taka þátt í þessu ef þetta er e-ð skítaplott. Hún lofaði öllu fögru og með það fór ég......hálf efins!

Svo kom að Lovísu og Jóhanni Gísla að halda þetta skemmtiatriði og tóku þau blaðið upp og bentu ÖLLUM á það að ég hefði svarað þessum spurningum eins einlægt og ég frekast gat.

svo kom rullan:

1) Hvað er það besta við Martein? (hann er breskur arkitekt hjá TUL)

svar Helgu: hann er að sjálfsögðu æðislegur, fallegur, vel gefinn og skemmtilegur Sick

2) Ef þú fengir að eyða einni kvöldstund með Hansa (eiganda TUL), hvað myndiru gera?

svar Helgu: sitja við arineldinn með hvítvín og góða tónlist Blush

3) Hvað er það besta við Svein (smiðinn hjá fyrirtækinu, ungur og laglegur strákur)

svar Helgu: Hann má skjóta Woundering

4) hvernig er að vinna hjá Hansa?

svar Helgu: unaðslegt Pouty

5) hvað er Bangsi gamall? (hann er yfir smiðurinn á verkstæðinu, miðaldra maður)

svar Helgu: 77 ára Shocking

Óboj hvað þetta var vandræðalegt. Dósin skipti út blaðinu sem ég svaraði eftir og lét þetta líta all verulega illa út fyrir mig....en það hlógu allir að þessu.....nema ég Crying

Þetta bíður betri tíma.....it is aint over until the fat lady sing

the fat lady

 

 


allur matur á að fara....

það er svo ótrúlega mikið búið að gerast á svo skömmum tíma að ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja Pinch.

Ég er búin að vera með Guðrúnu og Loga undanfarið. Það hefur gengið ótrúlega vel. Svo  var unnið á "vöktum". Okkur var boðið á Hótel Örk á jólahlaðborð. TUL bauð okkur starfsmönnum og mökum. Þar sem hér var fullt hús af börnum og enginn til að passa svo við báðum Ólöfu Helgu frænku um að passa sem hún var alveg tilbúin til en aðeins einn galli.....hún var að vinna til kl 20 á laugardeginum og þurfti að mæta kl 08:00 um morguninn aftur í vinnu Gasp. Auðvitað reddaði Hans Ingi þessu og kom til okkar um kl 13 og passaði litlu grísina en VR var að vinna lika á hótelinu. Svo kom hún heim um kl 17 og tók við af Hans Inga. Ólöf kom rúmlega átta og var með VR í pössunarpíustörfunum. svo fór VR að vinna um morguninn og Ólöf líka svo Hansi kom og tók við af henni á sunnudagsmorgninum og var þar til við komum um hádegi. Algjört æði að eiga svona góða að. TAKK TAKK Ólöf og Hansi Kissing. Svo var krökkunum boðið á jólahlaðborð á Örkinni á sunnudeginum kl 15 svo það var gefið allt í botn, börnin klædd og greidd og aftur var haldið af stað til Hveragerðis. Þau skemmtu sér konunglega og fengu sér vel að borða. Um kl 18 var haldið aftur af stað heim en þá komu Ólöf, Hansi og Hjálmar í mat til okkar svo það var spítt í lófana og eldað matinn þegar heim var komið.

Það skemmtu sér allir konunglega þessa helgi Joyful


jólasveinninn minn, jólasveinninn minn

það er ótrúlegt hvað jólin nálgast hratt. Maður hefur ekki undan að telja. H.Sunna kom til mín í fyrradag og sagði: "mamma, hvenær er 9. desember?" Ég varð agndofa yfir þessari spurningu og sagði henni hvenær sá dagur myndi renna upp og hún jánkaði því. Svo fór hún og ég sat eftir eitt stórt spurningamerki. Ég fór á að velta því fyrir mér hvað þessi 9 desember hefði í för með sér og komst að þeirri niðurstöðu að sennileg kemur Hr. Jóli og gefur í skóinn....semsagt þá um nóttina aðfaranótt 10 des. Ég fékk nettan hroll við tilhugsunina....ekki vegna þess að Hr. Sveinki kemur heldur að þá er ég ALVEG að verða búin með öll prófin mín....og hrollurinn stafaði af því að HELV"#$$% prófin eru eftir VIKU W00t......jeremías og jólaskór.....þetta er hrikaleg tilhugsun að vera í prófum.

Ég fór í stærðfræðipróf í gær og gekk svona glimrandi vel að ég veit að einkunin verður vel yfir 8....sem er nokkuð gott fyrir mitt "selfesteem" og svo var ég í eðlisfræðiprófi í dag og viti menn.....Helga litla var nr 4 sem skilaði prófinu af vel á 4 tug Grin semsagt gekk svona glimrandi vel. Svo er heimapróf í stæ5003 á morgun svo ég fer í skólann kl 8 og kem ekki heim fyrr en það er búið og geri ég ekki ráð fyrir því fyrr en miðnætti Undecided

Pabbi og Gurra komu með Guðrúnu Öldu í gærkveldi. Þau voru að fara fljúga út til Prag svo ég ætlaði að vera með Guðrúnu og Loga þennan tíma sem þau verða úti. Ég þarf semsagt að keyra krakkana mína í skóla/leikskóla og svo Guðrúnu og Loga í Mos í skóla/leikskóla. Ég ætlaði að gefa mér ca 40 mín að keyra krakkana í Mos og koma mér í skólann. Jú.......þetta passaði...ég var 40 mín og 20 TIL VIÐBÓTAR......dísess hvað þetta tekur langan tíma. Ég eyddi næstum einum og hálfum tíma í að keyra og senda krakkana áður en ég komst í skólann og ekki nóg með það að ég mætti í skólann korter í 9 (30 mín of seint), var til 9:45, rauk þá á fund á Lansann var þar til 11:30, rauk þaðan í Hafnarfjörð á annan fund (var 10 mín of sein á hann), lauk þeim fundi kl 12:40, rauk þá í skólann til að taka eðlisfræðiprófið. Kláraði það 14:45, þá var rokið af stað í Mos að sækja krakkana, Þaðan beint á Álftanesið að sækja mína krakka þar sem ég þurfti að vera mætt með SD til læknis kl 16!!!!!!!!!! Eftir lækninn fannst ég að ég væri að flýta mér enn svo mikið að ég rauk í burtu frá lækninum...gleymdi ekki börnunum....nei...en ég gleymdi AÐ BORGA W00t. Ég var búin að festa börnin í stólana og gat ómögulega tekið þær aftur úr þar sem ég var búin að mæla mér mót við mann eftir 5 mínútur á Grensásvegi að ég rauk í burtu og ákvað að hringja í Glæsibæinn á morgun.

Vá hvað sumir dagar geta verið strembnir. Ég var svo þreytt á leiðinni heim að ég hringdi í Dominos og sagðist vera að koma og sækja pizzur til þeirra. Gaf krökkunum að borða og lét renna í baðið handa þeim.....og þar eru þær víst enn.....

Verð að hendas.

 Helga miss busy


Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur...

ég þoli ekki fólk sem segir við barnshafandi konur að kynið skiptir ekki máli heldur að allt sé í lagi. Hvað á konan að gera ef það er ekki allt í lagi?? henda barninu í ruslatunnuna eða....!!! Ég segi það statt og stöðugt að það eru ekki til vandamál, heldur verkefni til að leysa. Mér finnst það líka frekar mikil eigingirni í fólki sem lætur eyða fóstrinu ef það eru líkur á Downs heilkennum. Þessum börnum líður ekkert illa, það er oft á tíðum mjög glatt, jafnvel lífsglaðara en flestir aðrir og mun jákvæðari en margir aðrir. Hvort væri nú betra að eignast heilbrigt barn með mjög lága "greindarvísitölu" (ég hata þetta orð) en í lagi að öðru leiti eða Downs-syndrom barn?

Barnið með lágu greindarvísitöluna kemur til með að eiga mjög erfitt uppdráttar í skóla, það er á "milli" í kerfinu. Það er ekki hægt að fá neina "greiningu" á barnið að öðru leiti svo það er látið hanga í skólanum. Fólkið í kringum þetta barn verður bara pirrað yfir því hvað þetta er vitlaus krakki. ef það gerir e-ð af sjálfsdáðum er það jafnvel skammað. Verður jafnvel fyrir einelti í skóla og ef það fær sómasamlega vinnu gæti einstaklingurinn orðið fyrir áreiti á vinnustað.

Downs-syndrom barnið hinsvegar fær greininguna. Það er aðlagað með börnum með sömu greiningu. það fær að fara í sértækan skóla. því er lofað hástert þegar það gerir e-ð gott þó svo að það sé "bara" að fara út með ruslið. foreldrarnir fyllast af stollti þegar barnið umvefur foreldra sína ástúð og umhyggju vegna þess að það er komið allt öðru vísi fram við það heldur en hitt barnið sem einungis hefur lága greindarvísitölu.

Ég vil að við þökkum fyrir það hlutverk sem okkur er ætlað í lífinu. það er gert til þess eins að kenna okkur að meta lífið og tilveruna. horfa á lífið sem jákvæðan hlut og taka fagnandi hendi hvaða verkefni sem er, sem okkur er ætlað að leysa. Ef við fengum ekki verkefni til að leysa í lífinu yrði þetta frekar innantómt líf, ekki satt. Við vitum heldur ekkert hvað bíður okkar "hinu megin" við lífið. Það gæti þess vegna beðið eftir okkur einhver verkefni sem við sneiddum framhjá í þessu lífi. Við vitum ekkert um það.

Helga......sem upplifir sig stundum með lægstu greindarvísitölu í heimi Undecided


fönn, fönn, fönn, fönn íslensk fönn.

Ótrúlega voru börnin kát að fá snjóinn! LoL Ekki var ég svona kát GetLost. Stefáni mínum fannst þetta algjört ÆÐI...enda titla ég hann stundum strákinn minn Tounge. semsagt eitt af börnunum mínum.

Viktoría var að keppa um helgina í fimleikum. Fékk gullið á trambolíni og silfrið á dýnu....svona næstum eins gott og ég hefði gert það Tounge.....segi svona. Ég er að sjálfsögðu hrikalega stollt móðir. Aldrei fékk ég þetta tækifæri að stunda svona íþróttir, enda var tíðarandinn annar þá. Mér finnst bara svo frábært hvað hún er dugleg og áhugasöm að þó þetta kosti blóð, svita og tár að greiða þessar íþróttir, þá er það vel þess virði þar sem íþróttir er besta forvörnin.

Nú styttist heldur betur í að ég verði "fimm barna móðir". Pabbi og konan hans eru að fara erlendis og ætla Guðrún litla sys (2 ára) og Logi litli bró (11 ára) að koma og vera hjá okkur þennan tíma. Það er náttúrulega frábært að fá þau en jafnframt erfiðasti tími í heimi að gerast fimm barna móðir á einu bretti. Það er allt á siglingu í skólanum og það eru bókstaflega próf eftir próf og allt á suðu-punkti. Ég veit að maður lifir þetta alveg af og allt það.....en bara gríðarleg keyrsla þar sem ég þarf að vekja ALLA upp fyrir sjö og vera komin út með litluna mína, litlu sys og litla bró kl 7:35. Byrja á að skutla HS í leikskólann og svo að bruna í Mos með hin tvö og koma Loga í skólann og litlu sys í leikskólann og vera svo mætt í skólann kl 8:15. Sækja svo eftir skólann minn krakkana í Mos og fara svo heim og sækja mína í leikskólann kl 16 Woundering. Þetta getur alveg gengið en aðeins EINN galli....hann er sá að ég er að fara í "heimapróf" í stærðfræði 5003 og stendur það frá hádegi á föstudag til hádegis á laugardag Gasp. Þegar ég fór í heimapróf í stærðfræði 4003 þá var ég frá hádegis til miðnættis að leysa prófið og kom þar af leiðandi ekki heim fyrr en um miðnætti. Ég þarf þá að leggja þetta á Stefán minn að hann fari og sæki gemlingana í mos og svo gemlinginn okkar fyrir fjögur á föstudaginn......og eins og umferðin er nú "létt og skemmtileg" á föstudögum er ég ekki að sjá það gerast!! Ég ætla að vera með "backup plan" á föstudag....ekki spurning.

Jæja...þarf víst að læra Frown

Helga súper-mom


við fyrstu kynni

ég fór að velta því fyrir mér um daginn þegar ég var spurð að því hvar ég kynntist Stefáni. Svarið var einfalt, á Kaffi Reykjavík en sagan á bakvið það er mjög flókin. Þegar ég fór að garfa í huganum hvernig allt þetta byrjaði þá datt mér mynd til hugar sem heitir Shallow Hal. Uppgötvaði mér til mikillar skemmtunar að okkar kynni og kynni Hals við Rosemary eru bara nánast eins Tounge.

Trailer úr Shallow Hal http://www.shallowhalmovie.com/shaker.html

Í myndinni Shallow Hal var Hal alltaf að leita sér að hinni fullkomnu stúlku. Hann sá bara súpermódel og fyrirsætur en aldrei sá hann neitt í þessum "venjulegu" stúlkum. Dag einn rekst hann á einhverskonar dáleiðara og hann lætur hann sjá konur sem eru fallegar að innan sem algjörar skvísur þó svo þær séu feitar og ljótar FootinMouth. Svo hittir hann Rosemary sem var sennilega á bilinu 130-180 kíló en hennar innri manneskja var svo falleg og tær að það fékk meira að segja Hal til að kikkna í hnjánum. Málið með Hal var að hann sá þessa konu sem algjört súpermódel en sá aldrei hvað hún var feit. Öll myndin snýst um það að reyna að heilla þessa konu upp úr skónum með öllum tiltækum ráðum. Hún var mjög treg í taumi og fannst hann vera að gera gys að sér og lét hann óspart ganga á eftir sér til að full vissa sjálfan sig um að honum væri alvara.

Þetta má heimfæra upp á mín kynni við Stefán. 22. nóvember 1996 fór ég með Sveindísi vinkonu á djammið. Ég ætlaði ekki að fást til að fara þar sem ég var ekki í stuði fyrir slíkt og var mjög bitur almennt séð út í lífið og tilveruna. Hún hætti ekki og ég gaf mig. Við fórum saman á Kaffi Reykjavík en þá var ný búið að opna staðinn. Á leiðinni í leigubílnum varð ég mjög sár út í sjálfan mig að hafa sæst á að fara út. Ég horfið út um gluggann á bílnum þögul og horfði til himins. Allt í einu sá ég stjörnuhrap og það fyrsta sem kom upp í hugann mér var að ég gæti óskað mér. Ég óskaði þess að ég myndi hitta hinn fullkomna mann sem ég gæti eytt æfinni með! Akkúrat við þessar hugsanir vaknaði ég sárreið yfir því að hafa dottið þetta til hugar þar sem ég var ný komin úr skelfilegu sambandi og var svo bitur út í karlþjóðina að mér væri sama um að það yrði klippt undan þeim öllum! Devil. Ég strokaði út þessar hugsanir og reyndi að draga allt til baka. Við komum þarna inn vinkonurnar á Kaffi Reykjavík, lögðum frá okkur jakkana og fórum að leita okkur að sæti. Við vorum rétt komnar inn fyrir dyrnar þegar maður kom til mín og vildi dansa við mig. Það var ekki að ræða það og sagði nei. Hann vildi þá bjóða mér í glas......þá kom annað hljóð í skrokkinn þar sem við áttum ekki gataðan aur til að kaupa okkur e-ð að drekka á barnum. Við vorum með "nesti" í töskunni minni og við ætluðum okkur ekki á barinn. Ég benti þessum herra manni á það að ég gæti þegið drykkinn en hann mætti þá ekki skilja vinkonu mína útundan. Hann sagðist ætla að bjóða henni upp á drykk líka. Við flýttum okkur með drykkinn og svo ætluðum við að láta okkur hverfa....en hann fylgdi okkur eftir. Við gerðum tilraunir til að stinga hann af og fórum inn á kvenna klósettið og settumst það á borð og fórum að ræða saman og drekka "nestið". Eftir ca 30 mín. setu þarna á salerninu sagði ég við vinkonu mína að nú væri hann farinn. Strunsuðum út og viti menn.....þarna var hann....og BEIÐ!! Gasp Hann var greinilega svo ákveðinn í að missa ekki af mér að ég hef aldrei vitað annað eins. Svona gekk þetta, hann elti okkur eins og skugginn allt sem við fórum. Það eina sem maðurinn hafði var nafnið mitt. Þegar við ákváðum að fara heim vildi hann fylgja mér heim og því neitaði ég, hann vildi þá að ég kæmi með sér, hann var á hóteli rétt hjá og þá sá ég það....maðurinn laug að mér að hann væri á hóteli og hann ætti örugglega kellingu og fullt af krökkum heima Devil. Þetta var staðfesting á því að það mætti klippa undan þeim ÖLLLLLLUM.

Heim fórum við EINAR. Fór svo að hugsa um þennan mann sem lét mig ekki í friði. Hvað var að?!?!?!. Á sunnudeginum hringi síminn. Ég svara og þá er þetta þessi kall fauskur sem var á línunni. Ég hélt að ég yrði ekki eldri þennan daginn. Hann spjallaði aðeins við mig í símann og virtist alveg á jörðinni. Hann bað leyfis um að fá að hringja aftur í mig og eftir smá umhugsun þá sagði ég já GetLost. Hann hringir svo aftur á þriðjudegi og var þá mjög léttur í lund og við spjölluðum heillengi saman. Hann vildi fá að hitta mig aftur en ég eyddi því. Á fimmtudegi hringdi hann aftur og bað um hitting með mér. Ekki vildi ég staðfesta að ég væri til í það en spjölluðum saman um heima og geima. Á föstudagskvöldinu (29. nóv) hringir hann kl 19 (klst fyrr en vanalega) og spurði hvort ég vildi hitta hann á kaffihúsi. Mamma var stödd hjá mér þegar hann hringir og ég spyr hana hvort hún nenni að hlusta eftir stelpunum í smá stund ef ég skryppi aðeins út. Jú, kellan var til í það og ég beit í tunguna á mér, hugsaði mig um og sagði við sjálfan mig að kaffihús hittingur væri alveg í lagi, ætlaði bara að losa mig við hann hratt og örugglega. Ég sagði við hann að hitta mig á kaffihúsinu í Firði í Hafnarfirði. Hann jánkaði því og tíminn var kl 20. Ég leit í spegil, sá þreytta húsmóður með reytt hárið. Hvarflaði ekki að mér að hafa mig e-ð þokkalega til, setti ekki svo mikið sem maskara á mig Undecided. Fór á kaffihúsið og þar var hann, mættur að sjálfsögðu. Hann bauð mér kaffi þegar ég settist. Ég leit á hann eitt augna blik og lét móðan mása, sagði við hann að ég væri einstæð móðir með tvö börn, annað barnið væri meira og minna inn á spítala vegna krabbameins og óljóst væri um framhaldið á því. Ég ætti ekki gataðan eyri og ég skildi ekki hvað hann vildi. Maðurinn horfði rólegur á mig og sagði svo undur hægt:"tja, ég vildi bara gjarnan fá að kynnast þér betur". Ég var sannfærð um það á þessu augnabliki að hann hefði ekki heyrt það sem ég sagði og endurtók að ég væri EINSTÆÐ TVEGGJABARNA MÓÐIR OG ÆTTI EKKI GATAÐAN EYRI. Hann leit á mig, horfði smá stund og sagði svo: "það er allt í lagi mín vegna. Það er ekki það sem ég leita eftir, ég vil fá að kynnast þér". Við þessi orð róaðist ég heilan helling en var samt efins. Við spjölluðum saman smá stund og svo bauð hann mér í bíltúr. Ég var farin að kunna ágætlega við hann á þeim tímapunkti og sérstaklega þar sem hann var svo poll rólegur og yfirvegaður. Við fórum á rúntinn og ég sat í bíl með "prinsinum á hvíta hestinum". Hann átti nefnilega Galant sem var hvítur. Tounge Hann skilaði mér aftur ca klst síðar og ég fór heim. Hann hringdi svo kvöldið eftir og spurði hvort hann mætti bjóða mér í bíó. Jú, ég var til í það svo á laugardagskvöldinu fórum við í bíó á myndina Up close and personal með Robert Redford og Michelle Pfeifer. Fórum aðeins á rúntinn og svo skilaði hann mér heim.

Svona gekk þetta helgi eftir helgi. Við hittumst og áttum góðar stundir saman. Það var ekki fyrr en nær dró jólum að hann fékk að koma inn. Ég vildi samt ekki kynna hann fyrir krökkunum strax, ekki fyrr en ég var viss um að þetta var það sem ég vildi. Ég sagði engum frá okkar sambandi þar sem ég var svo nýlega skriðin úr öðru sem var skelfilegt samband. Ég fékk hinsvegar sendingu frá honum um jólin. Ég opnaði það ásamt öðrum jólapökkum og gaf hann mér klukku úr íslenskum steini frá Álfasteini. Þessi klukka var mér mjög kær. Ekkert of persónulegt en e-ð sem ég get haft og munað eftir hvernig ég fékk hana og hvaðan.

Ég uppgötvaði það mörgum árum seinna að hann keyrði í bæinn frá Akureyri í von eða óvon um hvort ég myndi vilja hitta hann aftur Shocking. Hann var heldur ekkert að grínast með það að hann hefði verið á hóteli í bænum. Hann var að vinna þessa helgi og ákvað að skella sér aðeins út á lífið. Hann keyrði rútur á þessum tíma og var að koma frá Akureyri og hann hafði oft gist á þessu hóteli. Hann sagð mér það ekkert þegar ég hitti hann að hann væri að norðan.

Svona gekk þetta í dágóðan tíma. Ég varð alltaf ástfangnari og ástfangnari með hverjum deginum sem leið. Núna eru næstum 10 ár síðan við Stefán kynntumst. Ég er rosalega hamingjusöm í dag. Við eigum lítinn gullmola ásamt því að hafa komið ótrúlega vel undir okkur fótunum. Stefán minn hefur ætíð staðið eins og klettur á bakvið mig og stutt mig í einu og öllu. Án hans hefði ég ekki klárað iðnskólann á sínum tíma og án hans hefði ég ekki geta verið í Háskólanum í Reykjavík.  

Ég spurði hann fyrir nokkru hvernig í ósköpunum stóð á því að hann var svona "erfiður" við mig þegar ég kom á KR. Svarið var einfalt. hann sagði að þegar ég kom inn, leit hann á mig og sá það bara strax að þetta var konan sem hann var að leita að og hann var ákveðinn í að láta mig ekki sleppa! Mér fannst þetta jafn "solid" svar og hann er sjálfur og sættist á þetta.

Þetta er í raun staðfesting á því að sama hversu erfitt lífið getur orðið, þá er alltaf einhver ljós punktur í tilverunni. Maður þarf að setja upp "Pollyönnu" geðið öðru hvoru og takast á við lífið og tilveruna.

Njótið þess að vera til og knúsið hvert annað.

kveðja

Helga dramadós


í leikskóla er gaman...

ég meina í skólanum er gaman.....eða Errm

Það er ekki á hverjum degi sem kennari segir við allan bekkinn að hafa verið "impressed" yfir einhverju stærðfræðidæmi hjá nemanda og bendir á mig Woundering.

Var í prófi um daginn og átti að finna eitthvað "einfalt" nema hvað að ég fann það út að hægt væri að gera dæmið flókið og að sjálfsögðu nýtti ég mér það til hins ýtrasta og leysti dæmið á mjög flókinn hátt!! Blush. Ég fór að nota einhverjar formúlur sem áttu ekki við akkúrat þarna í dæminu en fann það út á einhvern óskiljanlegan hátt að ég gæti notað e-ð annað og þetta fannst kennaranum mjög skemmtilegt og ekki sjá svona oft. Þetta var alveg rétt hjá mér og allt það en mér fannst þetta hrikalega erfitt að sitja undir þessu og allir hinir að horfa!! Ég er bara svo hrikalega feimin Frown.

anyway....ég sá flott töfrabragð. Set slóðina hér http://www.dailymotion.com/swf/1JwtmHDE933261Tnb

haldið á ykkur hita svo þið endið ekki veik í bólinu.

Helga stærðfræðifrík Tounge


heil Hitler!!

sko...ein góð vinkona mín kallaði mig einræðisherra í þessu nafnadóti mínu svo ég verð að finna betri leið í þessu mannanafnanefnd (vá, flókið orð). Ég ætla að koma með aðra tillögu að þessu og hún er praktíklega sú sama og áður nema að í staðin fyrir að vera bara með EITT valnafn þá hef ég ákveðið að koma með tillögur að 5-10 valnöfnum....semsagt að ef fólk eignast dreng hefur það valmöguleika sem tölvan kemur með (random) að 10 nöfnum sem foreldrar geta valið úr Grin. Þá er ekki hægt að kalla mig einræðisherra lengur Tounge.

Svo fær maður ekkert nema fréttir frá vinkvennum sínum um óléttu svo maður verður víst að vera "líbó" á þessu Cool

ég keypti mér bók í dag sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sennilega eru þetta bestu kaupin sem ég hef gert og í framtíðinni með mesta notagildið. Ef þið ætlið að giska á draumaráðningabók þá er það rangt svar. Þessi bók heitir svo mikið sem "Mathematical handbook of formulas and tables". Ég er semsagt að fara í próf í fyrramálið í stærðfræði og uppgötvaði þessa bók fyrir tilstilli einnar góðrar vinkonu úr skólanum. Þvílík snilld og kostaði ekki nema tæpar 2000kr Wink. Fyrir þá sem vilja vita meira um þessa tilteknu bók er hún með meira en 2400 formúlum og töflum. Var að reikna í Calculus bókinni fínu og lenti í vandræðum um hvernig formúlu maður notar í einhver dæmi þegar ég kíkkaði í "biblíuna" og þar fann maður nákvæmlega allar þær formúlur sem maður þurfti að nota til að leysa dæmin. Tær snilllllld InLove

best að fara að reikna smá.

ráðagóða Helga


Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband