. - Hausmynd

.

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

sjaldan er ein báran stök

Ég fór með Dísina mína upp á Lansa á fimmtudag. Þetta átti nú bara að vera þessi "regular" skoðun, blóðprufa og þess háttar stöff. Við spjöllum aðeins saman og lækninum leist bara ljómandi vel á stelpuna........alveg þangað til að hann leit í eyrun!! Hún er semsagt aftur byrjuð með þetta eyrnastöff sem tók eina 3 mánuði í fyrra að ráða niðurlögum á Fýldur. Allt síðasta haust var hún innskrifuð á Barnaspítalann vegna þess að þeir réðu ekki við sýkinguna.

Ég lofaði að hafa samband við Einar Thor lækninn hennar og fá tíma. Ég bað um flýti-afgreiðslu þar sem hún þurfti að komast að sem fyrst....já....og það gekk eftir.....fékk tíma NÆSTA FIMMTUDAG!!!!! Veistu....held ekki...ég finn þá bara númerið sem Einar lét mig hafa í fyrra og hringi sjálf í hann Öskrandi. Í morgun sá ég að barnið var með pappír við eyrað og þegar ég fór og athugaði afhverju, þá var farið að leka ískyggilega mikið úr eyranu....semsagt....þetta þolir ENGA bið!! Inn förum við á mánudag hvort sem símadömunni líkar betur eða verr.

Ég var svo í prófinu í gær. Það gekk ágætlega. Byrjaði kl 14 að leysa prófið...og lauk því mjög nálægt miðnætti!! (fórum reyndar saman og fengum okkur aðeins að borða svo það má taka næstum klst af). Þegar klukkan var að verða 22 var farið að draga verulega af okkur stelpunum. Orðnar mjög þreyttar. Kláruðum þetta samt og skiluðum í hólfið hjá kennaranum. Nú er bara að sjá hvernig manni hafi svo gengið Óákveðinn

Ég var víst búin að lofa mér í vinnu í dag í www.sturta.is og varð að standa við það en þá fékk ég enga pössun fyrir litla skottið. Átti von á því að Sandra Dís yrði hressari og myndi vera með vinkonu sinni en svo var ekki og ég var með móral dauðans yfir því að skilja hana eftir heima í morgun. Stefán sagði mér svo að hann gæti jafnvel verið búinn um hádegi svo hún er þá ekki ein nema í 2-3 tíma sem er skömminni skárra. Svo heyrði ég í Ingunni systir Drífu (eiganda sturtu) og hún var heima með börnin hennar Drífu og bauð Sunnu að koma og leika við Hugrúnu dóttur þeirra sem er jafn gömul Sunnu. Ég fór þangað og með það sama klæddi daman sig úr og fór inn að leika. Semsagt alveg til í þetta. Hún ætlaði svo bara að hafa samband ef e-ð væri. Koss

Ég er alveg á síðustu bensíndropunum sjálf og ætla að njóta þess að slaka á í kvöld og kúra allavega til 9 í fyrramálið. Ekki veitir af ef stelpan er að fara í aðra eins törn strax eftir helgi og síðasta haust! Skömmustulegur

until next.


Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!

Það er nú meira hvað það er LEIÐINLEGT að vera kvefaður Gráta. Ég er ekki með þetta týpíska horrensli heldur bara þungt að anda og líður voða skringilega. Það stoppar mig samt ekki að fara í skólann Óákveðinn Ég er bara ein af þeim sem þarf að hafa fyrir lærdómnum Skömmustulegur. Ef ég missi úr eins og í stærðfræðinni get ég bara gleymt þessu. Hraðinn er svo rosalegur í skólanum að Formúlu1 bílarnir geta bara skammast sín fyrir hvað þeir fara hægt Ullandi....allavega miðað við hraðann í skólanum. Mér gengur annars ágætlega þar þó svo að ég sé ekki að skora margar tíur Hissa

Á föstudaginn hefst maraþon í stærðfræði. Við erum búin með einn áfanga í stærðfræðinni og þá fáum við eitt stykki "lokapróf" sem við höfum 24 tíma til að leysa. Kennarinn sagði að þeir sem þyrftu að hafa aðeins fyrir þessu (ðats mí jú nó) tækju alveg 10-12 tíma að leysa prófið Óákveðinn. Svo eftir skóla á föstudag þá ætla ég að setjast niður og ég fer ekki heim fyrr en ég er búin með þetta. Ekki er það svo gott að þetta sé lokaprófið....nei....þetta er nebbilega ekki lokaprófið. Ég fer í það ca 10 des í þessum áfanga. Við erum semsagt byrjuð núna á STÆ5003 áfanga sem er jafnframt loka áfanginn á þessu sviði. Spurning um að tala við frænku mína og athuga hvort hún geti hjálpað mér eins og eina kvöldstund eða svo....kann eiginlega samt ekki við það þar sem hún er í fullri vinnu sjálf og með tvo litla grísi á arminum Brosandi. Ætla að sjá til hvernig mér gengur í þessu prófi á föstudaginn áður en ég tala við stærðfræðiprófessorinn í ættinni Glottandi


Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt.....

Morguninn byrjaði á því að það var hringt í mig frá Sólvangi og sagt að Haukur Heiðar læknir væri veikur í dag Gráta. Mér var boðinn annar tími í dag hjá öðrum lækni. Ég hugsaði með mér að ef ég tæki því ekki myndi ég ALDREI hringja og fá annan tíma.....ég er bara þannig.! Hún bauð mér tíma hjá lækni sem heitir Benedikt (búálfur). Ég ákvað að vera ekki að mála skrattann á vegginn og ákvað að fara með jákvæðu hugarfari. Ég er haldin geðveikri lækna fóbíu Skömmustulegur. Ég mætti á réttum tíma og beið á biðstofunni. Þeim mun fleiri mínútur sem liðu frá því að ég átti að vera komin inn, þeim mun meira náði ég að mála skrattann á vegginn! Ég var komin á fremsta hlunn með að HLAUP út þegar einhver kallaði nafnið mitt. Ég var með kaldsveitta lófa og hríðskalf eins og tremma sjúklingur. Þegar ég leit á lækninn lá við að mér féllist hendur. Þetta var ungur STRÁKUR.....og.......HRIKALEGA FALLEGUR DRENGUR Hissa hann var greinilega töluvert yngri en ég. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera þegar ég settist í stólinn hjá honum. Skyndilega var mér alveg batnað og ég gat ekki þulið upp nein sjúkdóms einkenni lengur Tala af sér. Ég byrjaði á því að spyrja hann hvort ég þyrfti að gera ráðstafanir gagnvart bólusetningu fyrir Kúbu ferðina mína. Svona hljómaði samtalið:

H - Ég er að fara til Kúbu í janúar. Þarf ég einhverja vörn?

L - ætlaru að vera lengi?

H - Nei....8 daga

L - Hvað ertu að fara að gera til Kúbu?

H - skemmta mér og skoða mig um!

L - Ertu í föstu sambandi??????

H - (fruss) ha...já...ég á sko mann....og ég er ekki að fara í ÞANNIG skemmtun!!!! Koss

L - *roðn* já, nei, tja, ég meinti það ekki sko. Maður getur aldrei verið viss um að lesa fólk rétt!!

Akkúrat á þessum tímapunkti langaði mig að spyrja hvort hann vantaði deit (bara upp á fönnið) en þá sá ég Andrés Önd tuskubrúðu upp á hillu og spurði þess í stað hvort það væri brúðuleikhús á stofunni þegar vantaði sjúklinga inn Ullandi Hann horfði á mig án þess að skilja hvað ég var að fara og vildi fá frekari útskýringar á þessu og þá benti ég á tuskubrúðuna upp á hillu. Hann hló hátt á þessu og sagði jafnframt að það væri misjafnt hvernig læknar skemmtu sér Glottandi

Á meðan gæjinn pikkaði á tölvuna fékk ég tækifæri til að horfa á hann (það MÁ horfa en ekki snerta). Gooooooooood....hí his drop ded gordíuss. Mæli með að fólk fari og panti tíma hjá honum, bara til að berja þennan dreng augum Glottandi

 


Bessastaða beljurnar þær baula mikið núna

nei nei, engar beljur á Bessastöðum Glottandi ég tók samt voða sæta mynd yfir á Bessastaði. Læt hana fylgja með.

Í hádeginu bauð Sandra Dís Súsí ömmu og Ása og Alexöndru og Katrínu yfir í köku. Mamma gaf Söndru Dís rosalega fallega hvíta úlpu ásamt fallegum trefli og krúttlega eyrnalokka. SD var ótrúlega ánægð. enda var þetta rosa flott gjöf Hlæjandi

Fórum svo í afmæli til Hans Adolf yngri og eldri í Fagrabergið. Þar var margt um manninn eins og lög gera ráð fyrir. Eyrún var þar með litlu skottin sín. Ferlega sætir krakkar. Enda ekki langt að sækja fegurðina Glottandi Þessi ætt (Linnet) er náttúrulega bara falleg upp til hópa Hissa Sjáið bara mig sem dæmi Ullandi.....já,já...ég er hætt.

Ég er alveg gjörsamlega að festast alveg í hálsinum. Mamma kom með þá hugmynd að þetta sé brjósklos!! það gæti alveg vel verið miðað við hvað ég er orðin slæm. Fer reyndar til Hauks Heiðars á morgun og ætla að viðra þetta við hann.

sitt lítið 020

Until later.

Helga skakka Skömmustulegur


mamma kemur í bæinn bráðum og borgar skuldina mína

var að vinna í dag í www.sturta.is seldi eldri Siglfirðingum sturtu Hlæjandi. Bauð þeim svo merktar könnur og gaf þeim líka 3 handklæði með sturtunni sinni (eitt fyrir hvort og eitt til að leggja á gólfið) kappinn varð svo rosalega ánægður að hann smellti á mig koss og faðmlagi Koss. Það er svo frábært þegar fólk er svona þakklátt fyrir það sem það fær Glottandi

Sandra Dís og Katrín vinkona hennar sváfu heima í nótt. Svo í morgun tilkynntu þær mér að þær ætluðu í Smáralindina og það með strætó Hissa. Litla barnið mitt sem aldrei hefur ferðast ein með strætó eða bara með strætó yfir höfuð var alveg hörð á því að fara með strætó. Mér fannst þetta mjög merkilegt framtak hjá stelpunni. Gaf henni 600kr og strætómiða og sagðist ætla að sækja þær í Smáralindina kl 3 þegar ég væri búin að vinna.

Stefán minn er í botnlausri vinnu og fær engan frið fyrir símanum. Þurfti að rjúka út þegar hann var búinn að slafra matnum í sig og kom svo ekki heim aftur fyrr en um 23 og þá var hann svo þreyttur að hann sofnaði í sófanum Gráta. Ég skreið þá bara í rumið um miðnætti, náði samt að skola niður einum bjór eða svo áður Hlæjandi


súrumjólk í hádeginu og sheerios á kvöldin.....

Súrmjólk í hádeginu - II. hluti

Framhald af ,,Súrmjólk í hádeginu"

Ég er núna 10ára og leika mér ég fæ,

Lykil hef um hálsinn og stelst oft niðrí bæ.

Mamma er orðin kelling og kennarinn er snar, Og pabbi eyðir helgunum við glas á Mímisbar.

Kókglas í hádeginu og hamborgara á kvöldin, Mér er sagt að hanga yfir lexíunum hér, Ég er núna ákveðinn að taka yfir völdin, Svo pakkið hætti allavega að skifta sér af mér.

Ég er orðinn tvítugur og rosafengið töff, Mér er sagt í rúminu að ég sé orðinn röff.

Pabbi er á Pollinum og mamma heldur við, Þetta er orðið geðbilað og úrsérgengið lið.

Eitt glas í hádeginu og LSD á kvöldin,

Ég ætla mér að fríka, kerfið út í eitt.

Mikið er nú æðislegt að hafa sjálfur völdin, Jafnvel þó þau fari fyrir ekki neitt.

Ég er orðin fertugur og forstjóri í klíku, Í hjónabandið komin með, krakkaormahjörð.

Sit ég nú í nefndum með öllum þessu ríku, Og rembist við að ráða, öllu hér á jörð.

Loks er ég sjötugur og sölnað er mitt skar, Kominn inn á stofnun og dauðvona þar bíð.

Ekki man ég lengur neitt um hvað ég loksins var, Né heldur er mér ljóst fyrir hvað ég núna líð.

Glyserin í hádeginu og stólpípa á kvöldin, Mér er sagt að sofa meðan fréttatíminn er.

Ljóst er núna á öllu hér, að frá mér eru völdin, Ég ræð því ekki einusinni hvaða dag ég fer.

Þenna fékk ég í e-maili í dag. Nokkuð góður miðað við samtímann.

 


Ég lifi í draumi......

jæja. Þessi dagur rann ljúft í gegn. Mamma og Ási komu ásamt Jóhanni og Júlíönnu. Gurra kom með öll litlu börnin sín þrjú....það sætasta var að sjálfsögðu Árni Bent....svo ljúfur og góður drengur Ullandi. Guðrún Alda alltaf jafn mikið krútt Hlæjandi.

Ég átti alveg von á því að mamma myndi sýna smá lit og færa Söndru Dís síðbúna afmælisgjöf, en ekki varð það að veruleika Fýldur. Greyið Sandra Dís var alveg miður sín að hún hafi verið sú eina sem fær ekki afmælisgjöf frá ömmu sinni Gráta vonandi vaknar gamla upp og kemur færandi hendi til Söndru Dísar. Koss

 


Líf, ljómi þinn er skínandi tær

Já, ég er á lífi. Dagurinn í gær gekk bara ágætlega fyrir sig. Ég ákvað að fara á fundinn í fimleikunum þar sem ég taldi það mikilvægara en að fara í leikskólann eða skólann Óákveðinn maður þarf að velja á milli, ðats for sjor! Glottandi

stóra prinsessan mín á svo afmæli í dag. Hún er búin að setja upp lista hvað hana langar í afmælisgjöf, það er sem hér segir:

Vespu

mótorhjól

hjálm með vespunni

vespupróf

vespu.....

vespu.....

vespu.... og

VESPU.....

semsagt maður hefur úr rosa miklu að moða Hissa

þar sem ég er svo VOND mamma, þá ætla ég EKKI að gefa henni 200.000 vespu og er meira að segja mein-illa við að hún fái sér vespu á annað borð (hún segist vera að safna sér sjálf fyrir henni, það er annar höfuðverkur). Nú veit ég ekki hvað ég á að gefa henni Gráta Svo ekki nóg með það, þá er hún veik (unglingaveikin) og þver tekur fyrir að halda upp á afmælið sitt Skömmustulegur. Stefán er alveg harður á því að það liggur e-ð á bakvið Saklaus. Hann fékk hana á það að bjóða ömmu sinni og afa. Hún vill ekki neinar kökur, vildi bara súkkulaðitertuna hennar Addúar Koss. Ég verð að standa mig í stykkinu og baka þessa frönsku súkkulaðiköku og kaupa ís með henni. Svo var ég búin að lofa Söndru Dís að baka sér köku handa henni og verð að standa við það líka Glottandi.


höfuð, herðar, hné og tær

ég fór til gigtarlæknisins í dag. Fannst skyndilega að mér væri alveg batnað þegar ég sá dokksann Skömmustulegur. Það leiðinlegasta sem ég geri er að fara til læknis Gráta. En ég þuldi upp vandamálin hratt og örugglega og var á ráslínunni út aftur. Ég er enn að drepast í hálsinum eftir að ég fékk boltann í höfuðið snemma á þessu ári svo hann fór að pikka og pota og ýtti á eitthvað með þeim afleiðingum að ég var næstum búin að sparka milli fóta á manninum Ullandi Þetta var allavega ekki gott. svo togaði hann e-ð í tærnar og ýtti á axlirnar og bankaði í hnéin Hissa (hann passaði sig á að hafa fæturnar mínar ekki á milli sinna fóta Ullandi) Svo sagði hann undur rólega að hann vildi fá röntgen af hálsinum og herðunum. Skrifaði upp á e-rjar pillur og sagði mér að tala við sig eftir 2 vikur. Ég álpast fram, enn skjálfhent yfir því að hafa farið til læknis á annað borð og ætlaði að afgreiða þessa myndatöku hratt og örugglega, nei....þá voru græjurnar BILAÐAR....Það er allt eins Gráta ég kemst ekki aftur fyrr en á miðvikudag svo ég verð að gera mér ferð þá aftur í Mjóddina.

Þegar ég leit á dagatalið þá á ég að það er miðvikudagur og það er líklega einn sá annamesti dagur á þessu ári! ég byrja

kl 9 um morgunin í plokkun og litun

10-12 skóli

12-14 próf í stærðfræði

14 röntgen

15 Viktoría til tannsa

15:30 Sandra Dís til tannsa

16 Hólmfríður Sunna til tannsa

16:30 ÉG til tannsa

18 fundur út í skóla

20 fundur út í leikskóla

20 fundur út í Bjarkarhúsi v/fimleikanna hjá VR

20 blakæfing

og svo á Viktoría afmæli daginn eftir Skömmustulegur Ef þú heldur að ég hafi ekkert að gera, þá er það hinn mesti misskilningu Öskrandi

ætla að leggja höfuðið í bleyti hvernig ég á að klára þennan dag án þess að fara yfirum! Óákveðinn


daginn í dag gerði drottinn Guð

Ég og Sunna fórum í sunnudagaskólann á Álftanesinu. Hún alsæl söng með öllum lögum. Gaman að sjá hvað þessi kríli hafa út úr þessu Brosandi

Eftir skólann fórum við í bakaríið og keyptum bakkelsi með kaffinu til að færa pabba (Stefáni) en hann var að þrífa jeppann í Hafás og ætlaði að þrífa Yarisinn þegar við kæmum. Skruppum aðeins í heimsókn til Lang-afa á spítalann. Þar var amma líka og þau að borða hádegismat. Afi leit ágætlega út en ég hef séð hann betri Skömmustulegur. Ég veit ekki hvað verður með kall greyið. Gráta

ég og Sunna fórum í Hafás með bakkelsið og þar var Ási. Hann hafði líka hugsað svona hlýtt til Stefáns og kom LÍKA með bakkelsi, það var að vísu aðeins á hollari nótum Ullandi Við Sunna keyptum sko snúð og salat á brauð Glottandi. Ási fór og þá var tekið til við að tvista....allavega með tusku og þrifum bílana hátt og lágt. Svo þar sem ég var í "stuði" og blöskraði þennan KALLA-VINNUSTAÐ, þá tók ég til og þreif aðeins í eldhúsinu en svo var mér litið á baðið......óboj....ekki fögur sjón svo það var náð í sótthreinsigræju og baðið þrifið líka Hissa Pabbi hringdi svo um kvöldið í "sjokki" og sagðist um það bil að hafa verið að hringja á rannsóknarlögguna.....þetta hafði ekki gerst lengi að það hefði verið þrifið Skömmustulegur Strákar mínir....verði ykkur bara að góðu Glottandi

já. Ég, Stefán og Sunna fórum á bíómyndina Í óbyggðum. Sandra Dís átti miða á Garfield 2 og vildi frekar fara á hana heldur en að koma með okkur. Hún hafði nú  svosem engan til að fara með og var hörð á því að fara ein Óákveðinn ég athugaði hvar var verið að sýna Garfield og svo óbyggðirnar og komst að því að Garfield var í Smárabíó en óbyggðirnar í Álfabakka. Ekki svo langt frá hvort öðru Brosandi Þar sem hún vildi þetta þá var ákveðið að skutla henni í Smárabíó og við færum svo yfir í Álfabakka. Ég fylgdi henni inn og fékk miðann og ræddi við hana og vonaði það besta. Þegar við vorum að skríða út úr bíóinu þá hringir prinsessan, alsæl Hlæjandi Við skutumst og náðum í hana. Ég er alveg gríðarlega stollt af henni að láta sig hafa það að fara ein í bíó. Þetta var henni hjartans mál að fara á Garfield þar sem hún átti frímiða. Þessi elska kemur alltaf jafn mikið á óvart Glottandi

Ég rétt náði heim og skaust þá á blakæfingu. Það var massa gaman að blakast aðeins. Vorum úti í fínni aðstöðu. Rosa gaman. Brosandi Kom heim alveg endurnærð Koss

ætla í háttinn eftir viðburðarríkan dag.

Góða nótt Svalur

 


« Fyrri síða

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 259618

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband