. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

sveitasælan

Við erum búin að hafa það stórkostlegt í sveitinni. Fór með Dísina í keilu ásamt 4 öðrum. Hitinn var óbærilegur og erfitt að hreyfa sig en þetta var rosalega skemmtilegt. Á eftir fengu sér allir ís.

Skellti mér í klippingu og strípur til Siggu svil. Hún klikkar ekki frekar en venjulega.

Heimferð á morgun að knúsa kallinn minn aðeins og svo liggur leiðin í bústaðinn í viku. Vona að veðrið verði gott....ekki til í meiri sól eins og er því ég er sólbrennd í "rusl" eins og unglingarnir segja.

Annars er ég bara svo fegin að vera heil á húfi eftir að hafa verið svínað all- hrottalega fyrir mig í dag á Drottningarbrautinni. Með fullan bíl af börnum og dró öll hjól og mín myndavél sem er ekki NEMA 1.5kg kom frammí með látum og börnin hálf hengdust í beltinu. Ég var lengi að ná mér eftir þetta en þakkaði mínu sæla fyrir að hafa verið UNDIR löglegum hraða þegar þetta átti sér stað og vil ég meina að það hafi bjargað því að við sluppum. Ég fæ enn "deisjavú" við tilhugsunina en ég held að það hafi ekki hjálpað að ég er mjög tortryggin í umferðinni eftir að hafa lent í að láta keyra aftan á mig fyrir rétt tæpu ári síðan.

Hér er svo myndir frá í gær og í dag.

Eyjafjörðurinn
Eyjafjörðurinn

Kerlingarbikkjan á löglega hraðanum!

Í skyndi ákvað ég að setja börnin í bílinn og halda sem leið lá norður til Akureyrar í sæluna. Stefán varð eftir í bænum til að vinna svo hann var ekki með í för í þetta skiptið. Nú er ég komin í þriggja vikna "útlegð" frá heimilinu. Fer ekki heim fyrr en 20 ágúst aftur!!! Held heim aftur á fimmtudag/föstudag og næ í kallinn og förum beina leið í bústað sem við erum búin að panta okkur, verðum þar í viku og svo aftur norður.

Ég var ekki viss hvort ég ætti að leggja í að keyra norður því það má enn ekki mjög mikið til þess að öxlin fari á hvolf en ákvað að láta á reyna.

Ég er afskaplega löghlýðin manneskja svo ég ákvað að stilla krúsið á 90km/klst og halda því alla leið. Mér leið samt eins og "kallinum með hattinn" á tímabili því ég hef aldrei séð eins marga bíla taka frammúr á þessum vegarkafla Rey/Ak!!! Þegar rúta tók frammúr mér þá leist mér nú ekki á blikuna. Endurstillti krúsið í 95 en fékk þá augnagotur frá Dísinni fögru sem sat frammí hjá mér. Undecided

Það skipti engu máli þó krúsið hafði verið komið í 95, það eina sem gerðist var að rúturnar tóku ekki lengur frammúr....en allir hinir gerðu það. Jæja...ég varð þá bara að vera þessi bikkja sem ók á löglegum hraða alla leið.

Bíllinn hélt sér allan tímann á réttum hraða og skipti ég mér aldrei af því, hvorki þegar ég fór upp eða niður brekkur. Eitt skiptið varð mér reyndar litið á hraðamælinn þegar ég var að fara niður Holtavörðuheiði en þá hafði krúsið ekki náð að halda almennilega við og var bíllinn kominn í 120!!!!! Mér brá svo svakalega að ég hægði á mér með hjartsláttinn í brókinni og samviskubit dauðans. Rosalega leið mér illa....ekki út af því að ég var hætt komin heldur að hafa farið svona svakalega yfir strikið í hraðanum án þess að hafa tekið eftir því. Ég er á því að keyra eins hratt og leyfilegt er með þeim ramma að ég hafi 100% vald á bílnum, ekki 99%. Í það minnsta var ekki litið aftur af mælinum alla leiðina.

Það var mikið sungið og trallað í bílnum á leiðinni. Í magasíninu voru: Regína Ósk, Enja, Mamma Mia, Óskalög sjómanna, gömul lög í anda ömmu og afa og Garðar Cortes. Óskalög sjómanna var vinsælt, sérstaklega Ship og hoj og fleiri svona grípandi lög og svo þetta gamla góða þar sem Ó María og Á skíðum ég skemmti mér var spilað ótæpilega oft og hátt. Eins fékk Mamma Mia diskurinn að rúlla nokkrum sinnum í gegn þar sem við sungum ótæpilega hátt og mikið með!!!! Með öðrum orðum "TÓNLISTARLEGT UPPELDI Á FERÐ" Kissing Við allavega skemmtum okkur vel í fjóra og hálfan tíma. Grin

Allavega þá náðum við mæðgur heilar og höldnu alla leið norður og erum við í góðu yfirlæti tengdaforeldra minna sem stjana við okkur.

Í dag á svo Dísin mín afmæli og er tengdó búin að baka eina köku og ætla ég að leyfa Dísinni fögru að bjóða vinkonu sinni með í keilu og pizzu og kannski í bíó annað kvöld. Fór og keypti flottan skartgrip handa dömunni í dag og get ekki beðið eftir að gefa henni afmælisgjöfina. Eitthvað verður afmælið hennar á ská og skjön eins og svo mörg önnur ár en það verður bakað eitthvað og haft með í bústaðinn líka.

Í kvöld tókum við Helena myndarúnt. Ekki það að hún hafi áhuga á myndum eða því tengdu, þá fórum við saman að hennar hugmynd svo við skelltum okkur yfir Vaðlaheiðina með nokkrum myndastoppum, þ.e að ég fór út að mynda á meðan hún sat inni og svo Víkurskarðið heim. Það var dásamlega fallegt veður en þokan var að skríða inn svo ég náði ekki nógu góðri mynd yfir Akureyri...en minn tími mun koma. Cool

Set myndir inn við tækifæri. Smile


vinkonur, við erum vinkonur já

Ég hef verið með vinkonu mína frá Svíþjóð hjá mér í 2 daga. Við vorum æskuvinkonur en þegar hún flytur til Svíþjóðar 17 eða 18 ára gömul, slitnuðu tengslin hjá okkur. Við höfum verið að vinna í því að ná þessum tengslum aftur og hefur hún gist hjá mér í 2 nætur. Þessi tími hefur verið yndislegur og myndi ég ekki vilja skipta honum út fyrir nokkuð annað. Prakkarastrik æskunnar  voru rifjuð upp og þessi gamli tími þegar við vorum saman.

Við skelltum okkur svo í Húsdýragarðinn með ungana okkar en hún á eina litla sem átti afmæli í gær og varð 7 ára. Hún hefur aldrei talað Íslensku fyrr en nú og hef ég dáðst að því hvað hún hefur náð tungumálinu á skömmum tíma. Auðvitað blandar hún saman einu og einu orði en ótrúlega dugleg.

Sunna og Saga náðu strax vel saman og voru þær óaðskiljanlegar. Fanney vinkona Sunnu var mikið með þeim líka og ákváðum við að leyfa þeim að fara þremur saman í húsdýragarðinn við mikla hrifningu stelpnanna.

Ég tók nokkrar myndir af þeim og hér koma þær.

vinkonur 1

The Thing

Ég veit að ég á mér ekkert líf!!!! Eða svo segir AMS vinkona.

Ég skellti mér í Byko í gær og verslaði mér kastara til að nota við myndatökurnar mínar. Fór svo að gera tilraunir í gær og The Adams family var alsráðandi LoL

Viktoría sá myndina hjá mér á tölvuskjánum hjá mér og veinaði af skelfingu, fannst þetta ógeðslegt! Ég er bara ekki sammála, finnst þetta bara nokkuð svartur en góður húmor. Tounge

En eins og ég hef sagt áður þá er þetta mín sköpunargáfa og þetta finnst mér skemmtilegt því þetta reynir líka á frumlegheitin og útfærsluna. Ég er sko ekki að halda því fram að þetta sé gallalaust, síður en svo...en með þessu móti læri ég inn á myndavélina og annmarka hennar/mína. Sideways

Rauðvínsleginn Gyðingur og The Thing

myndir

Þingvellir
 

Setti inn slatta af myndum inn í albúmið. Ekki eru allir sáttir við að birta myndir af sér á netinu svo ég tek tillit til þess og set ekki inn myndir af þeim sem óska eftir því að ekki séu birtar myndir af viðkomandi. Elsta dóttir mín er í þessari krísu svo það er betra að biðja um leyfi fyrir myndum sem gætu verið af henni eða brot sem gæti líkst henni!.FootinMouth

Eins hef ég fengið þær fréttir að ekki eru allir sáttir við mínar myndir eða vinnslu við þær svo ég biðst velvirðingar ef einhverjum finnst ég hafa farið yfir strikið í því en ég lít á myndir sem list. Listin er teygjanleg og má túlka á hvaða hátt sem er. Þetta er mín túlkun og ég stend við það. Ef ég vil gera mynd að abstrakt, þá geri ég það og spyr engan um leyfi svo lengi sem ég á myndina sjálf.

Ef einhverjum líkar það sem ég geri, þá er mjög gaman að fá komment á það. Ekki er hægt að gera öllum til hæfis, ég geri mér grein fyrir því enda er ég ekki að leita eftir því. Ég tek myndir mér til skemmtunar og dægrastyttingar, ekki til að hæfa Jóni eða Séra Jóni. Wink

Hér er svo prinsessa sem finnst fátt eitt skemmtilegra en að láta taka myndir af sér....ennþá!

Sunna pæja


Skýrðu barnið Sunnudags-Rós

Svona í alvöru talað..... "Skýrðu barnið Sunnudags-Rós"

Ég ætla ekki að kvarta yfir nafninu á barninu...enda ekki mál sem kemur mér við....en að SKÝRA barnið, er verið að útskýra eitthvað með barnið....eða þarfnast þetta frekari skýringa!!!! Ég taldi það víst að það væri að "SKÍRA".....kannski má nota bæði (hélt samt ekki)...ég er allavega komin í hring....GetLost Ragnar Reykás hvað FootinMouth


mbl.is Skýrðu barnið Sunnudags-Rós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan af bleiku kanínunni

Bleika kanínan
 

Sunna og ég fylgdum Stefáni í búðarleiðangur. Leiðin lá fyrst í N1 (Bílanaust) upp á Höfða. Við mæðgur ákváðum að skoða okkur aðeins um í búðinni á meðan Stefán sinnti öðrum málum. Ég rak augun í vænan vegg þakinn ilmspjöldum af hinum ýmsum stærðum og gerðum. Ég ákvað að leita af engli til að setja í Subaruinn. Nokkrir voru á lista þeirra sem komu til greina til að prýða okkar eðal-vagn.

Ég komst að niðurstöðu með einn og var mjög sátt við mitt val þegar litla skottan rak augun í kanínu í bleikum fötum. Hún réttir mér kanínuna og segist gjarnan vilja þessa kanínu í bílinn. Í sömu andrá kemur Stefán til okkar og ég segi við stelpuna: "Sunna mín, hvað heldurðu að pabbi segi ef við setjum BLEIKA kanínu í bílinn?" Þá heyrist í Stefáni fyrir aftan okkur: "maður er nú ýmsu vanur á meðal ykkar kvennanna"

Ég snögg lít á Sunnu og segi henni að taka kanínuna og með það sama strunsum við á kassa til að borga áður en Stefáni snérist hugur. Whistling

Nú prýðir þessi fína kanína bílinn. Joyful


Sjúbbídú

Ekki laust við að maður fái hálfgerðan kjánahroll yfir þessari færslu....eeeeen

Málið er bara það að það er langt síðan maður upplifði það að eiga FLOTTAN bíl. Yarisinn var bara lítill sætur snattari, ágætt að keyra og allt það. Patrol er ekkert annað en stór dráttavél, þunglamaleg að keyra innanbæjar en frábær ferðabíll. Hann var rúmgóður og þægilegur að keyra og allt það.

Subaru er hinsvegar ljúfur og fer vel með mann í sætinu, skiptingin er svo mjúk að maður tekur ekki eftir því þegar hann skiptir sér. Er eins og hugur manns. Þó svo að hann hafi ekki beint verið ódýr, þá sé ég svo sannarlega ekki eftir því að hafa látið aðeins eftir okkur í lúxusvarningnum. Topplúga, leður, cruse, fjarstýring í stýri fyrir útvarp, A/C, tölvustýrð miðstöð, sjálfsk., allt rafdrifið og fleira og fleira.

Myndirnar tala sínu máli. Wink

IMG 7280
IMG 7273
IMG 7275
IMG 7277
IMG 7276

cup of coffee

Vinkona mín hló að mér þegar ég sýndi henni myndina af brosandi disknum og spurði hvort ég ætti mér ekkert líf!

Hún hélt í fyrstu að ég hefði fundið myndina á netinu og skellt henni inn á bloggið. Ég viðurkenndi það fúslega að þegar maður er ekki með litla orkuboltann sinn yfir sér, þá hefði maður bara aðeins meiri tíma en venjulega...og þá notar maður tækifærið og gerir eitthvað heimskulegt...eins og að leggja eldhúsið í rúst til þess að búa til brosandi ávaxtadisk!!!

Mér finnst þetta bara gaman....ég LOFA.

Aftur fór ég á hugarflug í dag og gat ekki beðið eftir að komast heim úr vinnunni til að framkvæma enn eina vitleysuna. Stefán minn hristir bara hausinn og spyr einskis. Whistling

Þetta er afrakstur tilraunarinnar. Fyrri myndin er bara fallegur kaffi/kakóbolli sem við fengum í jólagjöf frá ömmu og afa í Sunnuhlíð. Skellti kaffi í hann, flóaði mjólk og stráði kakói yfir. Mmmmm...ljúffengt. (var reyndar orðinn kaldur þegar ég ætlaði að dreypa á honum!!)

Seinni myndin er macro mynd af sykur-ögn....já...þetta litla...sem við setjum út í baksturinn og fleira....LOFA....svona er ögnin í nærmynd upp á prjón.

Good morning

 

sykur-ögn

Mamma mia!

Við vorum ákveðin í því þegar við heyrðum um Mamma mia kvikmyndina að fara og sjá herlegheitin. Við skruppum á söngleikinn í London og okkur fannst það æðislegt svo væntingarnar voru miklar með bíómyndina.

Í London keyptum við diskinn með Mamma mia lögunum sem var hálfpartinn leikið líka og náði sá diskur aldrei að komast fram í stofu úr ferðatöskunum, þessi yngsta var búin að hertaka hann og er farin að kunna öll lögin utan að ásamt því að hafa verið dugleg að spyrja við hvert lag um hvað var sungið og hversvegna.

Á föstudaginn keyptum við hinsvegar miða ásamt vinafólki okkar og skelltum okkur í bíó. Það var samt bara einn galli....þessi yngsta ÆTLAÐI sér að koma með! Ég lofaði henni því að hún fengi að sjá þetta líka en bara ekki klukkan 11 á föstudagskvöldi! (veit...glötuð mamma).

Ég verð nú bara að segja það að ég skemmti mér konunglega á þessari sýningu. Leikararnir voru stórir á tjaldinu og fæstir þeirra þekktir fyrir sönghæfileika en komu þessu ótrúlega vel frá sér. Þegar "James Bond" hóf upp raust sína sprakk ég úr hlátri. Þetta var í bókstaflegri merkingu DREP-FYNDIÐ. Ég beið alltaf eftir því að hann mundaði byssunni sinni en ég get svo svarið fyrir það að hann var vopnlaus með öllu....nema þá þarna með "mið-byssu"...ehe...en fyndið var það. Það er nú ofsögum sagt ef einhver segir hann með sönghæfileika....en hann skilaði  þessu samt listavel frá sér. Ég sé allavega ekki eftir því að hafa farið á þessa mögnuðu skemmtun í bíó.

Sunna litla fór svo norður með vinafólki okkar á sunnudaginn og munum við svo skreppa á fimmtudaginn að sækja prinsessuna.

Hér er grínmynd sem ég smellti af svo í gær Wink

 

fruit3 litil 1

Næsta síða »

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband