. - Hausmynd

.

Sjúkdómsgreiningin

Þegar ég var komin á völlinn og um það bil að taka fyrsta sopann af Brísernum sem DA splæsti hringdi síminn. Á línunni var tilvonandi eiginmaður minn að tilkynna mér það að búið væri að sjúkdómsgreina Patrolinn. Þess skal getið að Patrolinn okkar er keyrður rétt rúmlega 100.000km en varð 6 ára í lok júní í ár. Ekki mikil keyrsla en við spörum hann ekki.

Niðurstaðan var sú að vélin væri farin. Það sem hefði farið var stimpill sem kom "gat" á (eða e-ð álíka) en það væri þekkt vandamál í Patrol bifreiðum sem þessum. Ég var um það bil að hoppa hæð mína af gleði, vitandi það að þetta var þessi galli sem vitað er um og við fengjum þetta allt saman bætt og allir í góðu skapi. En þá hrundi allt....nei...bíllinn varð 6 ára í lok júní en þeir taka bara ábyrgð á þessum tiltekna galla í 6 ár.

Ég spurði Stefán ítrekað hvort þeir neituðu að taka þetta að sér þar sem bíllinn er einum MÁNUÐI eldri en 6 ára??????? W00t Já, það var rétt. Þetta fer algjörlega út af okkar reikning þessi viðgerð á bílnum þar sem það er liðinn mánuður af þessari "ábyrgð".

Ég ákvað að róa mig aðeins og spurði svo hvort búið væri að gefa út viðgerðaráætlunarkostnað. Jú, það var búið. Þeir hjá Ingvari Helga sögðu þetta tjón upp á 870.000kr W00t. Við þessi orð varð mér allri lokið. Ég var á vellinum, búin að tjekka mig inn til ameríku...og þá skellur þetta á.

Ekki bara að bíllinn hafi bilað. Ég á leið til ameríku og ný komin frá Svíþjóð og svo við að gifta okkur í næsta mánuði.....úff..það var að líða yfir mig þarna.

Það var aðeins um tvennt að gera.....annað hvort að láta þetta lita ferðina og ég brjóta vísakortið á vellinum eða bara sleppa sér lausri!

Gettu hvort ég gerði!?!?!?!?! Devil

Stefán átti samt áframhaldandi fundi við IH og þeir voru voða sorrý yfir þessu (kannski ekki jafn sorrý og við) en vildu koma til móts við okkur. Niðurstaðan var að við borguðum þeim 500þús og málið er dautt og inn í því var "ný" vél með 2.ára ábyrgð. (ný er sko ný upptekin)

Ég vildi helst ekki fá hann inn á planið okkar aftur og hefði helst vilja losna við bílinn á staðnum. Stefán sagðist ekki vilja það þar sem 2.ára ábyrgð er á vélinni, heldur að halda bílnum í eitt og hálft ár og selja hann svo! Ég spurði hvort sjálfskiptingin væri inn í þessum tveimur árum. Nei, ekki er hún það. ......Fínt...þá seljum við hann NÚNA! Ég get ekki sætt mig við það að borga núna "bara" 500.000 og svo 300.000 eftir 6.mánuði!!! Nei takk.

Ég er enn í voða sorgmæddu skapi yfir þessu....en eins og einhver sagði: "It´s only money". Fínt. Ég er tilbúin til að horfa fram á veginn, taka þessum milljónum sem við þurfum að borga á einu bretti og hlakka til að eignast pening aftur Smile

Some day mun það gerast.....erhaggibara? Joyful


hryðjuverkamenn ferðast ekki á fyrsta farrými!

Ferðin til Flórída var mjög skemmtileg. Ekki alveg áfallalaus....en það gerði þessa ferð mjög eftirminnilega fyrir vikið.

Ég fór að velta því fyrir mér í flugvélinni á leiðinni heim, ég var að reyna að skera bollurnar sem voru í matinn í vélinni. Hnífurinn beyglaðist, gaffallinn brotnaði og á endanum var ég komin með puttana í málið þar sem hnífapörin sem voru úr þunnu plasti dugðu ekki. Ég mundi eftir því að ég heyrði frá því sagt að þeir sem ferðuðust á saga class fengju almennileg hnífapör til að athafna sig með. Ef svo er, eru þá flugfélögin full viss á því að hryðjuverkamenn ferðast ekki á fyrsta farrými?

Maður spyr sig! Shocking Hvað veit ég....ég hef aldrei ferðast á Saga Class.....ekki enn.


the big day...

...is to morrow

Nú er loks komið að næstu brottför. Á morgun ætla ég að vera í Orlando í þessu húsi. Er ekkert að monta mig sko Whistling

Þetta verður langt ferðalag þar sem við vinkonurnar ákváðum að spara svolítið....eða um það bil 70.000kr! Við fljúgum til Baltimore og þar tökum við innanlandsflugið til Orlando og því næst þarf að ná í bílaleigubílinn og keyra að húsinu sem tekur einhverja 1-2klst. Það kostaði bara 53.000 að fljúga fram og til baka á Baltimore en 7.000 að fljúga fram og til baka frá Baltimore til Orlando. Ef við hefðum keypt farið alla leið (sem maður hefði gert ef börn væru með) þá hefði farið kostað litlar 140.000kr pr mann! (allavega á þessum tímapunkti sem við vorum að panta farið) Þetta verður bara fjör. 4 hressar tjellingar í verslunarleiðangri...engir karlmenn á handbremsunni...aðeins heimildin á Visa Tounge

Annars er ég hrædd um að "bödsgettið" hafi lækkað hjá manni all verulega sökum viðgerðarkostnaðar á jeppanum. Ef illa fer er þetta bilun upp á 500.000kr hjá okkur en ef vel fer, þá tekur Ingvar Helga þennan kostnað að sér.....sem ég trúi eiginlega ekki þar sem bíllinn er orðinn 5 ára gamall en mér finnst það réttlátt þar sem hann er ekki ekinn nema 100.000km Frown. Kemur allt í ljós vonandi í dag.

Ég ætla að pakka eitthvað lítið í ferðatösku fyrir þessa ferð....tek í versta falli bakpokann minn og set í hann. Áætlunin er að kaupa góðar ferðatöskur þarna úti....og fylla þær Halo

Ég komst hinsvegar inn á frábæra slóð um daginn. Konan sem var með mér úti í Svíþjóð (hinn fararstjórinn) sagði mér frá síðu mannsins síns. Ég ákvað að kíkja og varð gjörsamlega IN LOVE InLove Ég elska svona ljósmyndir. Ég ætla að taka myndir úti og helst nóg af "night shot". Mér finnst það svo hrikalega flott.

Læt fylgja með svíþjóðamyndir Smile

svíþjóð 112

svíþjóð 125

svíþjóð 134

 


ágætis byrjun

á ferðalagi!

Lögðum af stað upp í Þórsmörk með vinafólki okkar sem er á jeppa líka. Þau höfðu aldrei komið í Þórsmörkina svo það var um að gera að jeppast aðeins og fara. Við pöntuðum okkur smáhýsi í Smáratúni í Fljótshlíð.

Haldið var af stað uppúr kl 10 í morgun. Komið við í Bónus að ná sér í eitthvað á grillið og drykki á mannskapinn. Ákveðið var að hittast á Hvolsvelli þar sem hitt parið þurfti að erindera í Breiðholtið.

Við erum komin rétt upp fyrir Litlu Kaffistofuna þegar þessi svakalegi reykur gýs upp af bílnum og hann drepur á sér.....út á miðri "hraðbrautinni" Crying.

Hazardinn var kveiktur um leið og Stefán hljóp út úr bílnum og opnaði húddið á jeppanum. Ég hentist aftur í skottið og náði í neyðar þríhyrninginn og við hlupum með hann lengra frá bílnum og settum á hliðarlínuna.

Hringjum í hitt parið sem var komið að Hveragerði og báðum þau að snúa við. Hringdum í Vöku bíla og báðum um pallbíl til að taka jeppann uppá. Því næst hringdi ég í pabba og bað hann um að sækja okkur.

Eftir smá ígrundun komst Stefán að því að líklega er vélin farin í bílnum W00t

Ég var sko ekki sátt við þetta. Maður er ekki að kaupa jeppa upp á fleiri milljónir og hann endist okkur í 2 1/2 ár og ekki ekin nema 100.000 NEI TAKK. Við létum Vöku fara með hann beint á Ingvar Helga....hann verður þeirra höfuðverkur Angry

Erum semsagt bara komin heim aftur. Ætlum bara að skella okkur í bíó svona til dægrastyttingar og ferðaleysis Frown Langar ekki að vita hvað þessi viðgerð kemur til með að kosta okkur...sérstaklega þar sem það eru ekki nema 4 vikur í brúðkaupið!!


komin á klakann

Komin heim loksins eftir vel heppnaða ferð til Svíaríkis. Tvær enduðu á spítala en það er önnur saga og ekki mjög alvarlegt sem betur fer.

Ég heillaðist af landi og þjóð og skemmti mér konunglega við að læra sænskuna. Leið eins og John Travolta í myndinni Phenomenon. Sat yfir öllum auglýsingum og apaði allt eftir þeim, framburð og hreim Grin

Fyrsta orðið sem ég lærða var

REA

næsta orð sem ég lærði var

EJ REA

og að ógleymdu besta orðinu sem ég lærði líka var

SLUT REA

Svo var maður orðinn ansi góður í öllum sjoppum

Jeg skal har mjuk glass i strut W00t

Nú er bara verið að þvo þvott og undirbúa sig fyrir næstu brottför LoL


Good bye baby

Jæja. Nú er stundin runnin upp Smile

Er á leiðinni til landsins "ógurlega" Svíþjóð. Hef aldrei farið þangað svo þetta verður vonandi bara gaman. Hef áhyggjur af því að vera í rigningu allan tíman....en ef svo er þá bara verður að hafa það.

Kem heim svo 1.ágúst og eyði verslunarmannahelginni með manninum og börnum og um leið og hun er búin þá kveð ég að þessu sinni börnin og manninn og held á vit ævintýra með vinkvennum til Orlando Grin Þar verður hátturinn "shop until you drop" við lýði....ójá.

Kveð að sinni. Veit ekki hvort ég komist í netsamband þarna í Falun......verður bara að ráðast.


GTS

Ég er búin að vera svo ótrúlega dugleg síðustu viku að það hálfa væri meira en hellingur Sideways. Ég ræddi við einkaþjálfann minn aftur og hann tók mig um leið og hann kom heim Tounge. En tíminn minn byrjar ekki fyrr en kl 8:40 (hann var stílaður fyrir DA sem aldrei mætti svo!) en ég keyri Viktoríuna mína í vinnuna kl 8 svo ég fer beint í Sporthúsið og þar er ég á þreki í 35-40mín og svo tæki í 40-45 mín.

á miðvikudaginn fór ég í tíma um morguninn, nema hvað að gellurnar í blakinu ákváðu að hafa útiblak á grasvellinum við íþróttahúsið. Ég fór þangað að sjálfsögðu líka og við spiluðum non-stop í 90 mín. Semsagt bara á þessum eina miðvikudegi æfði ég í 170 mínútur sem gera tæplega 3 klukkustundir í heildina!! W00t ÓGÓ DUGLEG SKO

Í morgun mætti ég 8:05, var í þreki í 35 mín og svo skelltum við okkur í Gravity í 45 mín. Nettur tími en ég er gjörsamlega búin á því líka. Enda hef ég verið rosa dugleg inn á milli og farið út að hjóla Cool

Maður ætti að vera nokkuð góður í Svíþjóð. Þar ætla ég að halda mér við...út að hlaupa og svoleiðis Tounge (sénsinn að ég hlaupi....geng bara rösklega þá) Smile

Annars er ég ekki farin að huga að því að pakka niður! Ætli ég verði ekki að vera dugleg í dag eftir vinnu og þvo þvott.

Er annars að hlusta á Fimmtu konuna í iPod-inum í vinnunni...það er ótrúlegt hvað tíminn virðist vera fljótur að líða þegar maður er svona spenntur að hlusta...má ekkert vera að því að fara í mat eða kaffi Shocking


Kæra Bettý

Mér hefur tekist hið ótrúlega!!

ég kláraði bókina Bettý eftir Arnald Indriðason á einum og hálfum "vinnudegi" Grin. Hún byrjaði rólega og ég var ekki viss hvort ég myndi meika þessa bók eða ekki....en þegar á leið var ég orðin svo spennt að ég gat ekki sleppt þessu.

Ég var sko að vinna með "bókalestri"...þetta er hægt...ekkert mál. Ég meira að segja afrekaði meira en "venjulega" þrátt fyrir allt Smile. Var sko ekki að slæpast...en tókst þetta samt!!

Þessar hljóðbækur eru algjör snilld Tounge. Ég fékk nefnilega hljóðbók í mp3 formi hjá DA, henti því á iPod-inn minn og ákvað þar sem ég er ein í vinnunni allan liðlangan daginn að byrja að hlusta. Viti menn....þetta var svo spennandi að ég gat ekki hætt að hlusta. Fór meira að segja ekki í hádegismat...því þá myndi ég tapa dýrmætum hálftíma í hlustun W00t

Ég var beðin um að vinna frameftir...sem var ekkert mál...þá fékk ég aðeins lengri "hlustunartíma" í leiðinni Whistling

Ótrúlega sniðugt...nú þarf ég að skella mér aftur til DA til að fá aðeins meira hjá henni. Er með Konungsbók sem ég á eftir að hlusta á líka...en ég vil ekki verða "lens" á hlustunarefni... Gasp

DA...áttu ekki meira??


« Fyrri síða | Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 260760

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

80 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband