. - Hausmynd

.

Jólaandi landans =/

Ég verð seint kölluð jólastelpa. Þannig er það nú bara stundum ef maður á ekki góðar minningar frá jólum þá verður maður hvekktur og vill helst ekkert fá jólin.

Börnin mín elska jólin. Ég segi nú bara sem betur fer því enn sem komið er eiga þær góðar minningar frá sínum jólum. Aldrei liðið skort, átt flest það sem hugurinn girnist og samfélagið gerir ráð fyrir að börnin eigi.

Ég er sátt við þetta og mér líður betur í hjartanu vitandi það að börnunum mínum hlakki til jólanna.

Í dag fór ég í pósthúsið í Garðabæ. Litla skottan var með mér og ætluðum við bara að fara með nokkur jólakort í póst.

Það eru nú ekki svo ýkja mörg stæðin við þessa verslunarmiðstöð svo maður var með hugann við það hvar hugsanlegt stæði var til að leggja bílnum.

Ég fer þetta litla afkáralega hringtorg og sé þar sem kona var að setjast inn í bílinn sinn til að bakka út. Ég klára hringtorgið, bíll var fyrir aftan mig og var greinilega líka að skimast eftir stæði. Ég gef stefnuljós til að sýna það að ég sé stopp því ég sé að fara í stæðið, svona eins og lög gera ráð fyrir.

Konan var byrjuð að bakka og ég beið þolinmóð sem og einstaklingurinn fyrir aftan mig.

Síðan sé ég þar sem kona á litlum jepplingi kemur aðvífandi að hringtorginu, hundsar allt sem heita lög og reglur, fer öfugt í hringtorgið og vippar sér í stæðið nánast án þess að hin konan hafi lokið sér af.

Þetta fannst mér frekar mikill dónaskapur og flugu nokkur vel valin blótsyrði upphátt í bílnum.

Reiðin var svo svakaleg að ég áttaði mig ekki fyrr en litla skottið mitt bendir mér á að fara með "bænirnar" á kvöldin Woundering

Jólapúkinn ég fór ekki í betra skap yfir jólunum þarna. Hinsvegar sé ég þar sem annar bíll var að bakka úr stæði (meira að segja örlítið nær) svo ég gaf stefnumerki í það stæði. Enginn reyndi aftur slíkan dónaskap svo skapið skánaði aðeins enda ekki annað hægt þegar maður heyrir í unganum sínum syngja jólalög afturí í nýju fínu kápunni sem ég prjónaði og hannaði á hana nú á dögunum. Smile

Sunnuskott


maddam, kelling fröken frú....

Fórum í dag í stúdíóið með systurnar, vinkonurnar og litla ferfætlinginn.

Sunna var EKKI á því að fara í þetta asnalega stúdíó og HVAÐ þá sitja fyrir!!!

Það tók smá tíma að fá hana til að sættast á að sitja fyrir en það var ekki fyrr en þegar maður var kominn í tímaþröng þegar dömu-dósin ákvað að haga sér eins og módel...og svona líka flott módel.

Vinkonurnar Fanney Lísa og Hólmfríður Sunna áttu frábæra takta og skemmtu okkur hinum. Daman hún Sandra Dís brosti bara sínu breiðasta og mjög meðvituð um "lúkkið" Sideways

Nokkrar góðar frá deginum.

maddam Sunna

sunna og fanney

Sunna og Fanney

Sunna og Fanney

Dísin fagra

Sunna, Batman & Sandra Dís

Sunna og Fanney

Sunnuskott

Svo eru fleiri myndir inn á flickr síðunni minni.


Martröð ljósmyndarans

Ég ákvað að leigja mér stúdíó í Reykjavík til að sinna ljósmyndaþörfinni minni.

Ég fékk ábendingu hjá gömlum vin um gott stúdíó og læt ég til skara skríða og hef samband við manninn sem var mjög jákvæður.

Ég dæli inn tímum fyrir jólamyndatökur og gengur allt ótrúlega vel.

Svo var það í gær að ég átti að mynda eina litla 9 mánaða skvísu. Þegar börnin eru svona lítil hafa þau ekki beinlínis þolinmæði til að bíða svo ég ákvað að gera allt klárt á met tíma og testa öll ljós, draga bakgrunna niður og finna "propps" til að geta látið eins og trúður við barnið.

5 mínútur voru í fjölskylduna og var ég orðin stressuð um að læra á nýja sendinn sem var verið að kaupa. Hafðist samt svo nú var ekkert annað að gera en að prufa lýsinguna. Greip myndavélina. Stillti hana eins og lög gera ráð fyrir í stúdíói, skellti inn dóti til að geta skotið prufuskotið enda ekki nema 1-2 mínútur í liðið og smellti af.

Næst tók við röð blóta sem ég hef aldrei heyrt áður en þó var mest notað eitt útlenskt orð!

Það sem stóð á skjánum á vélinni þegar ég skaut af var "ekkert minniskort í vélinni"

Held að þetta sé mesta martröðin sem hægt er að upplifa. Að GLEYMA minniskortinu er náttúrulega ÓFYRIRGEFANLEGT þegar maður á að heita LJÓSMYNDARI.

Ég lagði vélina frá mér, hlammaði mér í sófann sem er í stúdíóinu og óskaði þess að ég væri á Bahamas eða einhverstaðar allt annarsstaðar.

Reis upp aftur og ákvað að gera eina loka tilraun til að athuga hvort ég hefði nokkuð laumast til að setja auka minniskortið í töskuna.

Ekki leið á löngu þar til ég fann eitt minniskort sem ég gat notað.....SEM BETUR FER og um leið hringdi síminn og þau að láta vita að þau væru fyrir utan.

Þetta reddaðist sem betur fer og myndartakan gekk súper vel. Litla daman var kát og ný byrjuð að skríða með tilheyrandi skemmtun við að ná myndum af henni.

Árangurinn má sjá að hluta hér.

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa

Fanney Lísa


ómetanleg aðstoð ungu dömunnar....eða leti foreldranna!

Þessi 7. ára á það til að vera alveg ómetanlega hjálpsöm á heimilinu.

Einn fagran sunnudag þá vaknar litla dýrið snemma eins og alltaf. við foreldrarnir erum ekki jafn miklir morgunhanar svo við kúrðum eitthvað frameftir morgni.

um 10 ákváðum við samt að fara á fætur og gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum. Þegar við komum fram sat litla skottan í sófanum að horfa á sjónvarpið. Ekkert við það að athuga annað en að hún var óklædd svo við báðum hana um að klæða sig.

Þegar hún kemur fram aftur segir hún voða kæruleysislega við okkur þar sem við sváfum svona lengi ákvað hún að setja í eina vél fyrir okkur!!

Ég áttaði mig ekki á því svona alveg strax hvað barnið sagði en hún hlammaði sér aftur fyrir framann imbann og hélt áfram að horfa á teiknimyndir.

Einhverju síðar fer Stefán inn í þvottahús til að setja í eina vél og rekur þá augun í það að vélin var full af þvotti svo hann grípur úr vélinni og setur í aðra.

Þetta var allt saman gott og gilt....nema að vélin var stillt á suðu!!!

það þarf kannski ekki að minnast á það en nánast allur þvotturinn úr vélinni fór í ruslið, þar á meðal 66°N peysa, Cintamani flísfatnaður, sparikjóll og buxur. W00t

Sunnuskott


Samningaviðræður

1x á ári er svokallað partý í skólanum hjá krökkunum.

Það vill svo "skemmtilega" til að næsta partý...og jafnframt það fyrsta og eina verður haldið á föstudaginn hjá Sunnu. Það er bara einn smá galli, við vorum búin að ákveða að fara norður á fimmtudaginn svo hún þarf að sleppa þessu skólapartýi.

Í morgun hófust samningaviðræður milli mín og Sunnu og hóf Sunna viðræðurnar áður en hún vaknaði. Ég fór inn til hennar og kyssti og knúsaði svo hún myndi vakna og fyrsta orðið var ekki "góðan daginn" eins og alltaf, heldur "mamma, í alvöru, ég VIL fara í partýið"

Sunna: Mamma, gerðu það, ekki fara norður á fimmtudag, farðu frekar eftir skóla á föstudag.

mamma: æji, Sunna mín, við vorum búin að ákveða þetta manstu

Sunna: en mamma, getum við ekki bara tekið flug saman á föstudeginum eftir skóla?

mamma: Sunna mín, það er svo dýrt

Sunna: En ef við förum bara með afa, þá þurfum við ekkert að borga!

Semsagt, ráð undir rifi hverju. Joyful Nú er bara spurning hvort maður reyni ekki að hliðra til fyrir grislinginn. Smile


Hótanir og bjartsýni

Það er óhætt að segja að ég eigi líflegar og skemmtilegar stelpur sem koma sífellt á óvart.

Dísin mín fór í bæjarleiðangur um daginn sem mér finnst alveg frábært. Ég bað hana um að líta eftir fötum á sig en hún er voðalega erfið þegar kemur að kaupa föt svo mér finnst best að hún fái sinn tíma og geti valið þetta sjálf. Svo get ég farið með henni í búðina sem henni leist vel á og keypt á hana fötin.

Hún kemur heim um kvöldið og ég fer að spyrja hana út í búðarrápið og hvernig hafi gengið. Jú, hún var sátt og fann voðalega flottan bol sem hana langaði ótrúlega mikið í. Ég var voða ánægð og sagði að við gætum þá bara farið saman daginn eftir og litið á gripinn og jafnvel keypt. Hún var að vonum ánægð með það. Það hvarflaði að mér að spyrja hana hvar hún hefði séð þennan bol og vinkonan svaraði um hæl Karen Millen !!!!  W00t

Það er kannski óþarfi að nefna það að ég fór EKKI með henni í búðina til að kaupa 12-16 þúsund króna stuttermabol! GetLost

Ég er byrjuð í blakinu aftur eftir tveggja ára hlé. Við erum með þrumu góðan þjálfara sem lætur okkur svo sannarlega finna fyrir hverri æfingu svo um munar. Litla skottið mitt er ekki alveg jafn sátt við að sjá á eftir mér út um dyrnar á sunnudagskvöldum svo hún brá á það ráð að reyna að hóta mér svo ég yrði eftir. Hún benti mér góðlátlega á það að ég fengi sko ekki að horfa á Fangavaktina ef ég færi Devil 

Ég lét það svo sem ekki stoppa mig....og sé ekki eftir því Joyful

Annars gerði fjölskyldan sér glaðan dag í dag og ákvað að ganga frá Álftanesi til Hafnarfjarðar. Litla daman kom með galvösk og kvartaði reyndar sáran undan því að hún gæti ekki gengið jafn hratt því hún er sú eina sem ekki er í gönguskóm! Annars var hún bara ansi kát með sína göngustafi og þrammaði áfram með þá og lét ekki bíða eftir sér. Dísin var dugleg líka og ég held að allir hafi verið nokkuð sáttir við göngutúr dagsins. Smile


Verðlaunaafhending 10. október 2009

Sunna kaðlakrútt

Þann 11. september 2009 var hringt í mig og mér tilkynnt það að ég hefði verið í 2.sæti í prjónasamkeppni hjá Tinnu.

Ég var að vonum ánægð með það og hlýt ég að launum peningaverðlaun og garnúttekt hjá Tinnu. Mjög góð búbót fyrir heimilið.

Flíkin sem fékk verðlaunin hef ég kallað "Sunna kaðlakrútt" en upphaflega gerði ég þessa kápu á Sunnuskottið mitt. Hún hefur náð ansi miklum vinsældum og hef ég gert fleiri kápur og gefið frá mér.

Uppskriftin mun svo birtast í næsta ÝR blaði en það vill svo skemmtilega til að ég á fleiri uppskriftir í þessu blaði án þess þó að hafa tekið þátt í fleiri keppnum. Joyful

Nú er komið að verðlaunaafhendingunni og hvet ég alla til að koma og skoða flíkurnar sem sendar voru inn í keppnina ásamt þeim sem unnu til verðlauna.

Betri upplýsingar má finna á www.tinna.is Smile

tinna-verðlaun


Húsdýragarðurinn á Álftanesinu

Það er nú talað um það að það sé mjög þroskandi og hollt fyrir börnin að sjá um dýr að einhverju tagi.

Ég tók því bókstaflega og ákvað að fá mér dýr sjálf! Kissing

Börnin eiga jú vissulega dýr líka svo það bættist bara aðeins í hópinn. Hvað er einn í viðbót á milli vina?

Dísin mín átti naggrís sem hún vildi helst ekki leyfa neinum öðrum að handfjatla eða koma of nálægt. Sunna fékk þá bara grís líka og hún misskildi eitthvað merkinguna með dýr og að eiga það því hún notar hann sem dúkku, klæðir dýrið í kjóla og treður húfu á hann sem er allt í lagi á meðan hann er sáttur við þetta...eða orðum það öðruvísi...hann fær engu ráðið og bara betra fyrir hann að leika með. Síðan er Mikka (naggrís Sunnu) troðið í dúkkuvagn og honum skipað að liggja kyrr og því næst er farið út að labba.

Aumingja dýrið er svo húsbóndahollt að hann kvartar ekki einu sinni þó svo hann sé lagður á bakið svo allar lappir standa þráðbeint út í loftið og svo breitt yfir hann sæng og ef hann hefði ekki svona stórar tennur þá væri snuðið troðið upp í hann líka....en hann klippti síðasta snuð í sundur svo það var ekki reynt að troða fleirum.

Snoopy (grísinn hennar Söndru Dísar) var orðinn svo fælinn við fólk því hún vildi aldrei taka hann upp orðið svo við sömdum um að hann færi á betra heimili þar sem um hann yrði hugsað. Hann fór 4 klukkutímum eftir þetta samtal á heimili þar sem tveir grislingar ætla að þjálfa hann upp í dúkkufötin :)

Eftir að Snoopy fór langaði mig óskaplega mikið að fá mér kanínu. Ég viðraði það við húsbóndann sem hristi hausinn og neitaði að taka þátt í þessari húsdýragarðsvitleysu.

Ég ákvað að leita að kanínu og komu tvær tegundir til greina. Lionhead og MiniLoop.

Ég fann óskaplega fallega Lionhead kanínu og ákvað að skella mér á hana. Reddaði mér búri og fór svo og sótti grislinginn og til þess fékk ég börnin mín og eiginmann LoL Kanínan sem fékk nafnið Kara er mjög sjálfstæð og ótrúlega skapstór! hefði bara ekki trúað því að kanínur væru svona óskaplega sjálfstæðar.

Viktoría varð að vera með og fékk hún sér Dverghamstur og svo eru fiskar og sniglar á heimilinu líka.

Öðru hvoru kemur litli prinsinn minn líka í heimsókn sem er svartur tjúi. Hann hefur svo mikið dálæti á mér að hann má ekki sjá af mér einu sinni á klósettið. Mér finnst voða gott að knúsa hann öðru hvoru líka Joyful

Semsagt á þessu heimili eru:

Kanína  -  Kara

Naggrís - Mikki

Hamstur -  Mía

Fiskar - Gulli, Fíóna, Hr. Varir, Doppa, Depill, Húfa, Ólöf, Viktoría, Hr. Varalitur og Öldungur

í búrinu eru einnig ryksugur: Nilfisk, Hoover, Siemens, Kirby, Miele, Rainbow og Rósi

Sniglarnir eru 10 talsins í öðru búri í eldhúsinu en þeir fá ekki nöfn þar sem ég þekki þá ekki í sundur!!

Hér má svo sjá nokkur dýranna. Grin

Gulli

Mikki

Kara

Fóstursonur minn Batman


« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 259708

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband