. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

byrjaðu bara, ég kem svo!

Ég var að reyna að rökræða við yngstu dóttur mína að það þyrfti að fara inn í herbergið hennar að taka til. Hún er með þá ábyrgð sjálf og það á að vera nokkuð hreint þar inni. Við aðstoðum hana að sjálfsögðu öðru hvoru. Litla dýrið nennti ekki að fara að taka til inni hjá sér og bað mig um að aðstoðá hana. Eftir smá ígrundun ákvað ég að segja já við því. Þá sagði litla dýrið við mig: "Mamma, farðu bara inn og byrjaðu, ég kem svo á eftir" Shocking

Þau kunna þetta alveg sko! GetLost


undur og stórmerki gerast enn!

Ég var að tala við eina kunningjakonu á netinu sem er ansi drífandi í flestu nema hún var að segja við mig að hún hafi losað sig við tæp 10kg á mánuði. Þegar ég fór að spyrja hana hvað hún væri að gera sagðist hún vera með einkaþjálfa. Hún og maðurinn hennar hefðu farið í Sporthúsið og fengið sér einkaþjálfa til að koma sér af stað. Þetta hljómaði ekkert illa í mínum eyrum fyrr en hún gubbaði því upp úr sér hvað slíkur þjálfi kostar á mánuði Sick. Hún vildi endilega draga mig í þetta en ég bar fyrir allra handa afsakanir sem ég mögulega gat fundið og ein afsökunin var sú að ég væri ekki með neinn "sponsor" á bakvið mig Whistling. Hún sagði mig vera klikkaða að hugsa svona. Ég lét þetta samtal nægja og kvaddi á MSN-inu.

Ég fæ svo SMS nokkrum klukkustundum síðar um hvort ég komi ekki bara þá með henni í ræktina. Ég hummaði það og ha-aði og ekki leið á löngu þar til ég fékk annað SMS frá henni um að hún biði eftir svari. Ég svaraði því til baka að ég gæti varla gert mikið annað skynsamlegra og um hæl fékk ég skeyti aftur og í því stóð að einkaþjálfinn hennar myndi hringja í mig W00t. Þetta var allt á laugardeginum sem þessi samskipti fóru fram.

Á sunnudeginum um kl 16 hringir gemmsinn minn. Á línunni var EINKAÞJÁLFINN hennar kunningjakonu minnar W00tW00tW00t. Hann hljómaði afskaplega yfirvegaður og alveg á jörðinni drengur sem plataði mig í það að hitta sig kl 8:15 á mánudagsmorgninum. Ég hefði alveg vilja bíta í tunguna á mér þegar ég skellti á. Líkamsræktastöðvar eru ekki beinlínis mitt uppáhald Crying. Það var ekki aftur snúið, ég mætti fyrir utan Sporthúsið rétt rúmlega átta á mánudeginum. Þegar ég sá bílaflotann fyrir utan húsið ætlaði ég að snúa við. Ég er með NETTA fóbíu fyrir múg og margmenni og sérstaklega á svona stöðum. Allir rosa kúl að puða og í flottu formi......nema ÉG...... Shocking Ekki minn stíll. Ég harkaði af mér og skrölti inn. Fljótlega hitti ég svo þjálfann sem ég gjörsamlega bráðnaði fyrir. Hann var svo þægilegur í viðmóti og laus við allt pjatt og pjátur. Eftir smá spjall sannfærði hann mig um að skipta yfir í íþróttagallann og hitta sig í salnum. Ég fór í klefann og sá mér það til mikillar undrunar að það voru afskaplega fáir á ferli. Ég kláraði að skipta og fór í salinn. Þá komst ég að því að þetta er HUGE pleis og gríðalega margir salir um víð og dreif svo það leit út fyrir að ég væri "Palli sem var einn í heiminum".

Þjálfinn fór með mér í gegnum prógrammið og bókstaflega hélt í höndina á mér allan tímann. Afskaplega þægilegur í alla staði. Eftir þennan tíma sannfærði hann mig á því að 20kg niður væri ENGIN fyrirstaða ef ég færi eftir hans ráðleggingum næstu mánuði Joyful. Það var ekki aftur snúið þegar þarna var komið. Hann var ráðinná staðnum (þrátt fyrir að ég hafi ekki fundið neinn sponsor) og nú verður það bara harkan sex fram á haustið.....vonandi gengur það eftir Wink.

Nú vantar mig bara pepp frá ykkur...bara nóg að kommenta öðru hvoru og þá veit ég að ég fæ stuðning frá fleirum....þetta er jú ekki mjög auðvelt að koma sér í form Undecided


helgar rapport

Þá er sunnudagur genginn í garð og meira að segja sá áttundi á árinu Smile

Á þessu heimili er sko nóg að gera. Fór að vinna í sturtu.is í gær. Kleppur að gera eftir kl 14 og þá líka náði maður ekki andanum eftir það. Komst ekki út fyrr en kl 16.

Buðum Svani, Siggu og Ingvari í hádegismat á sunnudeginum þar sem Svanur og Sigga eru að fara norður aftur og svo í kvöld koma Sæmundur og Stína til okkar í mat en þau fara ekki fyrr en í fyrramálið heim. Auðvitað hefði það verið þægilegast að hafa bara nokkur lambalæri í ofninum og málið er dautt en auðvitað þarf ég að erfiða þetta aðeins svo það verða kjúklingabringur í kvöld, fylltar InLove. Langar að sjálfsögðu að komast í blakið í kvöld en það verður bara að ráðast hvort ég komist eða ekki.

Sandra Dís fékk æluna á fimmtudags morgun svo hún fór ekki í skólann og heldur ekki á föstudeginum. Sunna ældi einu sinni á föstudeginum eftir að ég sótti hana á leikskólann og það vildi ekki betur til en að ég var stödd hjá Önnu vinkonu og Sunna var að leika við Rúnu Maren inni hjá henni. Rúna kom hlaupandi til mín og sagði að Sunna hefði ælt. Ég stökk á fætur og sá krakkann sitjandi í rúminu hennar og þar hafði hún ælt í rúmið. Hún hágrét bæði yfir því að hafa ælt í rúmið og svo yfir því að hafa ælt yfir höfuð. Ég var sveitt við að taka af rúminu og rúmfötunum og sá að stelpan hafði gripið tóman bréfkassa og reynt að æla ofan í hann en sökum þess að rifan var ekkert rosalega stór á kassanum, þá hafði farið töluvert útfyrir í rúmið. Mér fannst þetta mikið hugrekki að reyna að hjálpa sér sjálfur. Þetta var það eina sem kom frá henni og ég lagðist að sjálfsögðu á bæn að ekkert okkar hinna myndi smitast frekar. So far hefur það gengið eftir.

jæja, næsta holl er eftir 3-4 tíma svo ég þarf víst að hespa mig upp og halda áfram.

 

Adios amigos. Shocking


léttmeti í lok vinnudags

Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld?
Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan
 
ég sit í sófanum.

Hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem  
ég lét þig fá?

Hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil!

Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. "Maðurinn minn eltir mig  
hvert sem ég fer" Skrifað rétt fyrir neðan . " Nei það er ekki satt"

Spurning. Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar?
Svar.
Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið.    
Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn.

Maðurinn spyr guð: "Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?"  

Guð svarar: "Svo þú myndir elska hana."
En Guð, "Af hverju hafðirðu hana svona heimska?"  

Guð svarar: "Svo hún elski þig."


Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.

Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi. 

Fínar dömur: Það eru auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið

Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama. 

Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.

Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturnar upp í loft í sófanum og borðar hann. 

Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.

Alvöru konur: Kauptu kartöflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum. 

Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.

Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara. 

Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmí hanska. Þannig færðu betra grip.

Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna! 

Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.

Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?


Álftanes city

Ekki oft sem við komumst í fréttirnar en þegar það er, er það yfirleitt á jákvæðan hátt Joyful
mbl.is Öskudegi fagnað með fjölþjóðlegri kjötkveðjuhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

loksins!

að það var horfst í augu við það að þetta er að VIRKA. Ég man ekki betur hér í gamla daga að ef ég gerði eitthvað afmér, þá var ég látin fara til viðkomandi þolanda og látin biðjast afsökunar, svo var mér refsað hæfilega á eftir. Þetta þýddi það að ég gerði þetta ekki aftur GetLost.

Ég geri þetta við börnin mín og hefur virkað mjög vel hingað til. Afhverju ætti þetta ekki að virka á þá fullorðnu?? Shocking


mbl.is Gerandi og þolandi ræða saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

heim í sveitarsæluna

Þessi helgi gekk bara ágætlega. Liðsandinn í liðinu var mjög góður. Vorum reyndar ekki með varamann til að skipta inná svo það var bara að duga eða drepast. Adrenalínið var á fullu allan tíman frá 9-17. Svo þegar maður slakaði á kom höfuðverkur og annarksonar verkir sem maður tók ekki eftir sökum spennu. Pouty

Kom heim uppúr kl 20 í gær og var orðin dauð-þreytt. Hlammaði mér niður með krökkunum að horfa á imbann. Þegar júróvísíón skandallinn var búinn leigðum við mynd á Skjánum og fyrir valinu varð White Noise. Crying Ég er svo lítil í mér og hrikalega myrkhrædd Þegar Stefán er ekki heima. hann og litla dýrið var fyrir norðan svo ég var ein með þær stóru. Þessi mynd var frekar krípí og það leið ekki á löngu þar til ég var orðin ein. Stelpurnar stungu af, voru orðnar smeykar við að horfa. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf slökkt á imbanum á þessum tímapunkti því ég vissi að ég gæti aldrei sofnað, myndin myndi sækja á mig alla nóttina. Ég lét mig hafa það að horfa á þetta ein í myrkrinu og vera gráti næst af hræðslu og öðru hvoru stökkva upp hæð mína í sófanum þegar eitthvað óvænt gerðist. Hárin risu á bakinu og kaldur sviti heltók mig það sem eftir var. Þegar mynda skömminni var loksins lokið ákvað ég að setja eitthvað vægara á skjáinn. Flakkaði á milli sjónvarpsrása og endaði á því að horfa á 30 days. Þegar því var lokið skreið ég í rúmið, enn skít hrædd svo ég ákvað að grípa Harry Potter og fara að lesa. Þegar ég var hætt að halda einbeitingunni á Potter, skökkti ég ljósið og fór að sofa. Ég sofnaði frekar hratt (svona miðað við aldur aðstæður og fyrri störf). Hrökk svo upp við að Viktoría vakti mig til að biðja mig um að keyra sig í vinnuna. Klukkan var rétt 8 svo það var ekkert annað að gera en að drattast á lappir og keyra dömuna. Ég var alveg lurkum lamin í skrokknum eftir átök gærdagsins. Lét það ekki á mig fá til að byrja með og fór svo í 10-11 (mestu okurbúllu landsins) og keypti það sem þarf í bollubakstur. Þegar ég kom heim var ég orðin svo örmagna að ég skreið í rúmið aftur og dormaði þar til hádegis.

Nú er ekkert annað að gera en að taka til hendinni og fara að baka bollur. Smile


ný orðatiltæki

Ég er að vinna með breskum arkitekti sem hefur búið hér í fjölda ára en á samt erfitt með stafsetningar á íslensku (hver á ekki í þeim vanda? Halo) nema að það hentar kannski ekki mjög vel í hans stöðu að vera dálítið "heftur" í rituðu máli.

Ég og vinkona mín höfum oft skemmt okkur yfir þessum ritvillum hjá honum og höfum ákveðið að seetja upp svona nokkurskonar orðabók og skíra hana "Marteiníska orðabókin" (hann heitir semsagt Marteinn). Þessi Breti er óskaplega formfastur og kurteis maður með eindæmum svo það má lítið út af bera til að hann fari alveg í kleinu aumingja maðurinn. Hann má ekki heyra kvenfólk klæmast eða vera með tvíræðar setningar svo auðvitað hagar maður sér eins og fífl þegar hann er nálægt bara til þess eins að hann fari hjá sér LoL.

Í eitt skiptið var ég að fara yfir verkefni með honum og hann bað mig um að hjálpa sér. Ég leit á þetta í fljótu og var ekkert að lesa allan textann og sagði svo við þann breska að allt væri í lagi, hann gæti sent þetta til byggingafulltrúans. Hann byrjaði að undirbúa útprentun en fyrir þá sem ekki vita þá þarf byggingarfulltrúinn að fá allt í þríriti og allar teikningar eru settar á fund og fullt af fólki fara yfir teikningarnar til að ákveða hvort eigi að samþykja þær eða hafna. Ég leit svo á teikninguna rétt áður en hann labbar út úr dyrunum og sá mér til mikillar skelfingar að það var herfileg villa í skjalinu. Þetta var semsagt stórt fyrirtæki með 6000 fm byggingu og á efrihæðinni eru skrifstofur, kaffistofur og starfsmannasvæði nema að þar sem starfsmannasvæðið var, var skrifað hvað það svæði var og hjá honum hét þetta starfsmanna sæði W00t. Aumingja maðurinn missti sig og bugtaði og beygði, lagðist á hnéin og þakkaði mér fyrir að hafa tekið eftir þessu í tæka tíð. Mér var náttúrulega dálítið skemmt sérstaklega þar sem mitt nafn kom hvergi við á þessari teikningu Devil

Svo var annað skiptið sem ég andaðist úr hlátri þegar hann var að setja upp flóttaleiðir á stóru húsnæði (einnig til að senda til byggingafulltrúa) og í stað þess að hafa þetta sem flóttaleiðir hét þetta útrýmingaleið LoL. Aumingja maðurinn á sér ekki viðreisnar von. Svo var það í eitt skiptið sem viðskiptavinur kom á skrifstofuna til þess að láta arkitektinn skrifa undir teikninguna. Þetta var afskaplega fín frú í flottum pels og ók um á 8 millj. kr jeppa. Þegar hún kom inn um dyrnar stóð hann upp eins og sannur herramaður, gerði sig herðabreiðann og sagði svo háum róm: "jæja, á ég að skrifa uppundir" Whistling

Ef ég hef ekki skemmt mér vel í vinnunni....þá hefur ENGINN gert það LoL


Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband