Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 10:15
Nú á ég hvergi heima
Ekki ætlar þetta að ganga andskotalaust fyrir sig að hafa fastan heimilislækni. Ég bloggaði um það hér í júní hvernig það gekk fyrir sig að panta tíma hjá heimilislækninum MÍNUM. Ég endaði á því að rífast við kellinguna í símanum um að ég hafi ALDREI skráð mig annarsstaðar hjá heimilislækni, ég væri með minn lækni og vildi fá tíma hjá honum. (það þarf að lesa þessa færslu ef þetta á að skiljast)
Ég hringi svo núna í "nýja" heimilislækninn og ætla að fá tíma hjá henni í dag...eða sem fyrst en þá segir konan í símanum að ég sé ekki skráð í Firði! Ég hvái þar sem mér var sagt það þegar ég hringdi þangað að ég væri skráð. Ég verð ofsalega hissa og svo rann reiðin yfir mig hverslags RUGL þetta væri. Konan í símanum (sem var bara mjög indæl og vildi allt fyrir mig gera) sagði að allir læknarnir þarna væru full bókaðir og ekki væri hægt að taka við nýjum viðskiptavinum. Ég spurði þá hvort ég væri þá bara "heimilislaus" og því var svarað játandi.
Ég get ekki skilið þetta bull sem þetta er búið að vera.
Ég verð að komast til læknis þar sem ég er komin með bronkítis og stefnir í lungnabólgu (eins og alltaf þegar ég fæ þetta ógeð) og ef hún nær hámarki þá verður það næstu helgi. Ég er eiginlega ekki tilbúin að vera að ganga upp að altarinu næstu helgi með yfir 40°c hita og muna varla hvað ég heiti.
Ég er með þetta lungnavandamál og veit af því og VERÐ að fá eitthvað strax til að stoppa þetta. Símadaman sagði að ég gæti komið á vaktina á eftir og bókaði mig fyrir 4 í dag....sem betur fer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 10:44
Snilld í skiptum
Ég rakst á þessa síðu hér á blogginu og fannst þetta algjör snilld. Frábær hugmynd í alla staði. Styð þetta. Ætla mér að fylgjast með framvindu mála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2007 | 14:52
verslað í ameríku
Ég var að skoða í skemmtilegri verslun úti sem heitir joann. Þar rakst ég á þessar styttur. Ég hafði húmor í mér að kaupa þær og nota í brúðkaupið en ég er ekki viss um að Stefán hefði það . Ég lét ekki verða að því en sé pínu eftir því þó það hefði verið bara fyrir húmorinn Þær eru frekar stórar eða um 20cm á hæð hvor. Á efri myndinni sjást klórförin eftir kallinn á botninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2007 | 10:14
útúrsnúningur og misskilningur
Það er ótrúlegur múgæsingur í kringum fyrri bloggfærsluna hjá mér. Ég skal viðurkenna að ég notaði ekki alveg rétt orðalag í færslunni en ég reyndi að útskýra mitt mál í athugasemdum. Það breytti því ekki, fólk las kannski ekki alveg allt og úr varð mikill múgæsingur
Það sem mér fannst fáránlegt í þessu öllu saman var einna helst það að við lifum í mikilli tækni og það er ekki enn búið að finna upp á því að láta alla þá sem fara hættulegar slóðir hafa einhverskonar armband eða álíka með einhverskonar sendi sem er að sjálfsögðu merktur með kóða í tölvum og ef til þess kemur þá er hægt að skanna staðsetningu viðkomandi ef hann hefur ekki skilað sér á réttum tíma.
Þetta á kannski ekki við um þá sem eru á sjó en þar eru annarskonar tæki sem sýna staðsetningu bátanna en þeir sem falla útbyrðis í slysum eru alveg óvarðir.
Þetta er kannski mjög dýrt í framkvæmd en þetta gæti sparað nokkur mannslífin (ef við förum að setja verðmiða á mannslíf á annað borð), ekki bara það, þá sparar þetta mikla leit og mikinn kostnað sem fellur til eins og viðhald á bifreiðum og þyrlum. Björgunarmenn þurfa ekki að eyða eins miklum tíma í leit.
Kannski er þetta erfitt í framkvæmd, ég veit ekkert um það. En þetta er þó allavega hugmynd þar sem við lifum og hrærumst í tækniveröld.
Ekki óska ég neinum þann dauðdaga að hýrast úti í frosti, villtur eða slasaður og fá ekki aðstoð. Það er sama hvort manneskjan er hvít, svört, gyðingur, kristinn, trúleysingi, hommi, lesbía ríkur, fátækur eða hvað, það eiga allir það skilið að njóta sömu réttinda.
Björgunarmenn eiga allan heiður skilið fyrir þessa elju að leita í marga klukkutíma á dag, að fórna jafnvel sínu lífi fyrir einhvern annan. Annað eins hefur nú gerst.
Það vita það allir sem mig þekkja að ég er ekki kaldrifjaður morðingi og segi bara að þeir sem leggja líf sitt í hættu við sína iðju eigi það skilið. Það er ekki ég. Mörgum fannst það kannski í ljósi fyrri bloggfærslu, en það er misskilningur.
Ég hef heldur ekki talað um að allir ferðamenn, erlendir sem innlendir séu heimskir. En það vita það allir að inn á milli leynast slíkir náungar og það litar útfrá sér.
Ef það er ekki rétt, afhverju er þá verið að tala um að hækka bílprófsaldurinn! Vegna þess að það eru nokkrir inn á milli sem hegða sér eins og fífl og skemma fyrir öllum hinum. (Þetta var dæmi)
Ég vona það svo sannarlega að þessir týndu ferðamenn finnist. Allra vegna. Þeir eiga ekki skilið að hýrast úti og ef þeir eru látnir, þá verða ástvinirnir að fá þá heim til að jarða þá sómasamlega.
Hugsið ykkur um áður en þið skjótið náungan í kaf. Eins og einhver sagði:
Dæmdu aldrei í reiði! Reiðin líður hjá en dómurinn stendur eftir. W.Z. Judge
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 14:56
og hver borgar brúsann??
Þetta er með eindæmum orðið fáránlegt. Eigum við íslendingar að gjalda fyrir heimsku erlendra ferðamanna? Það verður að setja einhverjar reglur eða lög um ferðir á vafasömum svæðum sem þessum.
Það er nóg að mínu mati að vel flestir ferðamenn eru stórhættulegir í umferðinni hérlendis að ekki þurfi að bæta ofan á það ævintýraþrá fólksins líka.
Ég hef ekkert á móti því að ferðamenn ferðist hérlendis og að þeim verði veitt nauðsynleg aðstoð, sama í hverju hún er fólgin en eigi að síður finnst mér eðlilegt að það séu sett takmörk fyrir öllu.
Leitað á ný á Svínafellsjökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
28.8.2007 | 09:20
Astminn í jeppanum
Ég elska þegar ég hef rétt fyrir mér og ég tala þá ekki um í bílamálum
Stefán beið eftir bílnum í gær úr viðgerð (í 3456 sinn) og ég hafði beðið hann um að láta þá athuga þetta "astmahljóð" sem ég heyrði alltaf í honum. Stefán vildi nú ekki alveg útiloka vitleysuna í mér en sagði þetta vera "eðlilegt" en mér fannst það ekki þrátt fyrir lítið bílavit. Hann lofaði að nefna þetta við viðgerðarkallana.
Þegar Stefán kom heim með bílinn svo í gær spurði ég frétta. Jú, hann sagði að þeir hefðu fundið lausa hosu við túrbínuna sem þýddi það að það blés framhjá!
Hvað sagði ég Ég þekki orðið vel þessi lungnavandamál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 14:09
ljótir gaurar!
Við ákváðum að taka smá menningarrúnt á Akureyri um helgina. Við skruppum með börnin í tívolíið (ef tívolí skal kallast) og leyfðum þeim að fara í sitt hvort tækið. Eftir það ákváðum við að fara aftur í göngugötuna til að fylgjast með. Klukkan var orðin 22 svo það fór nú að styttast að við færum með börnin heim í rúmið.
Við skelltum okkur á milli húsa, Glitnis og Græna hattsins og Sunna litla labbaði rétt á undan okkur með einni vinkonu sinni sem er ári eldri en hún. Við gengum á eftir þeim og sjáum hvar unglingahópur labbar á móti okkur. Sunna segir ekkert en strákarnir voru með buxurnar á hælunum og með toppinn í augunum. Þegar drengirnir voru komnir um 5 metra fyrir aftan okkur heyrist í þessari stuttu segjandi við vinkonu sína; "vá, þetta voru nú ljótir gaurar mar"
Við gátum ekki annað en hlegið því hún meinti þetta svo innilega. Vinkona mín sagði þá hneyksluð; "Fyrirgefðu....en ertu ekki bara FIMMÁRA??"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 13:56
marin á tá og hring.....eða bara hring....
Við fengum hringana okkar sem við pöntuðum fyrir brúðkaupið. Ekki var innifalin gröftur í hringana svo ég ákvað að fara með þá bara á einhvern góðan stað til að láta grafa fyrir okkur. Ég sting hringunum í töskuna og sagði við Stefán að þar sem við erum að fara norður núna, væri bara gott að fara með hringana með okkur og skilja þá eftir þar svo við myndum pottþétt ekki gleyma þeim heima!
Á Akureyri eru jú gullsmiðir eins og hér. Við förum á laugardeginum með hringana í verslun í bænum. Viðkomandi verslunareigandi þekkti til tengdó og ætlaði að flýta fyrir greftrun en við báðum hann að taka sér þann tíma sem hann vildi ef hann nennti að taka þá með sér og koma yfir til tengdaforeldra minna. Jú, að sjálfsögðu var það ekkert mál. Það þekkja jú allir alla þarna allavega af þessum gömlu grónu svo þetta var lítið mál. Við myndum svo bara gera upp við hann þegar við kæmum aftur í bæinn.
Seinna um kvöldið var bankað og þar var gullsmiðurinn/úrsmiðurinn með hringana okkar. Við þökkuðum kærlega fyrir skjót viðbrögð og kvöddum.
Ég var náttúrulega ógurlega spennt að sjá hvernig þetta var gert og tek hringana úr boxinu. Þá kom það í ljós að þeir voru illa rispaðir. Ég set þá betur upp í ljósið og sá djúpar rispur í hringnum nánast alla leið. Greinilega eftir vélina eða eitthvað álíka en það breytti því ekki að ég var óskaplega döpur yfir því. Þetta voru dýrir hringar og allt of fallegir til að láta þetta viðgangast. Við betri skoðun sá ég að það var djúpt mar við demantana í mínum hring. Marið var eins og einhver hefði lamið með þungu og frekar oddhvössu barefli í hringinn.
Það eina sem ég hugsaði innra með mér að þarna fóru hringarnir fyrir lítið. Ég pakkaði þeim aftur niður í öskjuna og bað Stefán um að koma mömmu sinni í málið og fá hana til að fara með þá í lagfæringu.
Hann biður mömmu sína um það og hún tók vel í það. Í morgun fór svo tengdó með hringinn til annars gullsmiðs sem fórnaði bara höndum yfir fegurð hringjanna og jafnframt yfir því hvað marið á mínum hring var bæði slæmt og svo hvað það var nálægt demanti sem gerði verkið enn erfiðara. Konan náði að minnka marið og ná flestum rispum í burtu. Ég verð bara að sætta mig við það....þó svo að það verði erfitt. Maður hugsar sig um allavega aftur ef maður lætur gera eitthvað svona fyrir sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 13:23
Astmakennd hljóð í jeppanum
Það á ekki að ganga upp þetta með bílinn!
Við fengum bílinn á fimmtudaginn aftur. Stefán kom heim á drauma kagganum sínum og langaði svo að sjá hvernig ný Patrol vél lítur út svo hann ákvað að kíkja undir húddið á bílnum. Þegar hann stígur út finnur hann skrýtna lykt. Hann mat svo að þessi lykt væri af frostlegi svo hann kíkti ofan í húddið og sá ekkert og leit undir bílinn og sá þar sem bíllinn "meig" frostlegi. Hann hringir í neyðarsímann hjá IH og segir þeim hvað væri og þeir sendu Vöku eftir bílnum. Vaka kom og tók bílinn en skildi ekki neinn eftir í staðinn svo Stefán þurfti að fá lánaðan bíl. Við ætluðum norður á föstudeginum svo það var orðið spennandi að vita hvort við þyrftum að fara á Yaris og skilja alla eftir í pössun eða hvort jeppinn kæmi í tæka tíð.
Jú, jeppinn kom og sögðu þeir að þeir hefðu gleymt að setja hosu klemmu eða e-ð álíka sem gerði það að verkum að slangan slitnaði frá vatnskassanum (eða e-r staðar þar). Af stað fórum við á jeppanum með börnin með.
Sunna litla er búin að vera með slæman astma og var hóstandi út í eitt. Við þurftum að koma við í vinnunni hjá Stefáni til að taka bílinn sem hann var með í láni og skila honum. Stefán bauð mér að taka jeppann og keyra á "skilastað". Ég spurði Stefán fyrst hvernig honum finnist bíllinn og hann svaraði mjög loðið, jú, allt í lagi.
Ég keyri jeppann í Mos þar sem við skiluðum hinum bílnum og þegar Stefán kom aftur inn í bílinn benti ég honum á það að mér finnist krafturinn ekki vera mikill miðað við hvað vélin á að skila. Eins vildi ég sko ekki vera á gatnamótum þar sem maður þyrfti að drífa sig yfir vegna þess að það gerðist eitthvað minna þegar stigið var á olíugjöfina. Hann hummaði þetta og hélt áfram.
Við vorum í Hvalfjarðargöngum þegar Stefán ákvað að taka frammúr á vinstri akrein. Hann skiptir yfir, setur í "Essið" og gefur honum inn. og hvað gerðist?? EKKERT...bíllinn hafði ekki kraft. Túrbínan kom ekki inn og það gerðist ekkert. Ég verð vör við það að ekki er allt með felldu en ákvað að minnast ekki á neitt. Stefán er eins og hann er, segir EKKERT og skiptir aftur yfir á hægri.
Þegar nálgast Holtavörðuheiði var Sunna farin að hósta svo mikið að hún var farin að kúgast. Ég var alltaf að reyna að tjúna miðstöðina inn en ekkert virtist ganga að hita bílinn. Ég set miðstöðina á fullt afturí hjá stelpunum en ekkert gerðist. Þá gat ég ekki orða bundist lengur og minntist á það að það væri allt of kalt í bílnum til að hafa börnin í og þar af með hálf veikan krakka. Stefán biður mig um að hækka bara meira í miðstöðinni, þetta væri nú ekki mikið vandamál en ég sagði við hann að vandamálið væri dýpra en það þar sem það kæmi einfaldlega ekkert heitt úr miðstöðinni.
Eftir smá fikt og pot komst hann að því sjálfur að það var eitthvað að. Hann hringir í IH (í neyðarsímann enn einusinni) og fær bara talhólf sem hann skilur eftir nafn og símanúmer. Þegar við vorum að nálgast Brú ákvað hann að stoppa þar þar sem hann var farinn að renna það í grun að þeir hefðu gleymt að setja frostlög á hann eftir síðustu viðgerð. Í því hringir síminn og þar talar hann við mann sem fannst þetta afskaplega leitt allt saman. Stefán stoppar í Brú og ég hendist inn til að kaupa eitthvað að drekka handa okkur. Þegar ég kem út aftur sá ég hvar Stefán hafði lagt bílnum á þvottaplaninu og var að dæla vatni inn á bílinn og enn með símann við eyrað.
Þegar hann lauk símtalinu kom það upp úr dúrnum að þeir hefðu gleymt að setja vökva á vélina sem hefði geta endað með ósköpum ef hann hefði ekki verið svona vakandi yfir þessari "bilun". Ef við hefðum farið alla leið norður er ekki víst að við hefðum komist nema bara það og það hefði þurft að setja nýja vél í aftur. Ekki okkar vandamál en mér var bara alls ekki skemmt.
Eftir að vatni hafði verið bætt á, þá fór bíllinn skyndilega að vinna eins og hann átti að gera, miðstöðin kom inn og barnið hætti að kúgast af hóstanum. Ég var orðin svo pirruð eftir þetta að ég var farin að fara yfir það í huganum hvernig málsóknin gegn IH ætti að vera háttað ef barnið hefði svo endað inn á spítala eftir öll ósköpin. Það vita það allir að þeir sem eiga við astma vandamál að stríða, þeim er ekki hollt að dvelja lengi í kulda. En þegar hitinn komst í kroppinn aftur var ég orðin mýkri.
Nú er bíllinn aftur inni á verkstæði hjá IH til yfirhalningar. Eins gott að þeir verði ljúfir við okkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2007 | 12:28
Góður réttur
Ég fékk uppskrift í gær að hollum og góðum rétti. Ótrúlega einfaldur og mjög góður. Það var einkaþjálfinn minn sem sagði mér frá þessum rétti. Ég prufaði hann og sé sko ekki eftir því
2 túnfiskdósir
2/3 dós kotasæla
vel af frosnu grænmeti (brockoli, gulrætur, blómkál)
1 pk rifinn ostur (gott að setja gratínost)
grænmetið sett í eldfast mót
vökvanum af túnfisknum hellt og blandað við kotasæluna. Kryddað eftir smekk og sett yfir grænmetið. Rifna ostinum stráð yfir og þetta gratínerað þar til osturinn er orðinn gylltur.
mmmm...þetta var rosa gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda