Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
22.8.2007 | 20:36
hrós dagsins í dag fær
Smith & Norland fyrir að nota orðið "athyglivert" . Því miður nota það orðið sára fáir og það vekur athygli mína í hvert skipti sem ég sé það annað hvort skrifað eða heyri það frá öðrum.
Flestir bæta essinu inn í og hafa það "athyglisvert", bæði er rétt að skrifa en persónulega finnst mér það án ess flottara
Eins vil ég geta þess að á síðunni þeirra hjá Smith & Norland hef ég ekki enn fundið stafsetningavillu sem ég vil kalla mjög gott. (ætti í raun að vera sjálfsagt)
Eitt sem mig langar að nefna í þessu samhengi er að ansi margir segja "ég er ekki að nenna þessu" sem er í raun ekkert nema kækur (segi þetta sjálf stundum) en er málfræðilega RANGT að segja. "ég nenni þessu ekki" er að sjálfsögðu rétt að segja.
Annars þurfum við að vera vel vakandi yfir okkar tungumáli, ekki líður langur tími þar til ótrúlegustu slettur verða settar í íslenska orðabók
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 14:22
það er betra að vera prinsessa í einn dag en fífl alla ævi
Ég fór heim að sinna barninu í gær. Hún sóttist í að horfa á barnaefni sem var í tölvunni minni svo hún náði sér í sængina sína og kodda fram í stofu og ég setti barnaefnið í gang fyrir hana. Ég ætlaði reyndar að vinna svolítið heima en ég lét það um lönd og leið víst tölvan var upptekin.
Í staðinn fór ég að föndra fyrir brúðkaupið. Ég var að setja litla myntumola í skrautpoka og fór þá að velta því fyrir mér hverslags rjómatertubrúðkaup þetta væri að verða! Ég verð með einhvern voða flottan "amerískubrúðkaupsmyndirnar" boga (svona), rosa tertudisk keyptan í ameríkunni líka, flottan alvöru brúðarkjól með slóða og læti, og svo allt smádótið sem ég verð með líka til að gleðja gestina En ein huggun er í þessu öllu saman, það er að njóta þessa dags til hins ýtrasta því betra er að vera prinsessa í einn dag en fífl alla ævi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 13:20
fundur, stress og öfgakennd viðbrögð
Litla dýrið mitt kvartaði sáran undan eyrunum í gær. Mamman var ekki á því að hlaupa upp til handa og fóta og fá sýklalyf svo ég ákvað að dópa krakkann bara upp í staðinn .
kl 20:30 fór ég með hana inn í rúm og gaf henni verkjastíl, lagðist svo hjá henni smá stund. Ekki þurfti langan tíma til því hún sofnaði á korteri (eða þann tíma sem tók stílinn að virka). Ég leit á klukkuna og sá að hana vantaði 2 mín. í blak svo ég skellti mér í blak-gallann og bað Dísina mína um að hlusta eftir litlu systir sinni og hringja ef hún vaknaði.
Barnið vaknaði að sjálfsögðu eftir prinsessublundinn svo ég fór heim og var hún þá bara syngjandi kát og glöð .
Nóttin fór svona ofan garð og neðan þar sem verkjalyfin duga bara í 4-6klst og einhverntímann snemma í morgun (jafnvel milli 5 & 6) fór barnið frammúr til að horfa á sjónvarpið. Ég slökkti á klukkunni sem hringdi kl 7 (ég man samt ekkert eftir því) og snéri mér á hina. Það sem verra var, var að Stefán slökkti líka á sinni og steinsofnaði!! Allt of seint vöknuðum við, hann orðinn of seinn í vinnuna og ég að verða of sein á fund sem ég átti .
Það var lítið annað að gera en að dröslast hálf myglaður á fætur, finna til "skárri" föt á sig og henda sér út. Maður var heppinn að muna eftir barninu!! en svo rifjaðist það upp fyrir manni að barnið var kannski bara lasið og hefði helst átt að vera heima . Hvað sem því leið, þá VARÐ ég að mæta á fundinn.
Á leikskólann fór krakkinn með þeim formerkjum að ég kæmi ef hún færi að kvarta aftur í eyrunum en samt ekki fyrr en eftir 1-2 tíma þar sem ég þurfti að mæta á fund.
Ég mætti á fundinn rétt tímanlega. Viðmælandi minn var kona milli 40-50 og það fór óstjórnlega í taugarnar á mér hvernig kæk hún var með. Hún setti þumal hægri handar á hökuna og kleip/nuddaði/snerti eyrnasnepilinn með vísifingri og löngutöng!! Ég missti alveg athyglina á öllu þarna, hugsaði bara um hverlags móðir ég væri að fara með veikt barn á leikskólann og sleit ekki athyglina á þessum kæk á annars ágætri konu
Ég dreif mig í vinnuna svo eftir fundinn. Hamaðist við að finna út úr vandamálum sem lágu á skrifborðinu og þá hringdi síminn. Leikskólinn að láta mig vita af því að barnið gangi nú ekki alveg heilt til skógar í dag. Nú er ég að pakka í vinnunni og er farin heim að reyna að gerast góð móðir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 13:27
Sólarvörnin kom upp um mig!
Þegar við vorum komnar í flugstöðina og tilbúnar til að skutla eins og einum Bríser í okkur eða svo, ákvað ég að athuga með góða sólarvörn fyrir mig. Helst vörn sem ver mína ljósu og brunagjarna húð sem jafnframt örvar litafrumurnar til þess að húðin fái samt góðan lit. Ég leitaði í dágóða stund og fann loksins eitthvað voða fansý krem frá Clarins. Hamingjusöm með þennan fund skellti ég mér á kassa til að borga. Jú, ekki var þetta gefins....en vonaðist til þess að þetta væri þá bara þeim mun betra stöff en annað sem fæst Þetta var að sjálfsögðu innsiglað í poka þar sem ég var jú að fara til USA.
Ég held á þessu fram til stelpnanna sem bíða mín. Ég sýni þeim hamingjusöm þennan fund minn. Ég bið þær um að passa þetta á meðan ég og GEB skutumst inn í Epal. Þegar við komum til baka var byrjað að kalla út í vél. Þær koma á harðahlaupum á móti mér og mér afhent fartölvutaskan sem ég var með í handfarangri. Enn með tárin í augunum yfir því hvað kom út úr viðgerðinni á bílnum löbbum við að hliðinu. Ég var í þungu skapi en sagði við stelpurnar að ég ætlaði bara að vera í 40 mín í viðbót í þungu skapi, eftir það yrði ég í góðu skapi.
Við förum í vélina og fljúgum út. Flugið var gott alla leið.
Við lendum í Baltimore og þar þurftum við að bíða eftir töskunum sem voru frekar fáar . Við þurftum að færa okkur innar/utar í flugstöðina til að taka tengiflugið til Orlando.
Til að komast inn í þann helming, þurfti að sjálfsögðu að fara í ítarlega vopna leit....vantaði bara að maður þurfti að berstrípast og sýna alla leið upp í öll göt.... . Ég var spurð hvað ég væri að fara að gera í ameríkunni...ég átti erfitt með að finna svarið...ekki gat ég sagt: "I´m going to shop until I drop!" Ég sagðist ætla í "frí".... Það var tekið gott og gilt og ég fékk að fara í gegn.
Nú þurfti bara að tékka inn töskurnar fyrir Orlando flugið aftur. Við tékkuðum inn stóru töskurnar en ég hélt áfram að vera með mína fartölvu í töskunni. Aftur þurfum við að strippast í gegnum allskonar leitarhlið. Allt í einu er ég stöðvuð! Mér sagt að ég gæti ekki farið lengra!! Þau vildu leita frekar á mér!! Ég var ekki að skilja allt þetta fár og mér var sagt að standa til hliðar á meðan leitað væri í töskunni minni (fartölvutöskunni) Ég var poll-róleg yfir því þar sem ég hafði ekkert að fela en annað kom svo í ljós. Ég var enn með brúnku-sólarvörnina í töskunni....
Ég barðist fyrir því að koma þeim í skilning um það að þetta væri enn innsiglað og vörnin enn í upprunalegum brúsa en allt kom fyrir ekkert. Þeir könnuðust ekkert við eitthvað innsigli og hvað þá Ísland yfir höfuð! Helv#$%& Clarins brúsanum var fleygt í ruslið með öllu því sem fylgdi Andskotans ameríkaninn er ekkert annað en þröngsýnn bjáni. Jæja, það var ekkert við þessu að gera annað en það að sætta sig við það að þurfa að kaupa annan úti, hann myndi eflaust vera líka 300x ódýrari en þessi asnalegi Clarins brúsi .
Í flugið til Orlando héldum við og allt gekk eins og í sögu þar.
Hver veit nema ég skelli inn fleiri "skemmtilegum" sögum í viðbót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2007 | 00:39
Sjúkdómsgreiningin
Þegar ég var komin á völlinn og um það bil að taka fyrsta sopann af Brísernum sem DA splæsti hringdi síminn. Á línunni var tilvonandi eiginmaður minn að tilkynna mér það að búið væri að sjúkdómsgreina Patrolinn. Þess skal getið að Patrolinn okkar er keyrður rétt rúmlega 100.000km en varð 6 ára í lok júní í ár. Ekki mikil keyrsla en við spörum hann ekki.
Niðurstaðan var sú að vélin væri farin. Það sem hefði farið var stimpill sem kom "gat" á (eða e-ð álíka) en það væri þekkt vandamál í Patrol bifreiðum sem þessum. Ég var um það bil að hoppa hæð mína af gleði, vitandi það að þetta var þessi galli sem vitað er um og við fengjum þetta allt saman bætt og allir í góðu skapi. En þá hrundi allt....nei...bíllinn varð 6 ára í lok júní en þeir taka bara ábyrgð á þessum tiltekna galla í 6 ár.
Ég spurði Stefán ítrekað hvort þeir neituðu að taka þetta að sér þar sem bíllinn er einum MÁNUÐI eldri en 6 ára??????? Já, það var rétt. Þetta fer algjörlega út af okkar reikning þessi viðgerð á bílnum þar sem það er liðinn mánuður af þessari "ábyrgð".
Ég ákvað að róa mig aðeins og spurði svo hvort búið væri að gefa út viðgerðaráætlunarkostnað. Jú, það var búið. Þeir hjá Ingvari Helga sögðu þetta tjón upp á 870.000kr . Við þessi orð varð mér allri lokið. Ég var á vellinum, búin að tjekka mig inn til ameríku...og þá skellur þetta á.
Ekki bara að bíllinn hafi bilað. Ég á leið til ameríku og ný komin frá Svíþjóð og svo við að gifta okkur í næsta mánuði.....úff..það var að líða yfir mig þarna.
Það var aðeins um tvennt að gera.....annað hvort að láta þetta lita ferðina og ég brjóta vísakortið á vellinum eða bara sleppa sér lausri!
Gettu hvort ég gerði!?!?!?!?!
Stefán átti samt áframhaldandi fundi við IH og þeir voru voða sorrý yfir þessu (kannski ekki jafn sorrý og við) en vildu koma til móts við okkur. Niðurstaðan var að við borguðum þeim 500þús og málið er dautt og inn í því var "ný" vél með 2.ára ábyrgð. (ný er sko ný upptekin)
Ég vildi helst ekki fá hann inn á planið okkar aftur og hefði helst vilja losna við bílinn á staðnum. Stefán sagðist ekki vilja það þar sem 2.ára ábyrgð er á vélinni, heldur að halda bílnum í eitt og hálft ár og selja hann svo! Ég spurði hvort sjálfskiptingin væri inn í þessum tveimur árum. Nei, ekki er hún það. ......Fínt...þá seljum við hann NÚNA! Ég get ekki sætt mig við það að borga núna "bara" 500.000 og svo 300.000 eftir 6.mánuði!!! Nei takk.
Ég er enn í voða sorgmæddu skapi yfir þessu....en eins og einhver sagði: "It´s only money". Fínt. Ég er tilbúin til að horfa fram á veginn, taka þessum milljónum sem við þurfum að borga á einu bretti og hlakka til að eignast pening aftur
Some day mun það gerast.....erhaggibara?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 13:16
hryðjuverkamenn ferðast ekki á fyrsta farrými!
Ferðin til Flórída var mjög skemmtileg. Ekki alveg áfallalaus....en það gerði þessa ferð mjög eftirminnilega fyrir vikið.
Ég fór að velta því fyrir mér í flugvélinni á leiðinni heim, ég var að reyna að skera bollurnar sem voru í matinn í vélinni. Hnífurinn beyglaðist, gaffallinn brotnaði og á endanum var ég komin með puttana í málið þar sem hnífapörin sem voru úr þunnu plasti dugðu ekki. Ég mundi eftir því að ég heyrði frá því sagt að þeir sem ferðuðust á saga class fengju almennileg hnífapör til að athafna sig með. Ef svo er, eru þá flugfélögin full viss á því að hryðjuverkamenn ferðast ekki á fyrsta farrými?
Maður spyr sig! Hvað veit ég....ég hef aldrei ferðast á Saga Class.....ekki enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 09:20
the big day...
...is to morrow
Nú er loks komið að næstu brottför. Á morgun ætla ég að vera í Orlando í þessu húsi. Er ekkert að monta mig sko
Þetta verður langt ferðalag þar sem við vinkonurnar ákváðum að spara svolítið....eða um það bil 70.000kr! Við fljúgum til Baltimore og þar tökum við innanlandsflugið til Orlando og því næst þarf að ná í bílaleigubílinn og keyra að húsinu sem tekur einhverja 1-2klst. Það kostaði bara 53.000 að fljúga fram og til baka á Baltimore en 7.000 að fljúga fram og til baka frá Baltimore til Orlando. Ef við hefðum keypt farið alla leið (sem maður hefði gert ef börn væru með) þá hefði farið kostað litlar 140.000kr pr mann! (allavega á þessum tímapunkti sem við vorum að panta farið) Þetta verður bara fjör. 4 hressar tjellingar í verslunarleiðangri...engir karlmenn á handbremsunni...aðeins heimildin á Visa
Annars er ég hrædd um að "bödsgettið" hafi lækkað hjá manni all verulega sökum viðgerðarkostnaðar á jeppanum. Ef illa fer er þetta bilun upp á 500.000kr hjá okkur en ef vel fer, þá tekur Ingvar Helga þennan kostnað að sér.....sem ég trúi eiginlega ekki þar sem bíllinn er orðinn 5 ára gamall en mér finnst það réttlátt þar sem hann er ekki ekinn nema 100.000km . Kemur allt í ljós vonandi í dag.
Ég ætla að pakka eitthvað lítið í ferðatösku fyrir þessa ferð....tek í versta falli bakpokann minn og set í hann. Áætlunin er að kaupa góðar ferðatöskur þarna úti....og fylla þær
Ég komst hinsvegar inn á frábæra slóð um daginn. Konan sem var með mér úti í Svíþjóð (hinn fararstjórinn) sagði mér frá síðu mannsins síns. Ég ákvað að kíkja og varð gjörsamlega IN LOVE Ég elska svona ljósmyndir. Ég ætla að taka myndir úti og helst nóg af "night shot". Mér finnst það svo hrikalega flott.
Læt fylgja með svíþjóðamyndir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2007 | 14:02
ágætis byrjun
á ferðalagi!
Lögðum af stað upp í Þórsmörk með vinafólki okkar sem er á jeppa líka. Þau höfðu aldrei komið í Þórsmörkina svo það var um að gera að jeppast aðeins og fara. Við pöntuðum okkur smáhýsi í Smáratúni í Fljótshlíð.
Haldið var af stað uppúr kl 10 í morgun. Komið við í Bónus að ná sér í eitthvað á grillið og drykki á mannskapinn. Ákveðið var að hittast á Hvolsvelli þar sem hitt parið þurfti að erindera í Breiðholtið.
Við erum komin rétt upp fyrir Litlu Kaffistofuna þegar þessi svakalegi reykur gýs upp af bílnum og hann drepur á sér.....út á miðri "hraðbrautinni" .
Hazardinn var kveiktur um leið og Stefán hljóp út úr bílnum og opnaði húddið á jeppanum. Ég hentist aftur í skottið og náði í neyðar þríhyrninginn og við hlupum með hann lengra frá bílnum og settum á hliðarlínuna.
Hringjum í hitt parið sem var komið að Hveragerði og báðum þau að snúa við. Hringdum í Vöku bíla og báðum um pallbíl til að taka jeppann uppá. Því næst hringdi ég í pabba og bað hann um að sækja okkur.
Eftir smá ígrundun komst Stefán að því að líklega er vélin farin í bílnum
Ég var sko ekki sátt við þetta. Maður er ekki að kaupa jeppa upp á fleiri milljónir og hann endist okkur í 2 1/2 ár og ekki ekin nema 100.000 NEI TAKK. Við létum Vöku fara með hann beint á Ingvar Helga....hann verður þeirra höfuðverkur
Erum semsagt bara komin heim aftur. Ætlum bara að skella okkur í bíó svona til dægrastyttingar og ferðaleysis Langar ekki að vita hvað þessi viðgerð kemur til með að kosta okkur...sérstaklega þar sem það eru ekki nema 4 vikur í brúðkaupið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 18:43
komin á klakann
Komin heim loksins eftir vel heppnaða ferð til Svíaríkis. Tvær enduðu á spítala en það er önnur saga og ekki mjög alvarlegt sem betur fer.
Ég heillaðist af landi og þjóð og skemmti mér konunglega við að læra sænskuna. Leið eins og John Travolta í myndinni Phenomenon. Sat yfir öllum auglýsingum og apaði allt eftir þeim, framburð og hreim
Fyrsta orðið sem ég lærða var
REA
næsta orð sem ég lærði var
EJ REA
og að ógleymdu besta orðinu sem ég lærði líka var
SLUT REA
Svo var maður orðinn ansi góður í öllum sjoppum
Jeg skal har mjuk glass i strut
Nú er bara verið að þvo þvott og undirbúa sig fyrir næstu brottför
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín