Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
11.7.2008 | 14:51
"afinn" fullkomnaður
Eins og ég hef sagt áður þá vildi Stefán ekki kaupa Forester vegna þess að hann kallaði þetta "afa bíl". Vissulega er þetta kannski ekki mjög sportbílalegur bíll í útliti en hann skánaði nú til muna þegar filmurnar voru settar í hann og svo er hann einlitur grár svo hann er kannski ekki svo afalegur lengur. Allt í lagi...ég er kannski í afneitun....en það verður bara að hafa það.
Í morgun fór ég með bílinn í Aðalskoðun til að láta setja einkanúmerið hans Stefáns á bílinn og þegar ég leit á bílinn eftir að númerin voru komin á, þá fyrst varð þetta afa"look" fullkomnað! Númerið á bílnum er A 7800...hverjir aðrir en gamlir kallar setja A- SJÖÞÚSUND OG ÁTTAHUNDRUÐ á bílinn sinn Ef ég hefði fengið einhverju ráðið hefði staðið "26Y4U"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.7.2008 | 15:32
Eins og flís við rass
Það er dálítið gaman að segja frá því hvað við Stefán erum rosalega samtaka. Við stundum "hugsanalestur" okkar á milli og erum mjög náin. Hringjumst á mörgum sinnum á dag og oftar en ekki þá er ég búin grípa símann til þess að hringja í hann en í sömu andrá hringir hann. Ég kalla þetta hugsanalestur.
Við bökkum hvort annað upp á svo mörgum sviðum að það er bara fyndið. Til dæmis ef það þarf að fara í gegnum samningaviðræður, þá er mér otað fram og hann lætur sig hverfa en ef það er eitthvað sem þarf að skammast yfir þá sendi ég boltann yfir til hans og læt mig hverfa.
Þegar við keyptum Súbarúinn á þriðjudaginn þá stóð ég í samningaviðræðum með kaup og kjör. Þegar við fórum til að skoða bílinn betur komu í ljós skemmdir sem við höfðum ekki tekið eftir áður og fór Stefán beint inn og sagðist ekki skrifa undir nema þeir tækju að sér viðgerðina á tveimur skemmdum sem eru á bílnum. Strákurinn kemur út og sér hvað er og segir EKKERT MÁL, við lögum þetta, hripaði niður á blað hvers eðlis skemmdirnar væru og á sama blaðið kom fram að þetta var í þeirra ábyrgð.
Ég sendi svo póst til hans í morgun um hvenær við megum fara í viðgerð með bílinn þá fæ ég þetta svar til baka: "Ég skal panta tíma í það fyrir ykkur, og við erum tilbúnir að taka annað tjónið á okkar kostnað.." Að sjálfsögðu hringdi ég beint og klagaði í Stefán sem með það sama fór í Ingvar Helga og benti þeim á að þeir væru samningsbundnir og málinu var reddað, þeir taka bæði tjónin á sig.Þegar kemur að svona "leiðindum" læt ég mig hverfa og þá tekur Stefán við en þegar samningar eru þá lætur Stefán sig hverfa og ég tek við. Við báðum um að láta filmur í rúðurnar líka og urðu samningarnir þess eðlis að þeir tækju helming kostnaðarins á sig en við myndum borga hinn helminginn. Ég fór með bílinn og fékk annan á meðan í láni, sótti svo kaggann minn rétt eftir hádegi og voru þeir ekki búnir að sækja hann svo strákurinn sem seldi okkur bílinn skutlaði mér að ná í bílinn. Þegar þangað var komið vissi ég að ég þyrfti að borga hinn helminginn og sagði stráknum að ég kæmi bara uppeftir að borga, þá snéri hann sér að mér og sagði að þetta yrði bara í boði IH. Ekki leiðinlegt það.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2008 | 16:20
Ótrúlega seinheppin
Það var ákveðið í morgun á milli míns og bílasalans að ég myndi mæta með Patrolinn milli 13-14 í dag upp á Sævarhöfða og gera þar bílaskipti. Allt var klappað og klárt, Pattinn kominn úr viðgerðinni og ekkert annað eftir en að fara og skipta.
Í hádeginu var ég orðin svöng svo ég þurfti að redda mér einhverju að borða áður en ég færi með bílinn svo samloka var málið og eitthvað að drekka. Kom við í næstu bílalúgu og bað um samloku og Coke Light. Hugsaði það þegar ég opnaði samlokuna að þetta væri bara til þess að ég myndi sulla niður á mig. Hafði vit fyrir því að biðja um þurrku svo ég ákvað að hafa hana sem næst mér svo ekki sullaðist niður á mig.
Ég var alveg að verða búin með samlokuna og farin að hrósa því að það hefði ekki farið neitt niður þegar ég lít niður en þá að SJÁLFSÖGÐU hafði ég náð að sulla niður á mig. Ekki þýddi að þurrka þetta með bréfinu og ekki gat ég hugsað mér að ganga um bæinn með blett framan á mér svo ég straujaði niður í ZikZak og fann mér "outfit" á slánni, skellti mér í fötin, bað konuna um að klippa miðana af, borgaði og þrammaði í bílinn aftur með ZikZak pokann en í nýjum fötum. Ég þorði ekki svo mikið sem að opna gosflöskuna af ótta við að sulla aftur niður á mig!!
Strikið lá svo beint á Sævarhöfðann og þar þurftu verkstæðismennirnir að taka Patrolinn aftur út, þ.e.a.s. viðgerðina á honum og á meðan skellti ég mér í bíltúr á væntanlega, nýja bílnum. Sótti Stefán (en passaði mig á því að leyfa honum ekki að keyra ) og fórum svo að skrifa undir kaupsamninginn.
Eftir óheyrilegt pappírsflóð, blekeyðslu og liðagigt í úlnliði sökum "ofskriftar", fengum við lyklana í hendurnar og okkur óskað til hamingju með nýja bílinn. Skutlaði Stefáni í vinnuna (og passaði það enn eina ferðina að ÉG fengi að keyra), fór svo í vinnuna sjálf en þá var klukkan bara orðin hálf fjögur. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt.
Í fyrramálið er svo stefnan tekin í filmu-ísetningu og fljótlega förum við með nýja bílinn í smá lakk-viðgerð en Stefán kom auga á skemmd á bílnum sem hann sagðist ekki taka í mál að láta gera við sjálfur. IH ætlar að borga brúsann þar. (kominn tími til að einhver annar en ég borgaði fyrir bílavesen )
Heima hjá mér gistir vinkona mín ásamt þremur börnum hennar svo það er mikið fjör á heimilinu, yngsti guttinn sem er 2 ára gerir ekki annað en að stríða þessum 6 og 7 ára, 13 og 14 ára stelpurnar reyna að losna við þessi yngri, hanga óheyrilega utan í okkur mæðrunum, þessi sem er að verða 17 ára er enn á gelgjunni og vill helst ekkert af hinum krökkunum vita og er þar með stungin af heimilinu en hringir svo alveg kol-brjáluð þegar hún kemst að því að yngstu grislingarnir sitja inní hennar herbergi að horfa á eina virka DVD tækið á heimilinu....þau eru ekki "nema" 6 DVD tækin heima en tækið hennar Viktoríu var langtum ódýrasta tækið og er það eina sem spilar alla DVD diska. Í stofunni er Pioneer heimabíó fyrir hundruð þúsunda sem ekki virkar!!!!! (ókey...ekki mörg hundruð...en vel yfir hundrað....kaupi aldrei aftur svona dýrt merki, næst verður það United...eða álíka ódýrt "no-name" merki að hætti AMS vinkonu )
Bloggar | Breytt 9.7.2008 kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2008 | 13:51
Dónalegt par!
Ég kom að þessum dónapörum í garðinum mínum.
Ég rak þau samstundis í burtu og kallaði á eftir þeim: "Get a room"
Annars tók ég þátt í keppni á www.ljosmyndakeppni.is og bar keppnin yfirskriftina "skór". Þetta er það fyrsta sem mér datt til hugar að gera en vissi ekki hvort ég ætti að framkvæma þessa vitleysu eða ekki. Viðraði þetta við vinkonu mína sem taldi mig á að gera þetta.
Var að vonast til að húmorinn myndi koma mér áleiðis að toppsætinu en raunin varð önnur. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að "lmk-ingar" eru húmorslausir!!! Ég endaði í 10 sæti af 33.
Mömmu langaði að taka þátt líka svo ég fór í "brain-storming" fyrir hana og framkvæmdi þetta með henni og þetta er afraksturinn.
Þessir skór hrepptu 15. sætið sem ég skil ekki. Miðað við mörg önnur pörin sem send voru í keppnina hefði þessi átt að fara ofar. Það segir líka dálítið mikið að þessi mynd hefur oftar verið skoðuð af notendum en allar hinar myndirnar nema þessar sem lentu í fyrstu fjórum sætunum. Fyrstu þrjú sætin eru á forsíðunni og hægt að skoða þær þar en þær sem lenda ofar en 3 sæti þarf að fara "sérstaka" leið til að skoða.
Ætla að fikra mig áfram í tilraunastarfseminni en ég sagði við vinkonu mína í morgun eftir slæmt gengi í annarri keppni að ég er HÆTT að taka þátt í asnalegum keppnum, ég ætla bara að taka myndir fyrir mig og opna flickr síðuna mína aftur og gera gott úr henni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.7.2008 | 01:51
Borð fyrir tvo!
Ég hef verið hrikalega löt að elda dýrindis steikur þegar ég er meira og minna ein. Viktoría er alltaf að vinna, Sandra Dís hefur jú verið hjá mér síðustu fimm daga but that´s it.
Nú er ég með dóttur vinkonu minnar í heimsókn sem er ári yngri en Dísin mín og fyrsta kvöldið sem hún var hjá okkur var ég að vinna til sjö svo það var ekkert annað að gera en að koma við á pizza stað og grípa flatböku með heim....semsagt snögg eldað.
Í kvöld hinsvegar gerðist ég úber dúber dugleg og ákvað í minni einlægni að nú skyldu stelpurnar fá almennilegan mat og þá bjóða mömmu gömlu í mat líka, þá yrðum við allavega fjórar við matarborðið sem gerir útslagið að nú skyldi Helga litla elda almennilegan mat.
Ég ákvað að skella mér í dekur samt í morgun til að starta deginum og klukkan 11 í morgun var ég mætt í Heilsubyltinguna og á leið í leirvafninga. Ég var smurð grænleitu geli, pökkuð inn í plast og skellt í "svefnpoka" sem var eins og álpappír að innan. Það var hitateppi sem átti að halda góðum hita á mér næsta hálftímann eða svo.
Ekki leið á löngu þar til innilokunarkenndin fór að bera á sér svo ég reif mig lausa og tók hendurnar uppúr prísundinni en restin af kroppinum var inn í pokanum. Þetta var óþægilega heitt og ég er lítið gefin fyrir mikinn hita. Ég er ekkert "hitabeltisdýr" og finnst fátt eitt betra en að sofa við frostmark.
Loksins kom konan og leysti mig úr prísundinni, byrjaði að þurrka af mér gelið og fór svo að segja mér hvað ég ætti að gera í framhaldinu af þessu. Ég fór að heyra bara óminn af því sem hún sagði, sá allt orðið á hreyfingu og smá saman fór allt að dökkna í kringum mig. Ég fann að ég var að líða útaf og ætlaði að styðja mig við eitthvað til að fallið yrði ekki mjög hátt en það eina sem ég fann var að fæturnir urðu að gúmmí, maginn fór í hnút og mér varð flökurt og allt varð svart áður en ég vissi af. Konu ræfillinn fór alveg í mínus yfir þessu og náði í vatnsglas og reyndi að fá mig til að sötra á því. Ég hafði það svo af að setjast í stól með höfuðið á milli fóta (það var reyndar ekki erfitt...gerðist að sjálfu sér) og sötraði smá sopa af vatni en maginn fór alveg í flækju við það.
Eftir drykk langa stund hafði ég það af að koma mér í larfana en ég hafði haft vit fyrir því að fara í jogging buxur og peysu svo það var ekki mjög erfitt að klæða sig.....eftir að ég náði fullri meðvitund aftur. Ég vildi svo bara fara heim en konan var ekki á því að senda mig út strax. Ég talaði hana til og sagðist vera orðin góð, en reyndin var sú að ég var ekkert orðin góð, það hring snérist allt í kringum mig en ég skakklappaðist í bílinn og trúði því sjálf að ef það væri örlítil köld gola, þá myndi ég jafna mig hratt.
Ég ákvað að klöngrast í búð að versla fyrir kvöldið, henti í körfu það sem ég mundi eftir að ætla að kaupa og fór svo að kassa og beina leið heim. Þegar ég kom heim var það eina sem komst að hjá mér var að leggja mig. Ég gat ekki hugsað skýrt, fæturnir báru mig ekki og maginn enn í hnút. Það sem hafði komið fyrir var að ég þoldi ekki svona mikinn hita og vökvatapið svo mikið á skömmum tíma að það var meira en ég þoldi. Enda á sólarströnd ekki mikið við mig. Væri betri á Grænlandi en í Afríku!
Ég í bókstaflegri merkingu andaðist í eina 4 tíma. Um klukkan 5 drattaðist ég framúr með bömmer yfir því að hafa eyðilagt daginn bæði fyrir mér og stelpunum. Ég gat náttúrulega ekki vitað að þessi slökunar og fegrunarmeðferð myndi enda svona. Á handahlaupum sagði dóttir vinkonu minnar að hún væri að fara í heimsókn til pabba síns en kæmi í mat. Mamma hringdi í sömu andrá og bað mig um að skutla sér í mat til vinafólks svo ég hafði ekki tækifæri til að bjóða henni svo allur maturinn sem ég keypti var orðinn fyrir þrjá. Það var svosem í lagi, á þá bara afgang sem hægt verður að narta í.
Ég hendi kjúklingaleggjum inn í ofninn og krydda. Öll eldamennskan fór fyrir bí því ég var ekki með heilsu, enn hálf vönkuð og illa fyrir kölluð. Korter yfir sjö, þegar maturinn var um það bil að verða klár, fæ ég sms frá dömunni um að pabbi hennar ætlar að fóðra hana svo hún kemur ekki í mat. Eftir sátum við Sandra Dís með kjúklingaleggi og franskar fyrir 5 manns!!
Þetta smakkaðist samt ágætlega. Fyrsta fasta fæðan mín síðan 10 um morguninn og maginn farinn að róast. Óhætt er að segja það að afgangurinn af matnum dugir vel fyrir sunnudagskvöldið...þarf ekki að hafa fyrir því að elda. Hendi þessu inn í örbylgjuofninn og maturinn klár!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2008 | 23:39
söknuður
Það var lítil mjóróma rödd sem var á línunni og það fyrsta sem hún spurði var: "mamma, saknarðu mín ekki mikið?!" Ég gat ekki annað en jánkað því við sex ára dóttur mína og þá sagði hún aftur af einlægni: "mamma, ég sakna þín mjög mjög mjög mikið"
Eftir að hafa rætt við litla skottið mitt smá stund fékk ég að heyra í Stefáni. Það fyrsta sem hann spurði mig að var: "Helga, saknarðu mín ekki? Á ég ekki bara að koma heim núna?"
Ég skal alveg viðurkenna það að ég sakna bæði mannsins míns og dóttur. Tíminn hefur samt verið fljótur að líða. Ég ætlaði að vinna eins og "MF" en reyndin varð önnur. Ég hélt í alvörunni að ég fengi "frið" til að vinna, væri ekki bundin yfir Sunnu. Í stað þess að vinna...eða fá vinnufrið, hef ég eytt tímanum á bílasölum,í bílakaupum, bílaviðgerðum, bílareddingum, bíladekkjaskiptum, bílaforfæringum, bílaflutningum, bílaþrifum, bílasprautum, bílaskoðun, eyða tugum þúsundum til einskins í bílaáfyllingar og heavy tiltekt á barnaherberginu svo tíminn til vinnu hefur verið ansi takmarkaður.....
Held að það verði hreinlega hvíld fyrir mig að fá Stefán heim aftur.
Það vill því til happs að ég vinn hjá einstaklega þolinmóðum, geðgóðum, ljúfum og skemmtilegum manni sem stressast ekkert þó ég sé ekki mætt á slaginu og ef hádegismaturinn verður lengri en góðu hófi gegnir og ég sé farin fyrir fjögur á daginn. Hann veit það að ég skrifa bara þá tíma á mig sem ég er í vinnu og treystir því. Eins tek ég tarnir á móti ef áríðandi verkefni kalla.
Jeppinn kom úr sprautuviðgerð í dag, agalega ánægð. Tók svo eftir því þegar ég skrapp í neglur að það var eitthvað sem lak á bílnum. Við nánari eftirgrennslan sá ég að ljósa-rúðuþurrkan lak, sennilega hafa þeir þurft að aftengja eitthvað og ekki tengt aftur með þeim afleiðingum að það lekur. Smotterý...held ég...ætla allavega aftur með hann og láta þá laga þetta.
Sótti dóttur vinkonu minnar á völlinn í kvöld. Hún ætlar að eyða tíma með okkur þar til mamman og systkinin koma til okkar í næstu viku. Ákvað að taka ísrúnt til Viktoríu og þar sé ég að ljósin virkuðu ekki á jeppanum. En eftir þessu tek ég þegar ég er búin að rúnta um bæinn eina 50 kílómetra....seint að kvöldi....allt eins. Því verð ég að redda...eins og svo mörgu öðru á morgun.
Byrja samt á vinnunni....svona til málamynda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2008 | 20:46
Ég VANN!!
Þau voru ansi þung skrefin sem ég tók inn á bílasöluna í dag. Skammaðist í sjálfri mér fyrir að hafa ákveðið að selja bílinn. En jæja, það kemur bíll í bíls stað
Patrolinn er á sprautuverkstæði þar sem við erum að láta laga rispur á stuðara sem voru á bílnum þegar við keyptum hann. Erum að fara að selja jeppann líka....það er ALLT AÐ GERAST. Helga litla gerðist frek við kallinn sinn og heimtaði að nú færi jálkurinn á sölu og í staðinn fengjum við okkur jeppling eða eitthvað álíka. Hann kom með hugmyndir á litla fólksbíla eins og Mazda 6 og Subaru Legacy sedan en þegar ég settist í Legacy-inn, þá fannst mér ég setjast ofan í götuna og ekki ná að sjá uppfyrir stýrið svo ég sagði pent NEI TAKK!! (frekjan ég). Kom með hugmynd á Subaru Forester í staðinn og þá hnussaði í mínum og sagði NEI TAKK...ekki "afa bíl". Ég kom þá með hugmynd að Nissan X-trail en minn kall ekki alveg nógu sáttur en sættist á að koma og skoða með mér 2 X-trail bifreiðar en á miðanum mínum sem ég var búin að "gúggla" voru 2 X-trail bílar og einn Forester, allir 2007 ágerðir. (en Stefán vissi ekki af þessum Forester á blaðinu)
Við prufuðum X-trailinn og Stefán var ekki nógu ánægður með vinnsluna og kraftinn í honum, enda er þetta 2.0L vél og stór bíll svo hann er mjög þunglamalegur. Ég fer inn aftur og kalla á hann að koma og skoða þennan líka flotta Forester "jeppa" og ég bað svo sölumanninn um að leyfa okkur að prufukeyra. Með semingi sættist Stefán á að prufa Foresterinn sem var 7-8 mánaða lúxus útgáfa af Forester. Auðvitað passaði ég mig á því að láta hann prufa fyrst og það var eins og við manninn mælt, hann gjörsamlega varð ástfanginn og þegar við settumst við afgreiðsluborðið hjá sölumanninum var hann enn slefandi. Svo var tekin ákvörðun um að versla þennan tiltekna Subaru Forester jeppa sem er ekki lengur "afa bíll" Ég get með hreinskilni sagt ÉG VANN (þetta er nú bara þannig að ef maður ætlar sér eitthvað....þá getur maður það)
Bíðum eftir að jeppinn okkar komi úr viðgerð svo við getum skipt bílum.
Mamma var svo indæl að hún ætlar að lána mér bílinn sem hann elskulegi Ási heitinn átti. Þarf bara að fara með hann í dekkjaskipti og að láta skoða hann.
Herbergið hennar Sunnu fer alveg að verða klárt. Á eftir að setja "punktinn yfir i-ið" og þá er það tilbúð. Redda restinni í IKEA á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2008 | 14:54
Allt að gerast!
Stefán fór norður til Akureyrar í síðustu viku með litla stýrið og þar sem Pattinn var að fara í sprautuviðgerð bauð ég honum að taka Yarisinn. Ég gæti alveg verið á hjólinu. Kannski verra ef maður þarf að fara í búð að versla....en lifi það alveg af.
Hann vildi ekki hafa mig bíllausa hér fyrir sunnan svo hann fór norður Á rútu (hann og Sunna ein í 50 manna rútu.....eða hvað hún var. Var að ferja bílinn norður fyrir SBA Norðurleið) en hann yrði samt bíllaus fyrir norðan.
Ég fékk móral yfir því að hann yrði bíllaus en var samt rosalega fegin að þurfa ekki að hjóla alla dagana og komast leiða minna óhindrað.
Svo í morgun ákvað ég að skella bílnum í skoðun. Hann er kominn á tíma og án athugasemda fékk ég rauða tíu á númeraplöturnar. Alsæl fór ég í vinnuna, búin að spandera 6500kr í bensín og 7500kr í skoðun....sá samt eftir peningnum! Í hádeginu er hringt í mig og spurt hvort Yarisinn væri ekki enn til sölu. Jú, það passaði, hann er til sölu. Ég var beðin um að sýna einhverjum dúd bílinn svo ég hentist að þrífa bílinn. Spanderaði 1000kr í þvottastöð, 100kr í ryksugu og reyndi að sjæna hann aðeins áður en ég færi með hann. Bruna upp á Höfða og þar bíða dúddinn og bílasalinn eftir bílnum.
Gaurinn fór á bílnum mínum að prufa og þá sagði bílasalinn mér að hann væri að leita af bíl og væri með nokkra í takinu. Þegar dúddinn kom til baka var hann mjög jákvæður en sagðist samt hafa fengið betra tilboð í annan. Ef af þessu verður ætlar hann að hafa samband við mig eftir klukku tíma. Ég kvaddi og fór í vinnuna.
Ég var ekki komin upp þegar síminn hringir og þá var það bílasalinn með tilboð í Yarisinn. Frekar lágt...en markaðurinn í dag býður ekki upp á nein stórræði. Eftir samningaviðræður fram og til baka komumst við að samkomulagi svo úr varð að ég þarf að afhenta hann á eftir og ég verð BÍLLAUS næstu vikuna!!!
Damn....ég sem ætlaði að:
1 hendast í neglur,
2 fara í myndatúra áður en feðginin kæmu heim,
3 skella mér í dekur fyrir dekurpakkann sem Stefán gaf mér í afmælisgjöf,
4 fara í IKEA til að geta sett punktinn yfir i-ið í herberginu hennar,
5 fara í Dýraríkið og kaupa meiri mat fyrir grísina, fara með grísina aftur til læknis að fá seinni sprautuna (gengur erfiðlega að hafa þá á bögglaberanum)
Ásamt því að njóta frelsisins að vera ekki bundin yfir því að vera mætt heim á slaginu til að sækja Sunnu og hafa matinn til eða vera á haus í þvottahrúgunni.
Nú til að toppa þetta, þá fékk Stefán minn lánaðan bíl hjá vini sínum fyrir norðan svo eftir allt var hann þó ekki bíllaus
Auðvitað hringdi ég í manninn sem á 10 bíla á planinu sínu til að athuga með að fá lánað eins og einn þeirra....veistu...þeir voru bara allir BILAÐIR svo ég get ekki fengið einn einasta lánaðan!
Damn...jæja..hjólið skal það vera heillin....og ég SKAL skella bakpoka á bakið og hjóla í IKEA og svo heim aftur.....ég get það sko ALLVEG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín